Trump forseti dreifði boðskap fasista til tugmilljóna fylgjenda Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. nóvember 2017 07:00 Meðlimir Britain First brenna fána Sádi-Arabíu í kröfugöngu gegn íslam. Nordicphotos/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, endurtísti í gær þremur myndböndum sem Jayda Fransen, varaformaður breska þjóðernisöfgaflokksins Britain First, deildi á Twitter. Deildi Trump þannig myndböndunum, sem Fransen sagði sýna múslima eyðileggja styttu af Maríu mey, berja ungling til dauða og ganga í skrokk á ungmenni á hækjum, áfram til rúmlega 43 milljóna fylgjenda sinna. Britain First gladdist mikið yfir deilingunni á Twitter-reikningi flokksins. „DONALD TRUMP SJÁLFUR HEFUR ENDURTÍST MYNDBÖNDUNUM OG ER MEÐ NÆRRI 44 MILLJÓNIR FYLGJENDA! GUÐ BLESSI ÞIG TRUMP! GUÐ BLESSI BANDARÍKIN!“ Ástæða þess að endurtíst Trumps vakti jafnmikla athygli og það gerði er ímynd og boðskapur Britain First. Flokkurinn var stofnaður árið 2011 sem klofningsframboð frá Breska þjóðarflokknum og hefur ítrekað verið bendlaður við þjóðernisöfgar, andúð á múslimum og fasisma. Britain First á enga kjörna fulltrúa á Bretlandi. Fransen var fyrr í mánuðinum ákærð fyrir hatursorðræðu. Hún er sökuð um að hafa notað ógnandi, ofbeldisfullt og móðgandi orðalag í ræðu sem hún flutti í Belfast í ágúst. Árið 2014 birti Channel 4 umfjöllun um Britain First. Þar kom fram að hópurinn væri undir forystu Pauls Golding og Jims Dowson, fyrrverandi lykilmanna úr Breska þjóðarflokknum. „Þeir keyra herjeppa, klæðast einkennisbúningum, fá til liðs við sig fyrrverandi hermenn og þjálfa sig fyrir komandi orrustur. Þetta er öfgaflokkur með hættulega stefnu,“ sagði í umfjölluninni þar sem jafnframt kom fram að flokksmenn ryddust inn í moskur og dreifðu bæklingum með áróðri um skaðsemi íslamstrúar.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Nordicphotos/AFPFormaðurinn Golding hefur ítrekað vitnað til kristinnar trúar í ræðum sínum til þess að réttlæta málstaðinn. „Fólk heldur að Jesús hafi verið einhver frjálslyndishippi, það er ekki rétt. Biblían segir frá því að hann hafi beitt líkamlegu ofbeldi, líkt og í musterinu í Jerúsalem þar sem hann réðst á fólk,“ sagði Golding árið 2014. Í fyrra greindi Huffington Post hins vegar frá því að öll stærstu kristnu trúfélög Bretlands hefðu fordæmt störf flokksins. Lýstu trúfélögin fylgjendum Britain First sem öfgafullum guðlösturum sem stælu nafni Jesú Krists til að réttlæta dreifingu haturs og ótta. Þá hefur flokkurinn oftar en einu sinni verið sakaður um að dreifa fölsuðum myndum og myndböndum undir fölskum yfirskriftum. Árið 2015 birti Britain First mynd á Facebook þar sem sjá mátti bandarískan múslima og uppgjafahermann halda á skilti sem á stóð: „Sniðgangið fordóma og drepið alla sem ekki eru múslimar.“ Um var að ræða mann að nafni Dawud Walid. „Britain First birti falsaða mynd af mér frá mótmælum sem voru, merkilegt nokk, gegn kynþáttafordómum. Ég tilkynnti þetta til yfirvalda á Bretlandi,“ sagði Walid. Á ófölsuðu myndinni sést að á skiltinu stóð einungis: „Sniðgangið fordóma.“ Golding sjálfur birti í apríl myndband af fagnandi múslimum á Twitter undir yfirskriftinni: „Nei, sjáiði bara. Hópur „hófsamra“ múslima í London að fagna hryðjuverkaárásunum á París.“ Í ljós kom hins vegar að myndbandið var frá árinu 2009 af Pakistönum að fagna sigri liðs síns í krikketleik. Á heimasíðu Britain First kemur fram að flokkurinn hafni hvers kyns kynþáttahatri og að fólk úr minnihlutahópum taki virkan þátt í starfi flokksins. „Britain First er hins vegar á móti öfgaíslam og fjöldainnflutningi af því að Bretum stafar ógn af þessum atriðum.“ Í stefnuskrá flokksins kemur fram að hann vilji flytja alla ólöglega innflytjendur og alla erlenda glæpamenn úr landi, neita flóttamönnum um hæli og senda alla hælisleitendur úr landi, banna fóstureyðingar og banna íslam á Bretlandi. Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, endurtísti í gær þremur myndböndum sem Jayda Fransen, varaformaður breska þjóðernisöfgaflokksins Britain First, deildi á Twitter. Deildi Trump þannig myndböndunum, sem Fransen sagði sýna múslima eyðileggja styttu af Maríu mey, berja ungling til dauða og ganga í skrokk á ungmenni á hækjum, áfram til rúmlega 43 milljóna fylgjenda sinna. Britain First gladdist mikið yfir deilingunni á Twitter-reikningi flokksins. „DONALD TRUMP SJÁLFUR HEFUR ENDURTÍST MYNDBÖNDUNUM OG ER MEÐ NÆRRI 44 MILLJÓNIR FYLGJENDA! GUÐ BLESSI ÞIG TRUMP! GUÐ BLESSI BANDARÍKIN!“ Ástæða þess að endurtíst Trumps vakti jafnmikla athygli og það gerði er ímynd og boðskapur Britain First. Flokkurinn var stofnaður árið 2011 sem klofningsframboð frá Breska þjóðarflokknum og hefur ítrekað verið bendlaður við þjóðernisöfgar, andúð á múslimum og fasisma. Britain First á enga kjörna fulltrúa á Bretlandi. Fransen var fyrr í mánuðinum ákærð fyrir hatursorðræðu. Hún er sökuð um að hafa notað ógnandi, ofbeldisfullt og móðgandi orðalag í ræðu sem hún flutti í Belfast í ágúst. Árið 2014 birti Channel 4 umfjöllun um Britain First. Þar kom fram að hópurinn væri undir forystu Pauls Golding og Jims Dowson, fyrrverandi lykilmanna úr Breska þjóðarflokknum. „Þeir keyra herjeppa, klæðast einkennisbúningum, fá til liðs við sig fyrrverandi hermenn og þjálfa sig fyrir komandi orrustur. Þetta er öfgaflokkur með hættulega stefnu,“ sagði í umfjölluninni þar sem jafnframt kom fram að flokksmenn ryddust inn í moskur og dreifðu bæklingum með áróðri um skaðsemi íslamstrúar.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Nordicphotos/AFPFormaðurinn Golding hefur ítrekað vitnað til kristinnar trúar í ræðum sínum til þess að réttlæta málstaðinn. „Fólk heldur að Jesús hafi verið einhver frjálslyndishippi, það er ekki rétt. Biblían segir frá því að hann hafi beitt líkamlegu ofbeldi, líkt og í musterinu í Jerúsalem þar sem hann réðst á fólk,“ sagði Golding árið 2014. Í fyrra greindi Huffington Post hins vegar frá því að öll stærstu kristnu trúfélög Bretlands hefðu fordæmt störf flokksins. Lýstu trúfélögin fylgjendum Britain First sem öfgafullum guðlösturum sem stælu nafni Jesú Krists til að réttlæta dreifingu haturs og ótta. Þá hefur flokkurinn oftar en einu sinni verið sakaður um að dreifa fölsuðum myndum og myndböndum undir fölskum yfirskriftum. Árið 2015 birti Britain First mynd á Facebook þar sem sjá mátti bandarískan múslima og uppgjafahermann halda á skilti sem á stóð: „Sniðgangið fordóma og drepið alla sem ekki eru múslimar.“ Um var að ræða mann að nafni Dawud Walid. „Britain First birti falsaða mynd af mér frá mótmælum sem voru, merkilegt nokk, gegn kynþáttafordómum. Ég tilkynnti þetta til yfirvalda á Bretlandi,“ sagði Walid. Á ófölsuðu myndinni sést að á skiltinu stóð einungis: „Sniðgangið fordóma.“ Golding sjálfur birti í apríl myndband af fagnandi múslimum á Twitter undir yfirskriftinni: „Nei, sjáiði bara. Hópur „hófsamra“ múslima í London að fagna hryðjuverkaárásunum á París.“ Í ljós kom hins vegar að myndbandið var frá árinu 2009 af Pakistönum að fagna sigri liðs síns í krikketleik. Á heimasíðu Britain First kemur fram að flokkurinn hafni hvers kyns kynþáttahatri og að fólk úr minnihlutahópum taki virkan þátt í starfi flokksins. „Britain First er hins vegar á móti öfgaíslam og fjöldainnflutningi af því að Bretum stafar ógn af þessum atriðum.“ Í stefnuskrá flokksins kemur fram að hann vilji flytja alla ólöglega innflytjendur og alla erlenda glæpamenn úr landi, neita flóttamönnum um hæli og senda alla hælisleitendur úr landi, banna fóstureyðingar og banna íslam á Bretlandi.
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Sjá meira