Söguleg hamfaraflóð í Houston Kjartan Kjartansson skrifar 27. ágúst 2017 14:23 Borgin Rockport hefur orðið einna verst úti af völdum Harvey en flóð þjaka nú stóran hluta strandsvæða Texas. Vísir/Getty Veðurfræðingar spá því að söguleg hamfaraflóð sem nú ganga yfir í Houston í Texas eigi aðeins eftir að versna. Búið að bjarga yfir þúsund manns undan vatsnelgnum í borginni. Óhemjumikil úrkoma hefur fylgt hitabeltisstorminum Harvey sem gekk á land í Texas sem sterkur fellibylur á föstudagskvöld. Í Houston mældist sólahringsúrkoman rúmlega 60 sentímetrar kl. 7 í morgun að staðartíma, að sögn Washington Post. Um allt stórborgarsvæðið og víðar á strandsvæðum Texas er viðvörun í gildi vegna hættu á mannskæðum skyndiflóðum og hefur fólk verið eindregið hvatt til þess að halda kyrru fyrir enda ferðalög ómöguleg.Harvey hefur valdið gríðarlegu tjóni nú þegar. Þótt dregið hafi úr styrk stormsins stafar mesta hættan af áframhaldandi úrhelli.Vísir/GettyBreska ríkisútvarpið BBC segir að greint hafi verið frá fimm dauðsföllum af völdum stormsins í Houston en fram að þessu hafa aðeins tvö verið staðfest. „Búist er við að hamafaraflóðin á Houston-stórborgarsvæðinu versni,“ sagði Veðurstofa Bandaríkjanna í morgun.Á myndinni sem fylgir tístinu hér fyrir neðan sést hvernig vatnselgurinn í Houston nær um það bil upp í umferðarskilti yfir hraðbraut sem bílar aka undir við venjulegar aðstæður.This image and the forecast of what is still to fall.... This is surreal. #HoustonFlood #Harvey pic.twitter.com/zK9WojsMAH— Matthew Sitkowski (@MattSitkowski) August 27, 2017 Flóðin eru engu að síður nú þegar sögð þau verstu í sögu Houston sem er fjórða fjölmennasta borg Bandaríkjanna. Veðustofan segir að ágúst sé nú úrkomusamasti mánuðurinn frá því að mælingar hófust vegna Harvey. Vatnsstaðan í flestum ám og bjúgvötnum er sú hæsta sem sögur fara af og sums staðar hefur vatnshæðin farið þremur metrum fram úr fyrri metum. Ekkert lát á heldur að verða á úrkomunni í bráð. Spáð er 38-63 sentímetrum til viðbótar við strendur Texas næstu dagana. „Þetta eru hamfarir sem fara í sögubækurnar. Þetta er stormur sem Bandaríkin hafa ekki orðið vitni að áður,“ sagði Brock Long, forstjóri Almannavarna Bandaríkjanna (FEMA), við CNN í dag.Fjölskylda veður úti á götu í Galveston, ekki fjarri Houston.Vísir/AFP Tengdar fréttir Öflugasti fellibylurinn í þrettán ár Versta óveður sem skollið hefur á meginlandi Bandaríkjanna í rúman áratug varð í nótt og dag þegar fellibylurinn Harvey gekk yfir landið. Yfir tvö hundruð þúsund manns eru án rafmagns. Neyðarástandi var lýst yfir í fimmtíu ríkjum þar sem samgöngur lömuðust og þúsundir neyddust til að flýja heimili sín vegna veðurofsans. 26. ágúst 2017 20:39 Aðstæður víða of hættulegar til björgunar Fellibylurinn Harvey gekk á land í Texas í nótt, sá öflugasti í Bandaríkjunum í 12 ár. 26. ágúst 2017 08:19 Standa frammi fyrir „mjög miklum hamförum“ Íbúar Texas-ríkis Bandaríkjanna standa frammi "mjög miklum hamförum“ eftir því sem fellibylurinn Harvey fikrar sig nær ströndum ríkisins. 25. ágúst 2017 19:31 Viðvörun um banvæn skyndiflóð gefin út í Texas Hitabeltisstormurinn Harvey er öflugasti stormurinn sem hefur gengið yfir Texas í hálfa öld. 27. ágúst 2017 07:21 Einn látinn af völdum fellibylsins Harvey Í Texas munu verða "gríðarleg og lífshættuleg flóð,“ eins og segir í viðvörun Fellibyljastofnunar Bandaríkjanna, nú þegar fellibylurinn Harvey heldur áfram ferð sinni inn til landsins. Harvey skall á ströndinni sem 4. stigs fellibylur, hinn stærsti til að ná meginlandi Bandaríkjanna í 13 ár. Hann hefur nú verið lækkaður niður í hitabeltisstorm. 26. ágúst 2017 21:51 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Sjá meira
