Skotin til bana á náttfötunum eftir að hafa hringt á lögreglu Samúel Karl Ólason skrifar 18. júlí 2017 11:16 Frá minningarathöfn við heimili Justine og Don Damond. Vísir/EPA Mikil reiði ríkir í Ástralíu eftir að áströlsk kona var skotin til bana af lögregluþjóni í Bandaríkjunum. Skömmu fyrir miðnætti hringdi Justine Damond í Neyðarlínuna í Minneapolis þar sem hún bjó ásamt unnusta sínum. Hún sagðist telja að nauðgun væri að eiga sér stað í húsasundi nærri heimili hennar. Þegar lögregluþjóna bar að garði skömmu seinna var Damond í húsasundinu, klædd náttfötum, þegar hún var skotin margsinnis af lögregluþjóninum Mohamed Noor. Samkvæmt héraðsmiðlinum Star Tribune skaut Noor út um glugga á lögreglubíl sem hann var í ásamt öðrum lögregluþjóni. Hvorugur þeirra hafði kveikt á myndavélunum í vestum þeirra og myndavélin í mælaborðinu fangaði atvikið ekki. Ekkert vopn fannst á vettvangi en sími Damond er sagður hafa legið nærri líki hennar.Hafa engar upplýsingar fengiðLögreglan hefur ekki tjáð sig um málið. Engin önnur vitni voru að skothríðinni en blaðamenn ABC í Ástralíu hafa hlustað á upptökur úr talstöðvum lögregluþjónanna. Unnusti konunnar, Don Damond, segist sömuleiðis engar upplýsingar hafa fengið. Justine hafði þegar tekið nafn hans, en þau ætluðu að gifta sig í næsta mánuði.AP fréttaveitan hefur reynt að fanga andrúmsloftið í Ástralíu þar sem dauða Damond hefur verið lýst sem martröð. Fjölmiðlar í Ástralíu hafa tengt atvikið við gífurlegan fjölda ofbeldisglæpa í Bandaríkjunum þar sem skotvopn koma að sögu. „Það eru mögulega fleiri byssur en fólk í landinu. Við sjáum Bandaríkin sem hættulegan stað varðandi byssuglæpi,“ segir prófessorinn Philip Alpers. Í Bandaríkjunum er enginn sem heldur utan um hve marga lögreglan skýtur til bana á ári. Hins vegar er ljóst að um mörg hundruð tilvik er að ræða, samkvæmt AP.Faðir Justine Damond ræddi við blaðamenn. Unnusti Justine Damond ræddi einnig við blaðamenn. Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira
Mikil reiði ríkir í Ástralíu eftir að áströlsk kona var skotin til bana af lögregluþjóni í Bandaríkjunum. Skömmu fyrir miðnætti hringdi Justine Damond í Neyðarlínuna í Minneapolis þar sem hún bjó ásamt unnusta sínum. Hún sagðist telja að nauðgun væri að eiga sér stað í húsasundi nærri heimili hennar. Þegar lögregluþjóna bar að garði skömmu seinna var Damond í húsasundinu, klædd náttfötum, þegar hún var skotin margsinnis af lögregluþjóninum Mohamed Noor. Samkvæmt héraðsmiðlinum Star Tribune skaut Noor út um glugga á lögreglubíl sem hann var í ásamt öðrum lögregluþjóni. Hvorugur þeirra hafði kveikt á myndavélunum í vestum þeirra og myndavélin í mælaborðinu fangaði atvikið ekki. Ekkert vopn fannst á vettvangi en sími Damond er sagður hafa legið nærri líki hennar.Hafa engar upplýsingar fengiðLögreglan hefur ekki tjáð sig um málið. Engin önnur vitni voru að skothríðinni en blaðamenn ABC í Ástralíu hafa hlustað á upptökur úr talstöðvum lögregluþjónanna. Unnusti konunnar, Don Damond, segist sömuleiðis engar upplýsingar hafa fengið. Justine hafði þegar tekið nafn hans, en þau ætluðu að gifta sig í næsta mánuði.AP fréttaveitan hefur reynt að fanga andrúmsloftið í Ástralíu þar sem dauða Damond hefur verið lýst sem martröð. Fjölmiðlar í Ástralíu hafa tengt atvikið við gífurlegan fjölda ofbeldisglæpa í Bandaríkjunum þar sem skotvopn koma að sögu. „Það eru mögulega fleiri byssur en fólk í landinu. Við sjáum Bandaríkin sem hættulegan stað varðandi byssuglæpi,“ segir prófessorinn Philip Alpers. Í Bandaríkjunum er enginn sem heldur utan um hve marga lögreglan skýtur til bana á ári. Hins vegar er ljóst að um mörg hundruð tilvik er að ræða, samkvæmt AP.Faðir Justine Damond ræddi við blaðamenn. Unnusti Justine Damond ræddi einnig við blaðamenn.
Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira