Bandaríkin leggja refsiaðgerðir á forseta Venesúela Kjartan Kjartansson skrifar 31. júlí 2017 19:49 Nicolas Maduro, forseti Venesúela, er sakaður um að sölsa undir sig völd með ólögmætum hætti. Vísir/AFP Ríkisstjórn Bandaríkjanna ætlar að beita Nicolas Maduro, forseta Venesúela, refsiaðgerðum fyrir að grafa undan lýðræðinu í heimalandi sínu. Segir hún Maduro vera „einræðisherra“. Ákvörðun bandarískra stjórnvalda kemur eftir atkvæðagreiðslu til stjórnlagaþings sem haldin var í Venesúela um helgina. Stjórnarandstaðan í landinu, sem er með meirihluta í þjóðþinginu, sniðgekk kosningarnar, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Tíu manns létust í mótmælum í kringum kosningarnar sem andstæðingar Maduro telja skrípaleik. Stjórnarandstaðan segir að 88% kjósenda hafi setið heima en Maduro kallaði kosningarnar „atkvæði fyrir byltinguna“. Washington Post segir að tilgangur atkvæðagreiðslunnar hafi verið að skipta þinginu út fyrir annað sem er Maduro vilhollt og styrkja stöðu hans. Donald Trump Bandaríkjaforseti og fleiri þjóðarleiðtogar höfðu varað Maduro við að láta atkvæðagreiðsluna fara fram. Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sakaði Maduro um að vera einræðisherra sem hunsaði vilja venesúelönsku þjóðarinnar. Bandarískum fyrirtækjum og einstaklingum verður nú bannað að eiga viðskipti við Maduro. Reuters-fréttastofan segir að refsiaðgerðirnar beinist á engan hátt gegn olíuiðnaði Venesúela. Það komi hins vegar til greina þegar fram líða stundir. Áður höfðu bandarísk stjórnvöld beitt þrettán háttsetta embættismenn í Venesúela sambærilegum refsiaðgerðum. Tengdar fréttir Lögreglumenn köstuðust af bifhjólum sínum í sprengjuárás í Caracas Myndband náðist af því þegar sprengjan sprakk í Caracas og má heyra hvernig fólk klappar saman höndunum áður en ringulreið skapast. 31. júlí 2017 11:04 41,5 prósent kjörsókn í blóðugum kosningum í Venesúela Ofbeldi setti mark sitt á kosningarnar í gær en að minnsta kosti tíu létust í mótmælum vegna þeirra. 31. júlí 2017 07:48 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Ríkisstjórn Bandaríkjanna ætlar að beita Nicolas Maduro, forseta Venesúela, refsiaðgerðum fyrir að grafa undan lýðræðinu í heimalandi sínu. Segir hún Maduro vera „einræðisherra“. Ákvörðun bandarískra stjórnvalda kemur eftir atkvæðagreiðslu til stjórnlagaþings sem haldin var í Venesúela um helgina. Stjórnarandstaðan í landinu, sem er með meirihluta í þjóðþinginu, sniðgekk kosningarnar, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Tíu manns létust í mótmælum í kringum kosningarnar sem andstæðingar Maduro telja skrípaleik. Stjórnarandstaðan segir að 88% kjósenda hafi setið heima en Maduro kallaði kosningarnar „atkvæði fyrir byltinguna“. Washington Post segir að tilgangur atkvæðagreiðslunnar hafi verið að skipta þinginu út fyrir annað sem er Maduro vilhollt og styrkja stöðu hans. Donald Trump Bandaríkjaforseti og fleiri þjóðarleiðtogar höfðu varað Maduro við að láta atkvæðagreiðsluna fara fram. Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sakaði Maduro um að vera einræðisherra sem hunsaði vilja venesúelönsku þjóðarinnar. Bandarískum fyrirtækjum og einstaklingum verður nú bannað að eiga viðskipti við Maduro. Reuters-fréttastofan segir að refsiaðgerðirnar beinist á engan hátt gegn olíuiðnaði Venesúela. Það komi hins vegar til greina þegar fram líða stundir. Áður höfðu bandarísk stjórnvöld beitt þrettán háttsetta embættismenn í Venesúela sambærilegum refsiaðgerðum.
Tengdar fréttir Lögreglumenn köstuðust af bifhjólum sínum í sprengjuárás í Caracas Myndband náðist af því þegar sprengjan sprakk í Caracas og má heyra hvernig fólk klappar saman höndunum áður en ringulreið skapast. 31. júlí 2017 11:04 41,5 prósent kjörsókn í blóðugum kosningum í Venesúela Ofbeldi setti mark sitt á kosningarnar í gær en að minnsta kosti tíu létust í mótmælum vegna þeirra. 31. júlí 2017 07:48 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Lögreglumenn köstuðust af bifhjólum sínum í sprengjuárás í Caracas Myndband náðist af því þegar sprengjan sprakk í Caracas og má heyra hvernig fólk klappar saman höndunum áður en ringulreið skapast. 31. júlí 2017 11:04
41,5 prósent kjörsókn í blóðugum kosningum í Venesúela Ofbeldi setti mark sitt á kosningarnar í gær en að minnsta kosti tíu létust í mótmælum vegna þeirra. 31. júlí 2017 07:48