Trump forseti dreifði boðskap fasista til tugmilljóna fylgjenda Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. nóvember 2017 07:00 Meðlimir Britain First brenna fána Sádi-Arabíu í kröfugöngu gegn íslam. Nordicphotos/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, endurtísti í gær þremur myndböndum sem Jayda Fransen, varaformaður breska þjóðernisöfgaflokksins Britain First, deildi á Twitter. Deildi Trump þannig myndböndunum, sem Fransen sagði sýna múslima eyðileggja styttu af Maríu mey, berja ungling til dauða og ganga í skrokk á ungmenni á hækjum, áfram til rúmlega 43 milljóna fylgjenda sinna. Britain First gladdist mikið yfir deilingunni á Twitter-reikningi flokksins. „DONALD TRUMP SJÁLFUR HEFUR ENDURTÍST MYNDBÖNDUNUM OG ER MEÐ NÆRRI 44 MILLJÓNIR FYLGJENDA! GUÐ BLESSI ÞIG TRUMP! GUÐ BLESSI BANDARÍKIN!“ Ástæða þess að endurtíst Trumps vakti jafnmikla athygli og það gerði er ímynd og boðskapur Britain First. Flokkurinn var stofnaður árið 2011 sem klofningsframboð frá Breska þjóðarflokknum og hefur ítrekað verið bendlaður við þjóðernisöfgar, andúð á múslimum og fasisma. Britain First á enga kjörna fulltrúa á Bretlandi. Fransen var fyrr í mánuðinum ákærð fyrir hatursorðræðu. Hún er sökuð um að hafa notað ógnandi, ofbeldisfullt og móðgandi orðalag í ræðu sem hún flutti í Belfast í ágúst. Árið 2014 birti Channel 4 umfjöllun um Britain First. Þar kom fram að hópurinn væri undir forystu Pauls Golding og Jims Dowson, fyrrverandi lykilmanna úr Breska þjóðarflokknum. „Þeir keyra herjeppa, klæðast einkennisbúningum, fá til liðs við sig fyrrverandi hermenn og þjálfa sig fyrir komandi orrustur. Þetta er öfgaflokkur með hættulega stefnu,“ sagði í umfjölluninni þar sem jafnframt kom fram að flokksmenn ryddust inn í moskur og dreifðu bæklingum með áróðri um skaðsemi íslamstrúar.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Nordicphotos/AFPFormaðurinn Golding hefur ítrekað vitnað til kristinnar trúar í ræðum sínum til þess að réttlæta málstaðinn. „Fólk heldur að Jesús hafi verið einhver frjálslyndishippi, það er ekki rétt. Biblían segir frá því að hann hafi beitt líkamlegu ofbeldi, líkt og í musterinu í Jerúsalem þar sem hann réðst á fólk,“ sagði Golding árið 2014. Í fyrra greindi Huffington Post hins vegar frá því að öll stærstu kristnu trúfélög Bretlands hefðu fordæmt störf flokksins. Lýstu trúfélögin fylgjendum Britain First sem öfgafullum guðlösturum sem stælu nafni Jesú Krists til að réttlæta dreifingu haturs og ótta. Þá hefur flokkurinn oftar en einu sinni verið sakaður um að dreifa fölsuðum myndum og myndböndum undir fölskum yfirskriftum. Árið 2015 birti Britain First mynd á Facebook þar sem sjá mátti bandarískan múslima og uppgjafahermann halda á skilti sem á stóð: „Sniðgangið fordóma og drepið alla sem ekki eru múslimar.“ Um var að ræða mann að nafni Dawud Walid. „Britain First birti falsaða mynd af mér frá mótmælum sem voru, merkilegt nokk, gegn kynþáttafordómum. Ég tilkynnti þetta til yfirvalda á Bretlandi,“ sagði Walid. Á ófölsuðu myndinni sést að á skiltinu stóð einungis: „Sniðgangið fordóma.“ Golding sjálfur birti í apríl myndband af fagnandi múslimum á Twitter undir yfirskriftinni: „Nei, sjáiði bara. Hópur „hófsamra“ múslima í London að fagna hryðjuverkaárásunum á París.“ Í ljós kom hins vegar að myndbandið var frá árinu 2009 af Pakistönum að fagna sigri liðs síns í krikketleik. Á heimasíðu Britain First kemur fram að flokkurinn hafni hvers kyns kynþáttahatri og að fólk úr minnihlutahópum taki virkan þátt í starfi flokksins. „Britain First er hins vegar á móti öfgaíslam og fjöldainnflutningi af því að Bretum stafar ógn af þessum atriðum.“ Í stefnuskrá flokksins kemur fram að hann vilji flytja alla ólöglega innflytjendur og alla erlenda glæpamenn úr landi, neita flóttamönnum um hæli og senda alla hælisleitendur úr landi, banna fóstureyðingar og banna íslam á Bretlandi. Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, endurtísti í gær þremur myndböndum sem Jayda Fransen, varaformaður breska þjóðernisöfgaflokksins Britain First, deildi á Twitter. Deildi Trump þannig myndböndunum, sem Fransen sagði sýna múslima eyðileggja styttu af Maríu mey, berja ungling til dauða og ganga í skrokk á ungmenni á hækjum, áfram til rúmlega 43 milljóna fylgjenda sinna. Britain First gladdist mikið yfir deilingunni á Twitter-reikningi flokksins. „DONALD TRUMP SJÁLFUR HEFUR ENDURTÍST MYNDBÖNDUNUM OG ER MEÐ NÆRRI 44 MILLJÓNIR FYLGJENDA! GUÐ BLESSI ÞIG TRUMP! GUÐ BLESSI BANDARÍKIN!“ Ástæða þess að endurtíst Trumps vakti jafnmikla athygli og það gerði er ímynd og boðskapur Britain First. Flokkurinn var stofnaður árið 2011 sem klofningsframboð frá Breska þjóðarflokknum og hefur ítrekað verið bendlaður við þjóðernisöfgar, andúð á múslimum og fasisma. Britain First á enga kjörna fulltrúa á Bretlandi. Fransen var fyrr í mánuðinum ákærð fyrir hatursorðræðu. Hún er sökuð um að hafa notað ógnandi, ofbeldisfullt og móðgandi orðalag í ræðu sem hún flutti í Belfast í ágúst. Árið 2014 birti Channel 4 umfjöllun um Britain First. Þar kom fram að hópurinn væri undir forystu Pauls Golding og Jims Dowson, fyrrverandi lykilmanna úr Breska þjóðarflokknum. „Þeir keyra herjeppa, klæðast einkennisbúningum, fá til liðs við sig fyrrverandi hermenn og þjálfa sig fyrir komandi orrustur. Þetta er öfgaflokkur með hættulega stefnu,“ sagði í umfjölluninni þar sem jafnframt kom fram að flokksmenn ryddust inn í moskur og dreifðu bæklingum með áróðri um skaðsemi íslamstrúar.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Nordicphotos/AFPFormaðurinn Golding hefur ítrekað vitnað til kristinnar trúar í ræðum sínum til þess að réttlæta málstaðinn. „Fólk heldur að Jesús hafi verið einhver frjálslyndishippi, það er ekki rétt. Biblían segir frá því að hann hafi beitt líkamlegu ofbeldi, líkt og í musterinu í Jerúsalem þar sem hann réðst á fólk,“ sagði Golding árið 2014. Í fyrra greindi Huffington Post hins vegar frá því að öll stærstu kristnu trúfélög Bretlands hefðu fordæmt störf flokksins. Lýstu trúfélögin fylgjendum Britain First sem öfgafullum guðlösturum sem stælu nafni Jesú Krists til að réttlæta dreifingu haturs og ótta. Þá hefur flokkurinn oftar en einu sinni verið sakaður um að dreifa fölsuðum myndum og myndböndum undir fölskum yfirskriftum. Árið 2015 birti Britain First mynd á Facebook þar sem sjá mátti bandarískan múslima og uppgjafahermann halda á skilti sem á stóð: „Sniðgangið fordóma og drepið alla sem ekki eru múslimar.“ Um var að ræða mann að nafni Dawud Walid. „Britain First birti falsaða mynd af mér frá mótmælum sem voru, merkilegt nokk, gegn kynþáttafordómum. Ég tilkynnti þetta til yfirvalda á Bretlandi,“ sagði Walid. Á ófölsuðu myndinni sést að á skiltinu stóð einungis: „Sniðgangið fordóma.“ Golding sjálfur birti í apríl myndband af fagnandi múslimum á Twitter undir yfirskriftinni: „Nei, sjáiði bara. Hópur „hófsamra“ múslima í London að fagna hryðjuverkaárásunum á París.“ Í ljós kom hins vegar að myndbandið var frá árinu 2009 af Pakistönum að fagna sigri liðs síns í krikketleik. Á heimasíðu Britain First kemur fram að flokkurinn hafni hvers kyns kynþáttahatri og að fólk úr minnihlutahópum taki virkan þátt í starfi flokksins. „Britain First er hins vegar á móti öfgaíslam og fjöldainnflutningi af því að Bretum stafar ógn af þessum atriðum.“ Í stefnuskrá flokksins kemur fram að hann vilji flytja alla ólöglega innflytjendur og alla erlenda glæpamenn úr landi, neita flóttamönnum um hæli og senda alla hælisleitendur úr landi, banna fóstureyðingar og banna íslam á Bretlandi.
Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira