Öflugasti fellibylurinn í þrettán ár Þórhildur Þorkelsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. ágúst 2017 20:39 Versta óveður sem skollið hefur á meginlandi Bandaríkjanna í rúman áratug varð í nótt og dag þegar fellibylurinn Harvey gekk yfir landið. Yfir þrjú hundruð þúsund manns eru án rafmagns. Neyðarástandi var lýst yfir í fimmtíu ríkjum þar sem samgöngur lömuðust og þúsundir neyddust til að flýja heimili sín vegna veðurofsans. Fellibylurinn gekk á land við suðurströnd Bandaríkjanna um þrjúleytið í nótt en Texas og nágrannaríki urðu verst úti. Harvey var í nótt flokkaður sem fjórða stigs fellibylur en honum fylgdi gríðarleg úrkoma og vindhraði sem var um sextíu metrar á sekúndu. Fellibylurinn var mjög öflugur og olli strax mikilli eyðileggingu.Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, fór fram á aukna aðstoð vegna óveðursins.Visir/gettyFjöldi björgunarfólks voru á svæðinu en víða voru aðstæður of hættulegar til björgunaraðgerða. Ofankoman var gríðarleg; hávaðarok og fjögurra metra flóðöldur við ströndina. Langar bílaraðir mynduðust þegar hundruð þúsunda Texasbúa reyndu að flýja hamfarasvæðin. Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, fór í gær fram á aukna aðstoð frá Alríkisstjórninni en hann reiknar með að tjón af völdum Harvey komi til með að hlaupa á milljörðum Bandaríkjadala. Donald Trump forseti varð við þessari beiðni og fellibylurinn er flokkaður formlega sem náttúruhamfarir.Fellibylurinn var mjög öflugur og olli strax mikilli eyðileggingu.Vísir/getty„Eins og lýst var á símafundinum áðan mun flóðhæðin slá fyrri met á fjölmörgum stöðum, allt frá Corpus Christi svæðinu til Houston og nágrennis,“ segir Abbott, ríkisstjóri Texas. Styrkur fellibylsins hefur minnkað eftir því sem liðið hefur á daginn og er hann nú flokkaður sem fyrsta stigs fellibylur en aftur á móti má búast við miklum flóðum í kjölfarið sem yfirvöld hafa ekki síður áhyggjur af. Því er spáð að úrkoman verði allt að einum metra í það heila og að óveðrið gangi ekki niður fyrr en á þriðjudag eða miðvikudag í næstu viku. „Við munum þurfa að fást við gífurleg flóð sem slá fyrri met á fjölmörgum svæðum vítt og breitt um Texas. Eins og þið vitið mun þessi fellibylur fara langt inn í land og spáð er að hann muni sveima um í talsverðan tíma, jafnvel dögum saman,“ segir ríkisstjórinn. Tengdar fréttir Aðstæður víða of hættulegar til björgunar Fellibylurinn Harvey gekk á land í Texas í nótt, sá öflugasti í Bandaríkjunum í 12 ár. 26. ágúst 2017 08:19 Lífshættuleg flóð gætu fylgt fellibylnum Harvey Varað er við sjávar- og skyndiflóðum í Texas þar sem stærsti fellibylurinn í Bandaríkjunum í tólf ár á að ganga á land í kvöld. 25. ágúst 2017 10:31 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Versta óveður sem skollið hefur á meginlandi Bandaríkjanna í rúman áratug varð í nótt og dag þegar fellibylurinn Harvey gekk yfir landið. Yfir þrjú hundruð þúsund manns eru án rafmagns. Neyðarástandi var lýst yfir í fimmtíu ríkjum þar sem samgöngur lömuðust og þúsundir neyddust til að flýja heimili sín vegna veðurofsans. Fellibylurinn gekk á land við suðurströnd Bandaríkjanna um þrjúleytið í nótt en Texas og nágrannaríki urðu verst úti. Harvey var í nótt flokkaður sem fjórða stigs fellibylur en honum fylgdi gríðarleg úrkoma og vindhraði sem var um sextíu metrar á sekúndu. Fellibylurinn var mjög öflugur og olli strax mikilli eyðileggingu.Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, fór fram á aukna aðstoð vegna óveðursins.Visir/gettyFjöldi björgunarfólks voru á svæðinu en víða voru aðstæður of hættulegar til björgunaraðgerða. Ofankoman var gríðarleg; hávaðarok og fjögurra metra flóðöldur við ströndina. Langar bílaraðir mynduðust þegar hundruð þúsunda Texasbúa reyndu að flýja hamfarasvæðin. Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, fór í gær fram á aukna aðstoð frá Alríkisstjórninni en hann reiknar með að tjón af völdum Harvey komi til með að hlaupa á milljörðum Bandaríkjadala. Donald Trump forseti varð við þessari beiðni og fellibylurinn er flokkaður formlega sem náttúruhamfarir.Fellibylurinn var mjög öflugur og olli strax mikilli eyðileggingu.Vísir/getty„Eins og lýst var á símafundinum áðan mun flóðhæðin slá fyrri met á fjölmörgum stöðum, allt frá Corpus Christi svæðinu til Houston og nágrennis,“ segir Abbott, ríkisstjóri Texas. Styrkur fellibylsins hefur minnkað eftir því sem liðið hefur á daginn og er hann nú flokkaður sem fyrsta stigs fellibylur en aftur á móti má búast við miklum flóðum í kjölfarið sem yfirvöld hafa ekki síður áhyggjur af. Því er spáð að úrkoman verði allt að einum metra í það heila og að óveðrið gangi ekki niður fyrr en á þriðjudag eða miðvikudag í næstu viku. „Við munum þurfa að fást við gífurleg flóð sem slá fyrri met á fjölmörgum svæðum vítt og breitt um Texas. Eins og þið vitið mun þessi fellibylur fara langt inn í land og spáð er að hann muni sveima um í talsverðan tíma, jafnvel dögum saman,“ segir ríkisstjórinn.
Tengdar fréttir Aðstæður víða of hættulegar til björgunar Fellibylurinn Harvey gekk á land í Texas í nótt, sá öflugasti í Bandaríkjunum í 12 ár. 26. ágúst 2017 08:19 Lífshættuleg flóð gætu fylgt fellibylnum Harvey Varað er við sjávar- og skyndiflóðum í Texas þar sem stærsti fellibylurinn í Bandaríkjunum í tólf ár á að ganga á land í kvöld. 25. ágúst 2017 10:31 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Aðstæður víða of hættulegar til björgunar Fellibylurinn Harvey gekk á land í Texas í nótt, sá öflugasti í Bandaríkjunum í 12 ár. 26. ágúst 2017 08:19
Lífshættuleg flóð gætu fylgt fellibylnum Harvey Varað er við sjávar- og skyndiflóðum í Texas þar sem stærsti fellibylurinn í Bandaríkjunum í tólf ár á að ganga á land í kvöld. 25. ágúst 2017 10:31