Veðurfræðingar spá því að söguleg hamfaraflóð sem nú ganga yfir í Houston í Texas eigi aðeins eftir að versna. Búið að bjarga yfir þúsund manns undan vatsnelgnum í borginni. Óhemjumikil úrkoma hefur fylgt hitabeltisstorminum Harvey sem gekk á land í Texas sem sterkur fellibylur á föstudagskvöld. Í Houston mældist sólahringsúrkoman rúmlega 60 sentímetrar kl. 7 í morgun að staðartíma, að sögn Washington Post. Um allt stórborgarsvæðið og víðar á strandsvæðum Texas er viðvörun í gildi vegna hættu á mannskæðum skyndiflóðum og hefur fólk verið eindregið hvatt til þess að halda kyrru fyrir enda ferðalög ómöguleg.Harvey hefur valdið gríðarlegu tjóni nú þegar. Þótt dregið hafi úr styrk stormsins stafar mesta hættan af áframhaldandi úrhelli.Vísir/GettyBreska ríkisútvarpið BBC segir að greint hafi verið frá fimm dauðsföllum af völdum stormsins í Houston en fram að þessu hafa aðeins tvö verið staðfest. „Búist er við að hamafaraflóðin á Houston-stórborgarsvæðinu versni,“ sagði Veðurstofa Bandaríkjanna í morgun.Á myndinni sem fylgir tístinu hér fyrir neðan sést hvernig vatnselgurinn í Houston nær um það bil upp í umferðarskilti yfir hraðbraut sem bílar aka undir við venjulegar aðstæður.This image and the forecast of what is still to fall.... This is surreal. #HoustonFlood #Harvey pic.twitter.com/zK9WojsMAH— Matthew Sitkowski (@MattSitkowski) August 27, 2017 Flóðin eru engu að síður nú þegar sögð þau verstu í sögu Houston sem er fjórða fjölmennasta borg Bandaríkjanna. Veðustofan segir að ágúst sé nú úrkomusamasti mánuðurinn frá því að mælingar hófust vegna Harvey. Vatnsstaðan í flestum ám og bjúgvötnum er sú hæsta sem sögur fara af og sums staðar hefur vatnshæðin farið þremur metrum fram úr fyrri metum. Ekkert lát á heldur að verða á úrkomunni í bráð. Spáð er 38-63 sentímetrum til viðbótar við strendur Texas næstu dagana. „Þetta eru hamfarir sem fara í sögubækurnar. Þetta er stormur sem Bandaríkin hafa ekki orðið vitni að áður,“ sagði Brock Long, forstjóri Almannavarna Bandaríkjanna (FEMA), við CNN í dag.Fjölskylda veður úti á götu í Galveston, ekki fjarri Houston.Vísir/AFP
Tengdar fréttir Öflugasti fellibylurinn í þrettán ár Versta óveður sem skollið hefur á meginlandi Bandaríkjanna í rúman áratug varð í nótt og dag þegar fellibylurinn Harvey gekk yfir landið. Yfir tvö hundruð þúsund manns eru án rafmagns. Neyðarástandi var lýst yfir í fimmtíu ríkjum þar sem samgöngur lömuðust og þúsundir neyddust til að flýja heimili sín vegna veðurofsans. 26. ágúst 2017 20:39 Aðstæður víða of hættulegar til björgunar Fellibylurinn Harvey gekk á land í Texas í nótt, sá öflugasti í Bandaríkjunum í 12 ár. 26. ágúst 2017 08:19 Standa frammi fyrir „mjög miklum hamförum“ Íbúar Texas-ríkis Bandaríkjanna standa frammi "mjög miklum hamförum“ eftir því sem fellibylurinn Harvey fikrar sig nær ströndum ríkisins. 25. ágúst 2017 19:31 Viðvörun um banvæn skyndiflóð gefin út í Texas Hitabeltisstormurinn Harvey er öflugasti stormurinn sem hefur gengið yfir Texas í hálfa öld. 27. ágúst 2017 07:21 Einn látinn af völdum fellibylsins Harvey Í Texas munu verða "gríðarleg og lífshættuleg flóð,“ eins og segir í viðvörun Fellibyljastofnunar Bandaríkjanna, nú þegar fellibylurinn Harvey heldur áfram ferð sinni inn til landsins. Harvey skall á ströndinni sem 4. stigs fellibylur, hinn stærsti til að ná meginlandi Bandaríkjanna í 13 ár. Hann hefur nú verið lækkaður niður í hitabeltisstorm. 26. ágúst 2017 21:51 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Sjá meira
Öflugasti fellibylurinn í þrettán ár Versta óveður sem skollið hefur á meginlandi Bandaríkjanna í rúman áratug varð í nótt og dag þegar fellibylurinn Harvey gekk yfir landið. Yfir tvö hundruð þúsund manns eru án rafmagns. Neyðarástandi var lýst yfir í fimmtíu ríkjum þar sem samgöngur lömuðust og þúsundir neyddust til að flýja heimili sín vegna veðurofsans. 26. ágúst 2017 20:39
Aðstæður víða of hættulegar til björgunar Fellibylurinn Harvey gekk á land í Texas í nótt, sá öflugasti í Bandaríkjunum í 12 ár. 26. ágúst 2017 08:19
Standa frammi fyrir „mjög miklum hamförum“ Íbúar Texas-ríkis Bandaríkjanna standa frammi "mjög miklum hamförum“ eftir því sem fellibylurinn Harvey fikrar sig nær ströndum ríkisins. 25. ágúst 2017 19:31
Viðvörun um banvæn skyndiflóð gefin út í Texas Hitabeltisstormurinn Harvey er öflugasti stormurinn sem hefur gengið yfir Texas í hálfa öld. 27. ágúst 2017 07:21
Einn látinn af völdum fellibylsins Harvey Í Texas munu verða "gríðarleg og lífshættuleg flóð,“ eins og segir í viðvörun Fellibyljastofnunar Bandaríkjanna, nú þegar fellibylurinn Harvey heldur áfram ferð sinni inn til landsins. Harvey skall á ströndinni sem 4. stigs fellibylur, hinn stærsti til að ná meginlandi Bandaríkjanna í 13 ár. Hann hefur nú verið lækkaður niður í hitabeltisstorm. 26. ágúst 2017 21:51