Milos: Væri fínt að skila liðinu í topp fimm Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. ágúst 2017 20:54 Milos var ánægður með sigurinn á ÍA. vísir/anton Milos Milojevic, þjálfari Breiðabliks, sagði að sínir menn hefðu þurft að hafa mikið fyrir sigrinum á ÍA í kvöld. „Þetta var erfiður leikur og ekki þægilegur að spila. Við reyndum að brjóta þá niður með því að setja annað mark en það gekk ekki,“ sagði Milos eftir leik. „Engu að síður fengum við fullt af færum til að skora og áttum jafnvel að gera út um leikinn í fyrri hálfleik. En þeir eru með betra lið en taflan segir og ég vissi að þetta myndi verða erfitt, sérstaklega í ljósi þjálfarabreytinganna. Það kemur alltaf smá mótspyrna frá strákunum þegar svona gerist.“ Blikar voru mun betri aðilinn í fyrri hálfleiknum en slökuðu á klónni í þeim seinni. „Það var algjör óþarfi. Við áttum alltof margar feilsendingar og náðum ekki að halda boltanum og stjórna leiknum eins og við gerðum í fyrri hálfleik. En strákarnir unnu vel fyrir sigrinum,“ sagði Milos. Willum Þór Willumsson hélt sæti sínu í byrjunarliði Breiðabliks frá 0-3 sigrinum í Ólafsvík í síðustu umferð og stóð fyrir sínu inni á miðju Blika. „Þetta er þriðji leikurinn hans á sjö dögum. Mér fannst hann mjög góður í svona 60 mínútur. Svo vantaði aðeins orku í hann sem er eðlilegt. Heilt yfir var ég ánægður með hans spilamennsku,“ sagði Milos. Með sigrinum komst Breiðablik upp í 6. sæti deildarinnar og það glittir í Evrópusæti. „Frá fyrsta degi hef ég sagt að það væri fínt að skila liðinu í topp fimm. Ef tækifæri gefst fyrir eitthvað annað erum við tilbúnir að taka því en nú hugsum við um að hvíla okkur og einbeita okkar að Val,“ sagði Milos að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og einkunnir: Breiðablik - ÍA 2-0 | Blikar gæla við Evrópusæti ÍA tapaði 2-0 fyrir Breiðablik í fyrsta leik liðsins undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar. 27. ágúst 2017 20:45 Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Jón Axel og félagar spila til úrslita Körfubolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Fleiri fréttir ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Sjá meira
Milos Milojevic, þjálfari Breiðabliks, sagði að sínir menn hefðu þurft að hafa mikið fyrir sigrinum á ÍA í kvöld. „Þetta var erfiður leikur og ekki þægilegur að spila. Við reyndum að brjóta þá niður með því að setja annað mark en það gekk ekki,“ sagði Milos eftir leik. „Engu að síður fengum við fullt af færum til að skora og áttum jafnvel að gera út um leikinn í fyrri hálfleik. En þeir eru með betra lið en taflan segir og ég vissi að þetta myndi verða erfitt, sérstaklega í ljósi þjálfarabreytinganna. Það kemur alltaf smá mótspyrna frá strákunum þegar svona gerist.“ Blikar voru mun betri aðilinn í fyrri hálfleiknum en slökuðu á klónni í þeim seinni. „Það var algjör óþarfi. Við áttum alltof margar feilsendingar og náðum ekki að halda boltanum og stjórna leiknum eins og við gerðum í fyrri hálfleik. En strákarnir unnu vel fyrir sigrinum,“ sagði Milos. Willum Þór Willumsson hélt sæti sínu í byrjunarliði Breiðabliks frá 0-3 sigrinum í Ólafsvík í síðustu umferð og stóð fyrir sínu inni á miðju Blika. „Þetta er þriðji leikurinn hans á sjö dögum. Mér fannst hann mjög góður í svona 60 mínútur. Svo vantaði aðeins orku í hann sem er eðlilegt. Heilt yfir var ég ánægður með hans spilamennsku,“ sagði Milos. Með sigrinum komst Breiðablik upp í 6. sæti deildarinnar og það glittir í Evrópusæti. „Frá fyrsta degi hef ég sagt að það væri fínt að skila liðinu í topp fimm. Ef tækifæri gefst fyrir eitthvað annað erum við tilbúnir að taka því en nú hugsum við um að hvíla okkur og einbeita okkar að Val,“ sagði Milos að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og einkunnir: Breiðablik - ÍA 2-0 | Blikar gæla við Evrópusæti ÍA tapaði 2-0 fyrir Breiðablik í fyrsta leik liðsins undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar. 27. ágúst 2017 20:45 Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Jón Axel og félagar spila til úrslita Körfubolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Fleiri fréttir ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Sjá meira
Umfjöllun og einkunnir: Breiðablik - ÍA 2-0 | Blikar gæla við Evrópusæti ÍA tapaði 2-0 fyrir Breiðablik í fyrsta leik liðsins undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar. 27. ágúst 2017 20:45