Pútín segir hernaðarlegar aðgerðir gegn Norður-Kóreu ekki lausn vandans Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. september 2017 09:02 Ýmsir telja að stutt sé í næstu kjarnorkuvopnatilraun Kim Jong-un. vísir/getty Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, varar við því að spennan vegna kjarnorkuvopnatilrauna Norður-Kóreu manna geti endað með stórslysi. Hernaðarlegar aðgerðir gegn Norður-Kóreu séu ekki lausn á vandanum heldur þurfi að fara diplómatísku leiðina og ræða málin. Þvert á móti þjóni það ekki tilgangi að hóta hernaðarlegum íhlutunum vegna ástandsins á Kóreuskaga þar sem slíkt gæti kostað mörg mannslíf. „Þetta gæti endað með stórslysi á alþjóðavísu og fjöldi fólks gæti látið lífið. Það er engin önnur leið til að takast á við þessa krísu en með diplómatískum samskiptum,“ sagði Pútín þar sem hann var staddur í Kína. Hann sagði að hernaðarlegar íhlutanir erlendra ríkja í Írak og Líbýu hefðu sannfært Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, um að hann þyrfti að koma sér kjarnavopnum til að komast af. Pútín bætti við að Kim Jong-un myndi ekki hætta við kjarnorkuvopnaáætlun á meðan hann teldi sig ekki öruggan, en síðastliðinn laugardag sprengdu Norður-Kóreumenn stærstu vetnissprengju sína til þessa.Næsta tilraun á laugardag? Orð Pútíns koma í kjölfarið á því að suður-kóresk stjórnvöld íhuga nú þann möguleika að geyma bandarísk kjarnaorkuvopn í landinu. Bandarísk kjarnorkuvopn hafa ekki verið til taks í Suður-Kóreu síðan á 10. áratug síðustu aldar þar sem það er opinber stefna yfirvalda í landinu að Kóreuskaginn verði alfarið án kjarnavopna. Engin breyting hefur í raun orðið á þeirri stefnu nú heldur segir talsmaður yfirvalda að einungis sé verið að skoða alla möguleika á hernaðarlegri íhlutun og hvað sé raunhæft í þeim efnum. Fjölmiðlar í Suður-Kóreu segjast hafa heimildir fyrir því að Norður-Kóreumenn hafi í gærnótt byrjað að flytja stóra eldflaug í átt að vesturströnd landsins en svo virðist sem um nýja langdræga eldflaug gæti verið að ræða. Yfirvöld í landinu hafa þó ekki viljað staðfesta fréttina en vöruðu við því í gær að norðanmenn hyggðu á enn eitt eldflaugaskorið. Norður-Kóreumenn hafa í gegnum tíðina notað afmæli lands og þjóðar til að sýna mátt sinn og megin þegar kemur að kjarnorkuvopnum og eldflaugum. Næstkomandi laugardag, þann 9. september, verða 69 ár liðin frá því að norður-kóreska ríkið var stofnað og telja því ýmsir að næsta kjarnorkuvopnatilraun Kim Jong-un verði gerð þá. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur sagt að til greina komi að hætta öllum viðskiptum við ríki sem eiga í viðskiptum við Norður-Kóreumenn. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, ítrekaði þau skilaboð forsetans á fundi Öryggisráðsins í gær. Norður-Kórea Tengdar fréttir Langöflugasta sprengja Norður-Kóreu til þessa Stjórnvöld í Pyongyang sprengdu í gær vetnissprengju. Vopnið er þróaðra og öflugra en talið var að ríkið byggi yfir. Leiðtogar stærstu ríkja heims fordæma árásina. Flestir kalla eftir hertum þvingunaraðgerðum vegna tilraunarinnar. 4. september 2017 06:00 Segir Kim Jong-Un falast eftir stríði „Norður-Kórea hefur storkað öryggisráðinu í tuttugu ár,“ sagði Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. 4. september 2017 15:20 Margfalt fleiri tilraunir en pabbi og afi gerðu Einræðisherra Norður-Kóreu hefur látið gera margfalt fleiri kjarnorkuvopna- og eldflaugatilraunir en fyrirrennarar hans. 5. september 2017 06:00 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, varar við því að spennan vegna kjarnorkuvopnatilrauna Norður-Kóreu manna geti endað með stórslysi. Hernaðarlegar aðgerðir gegn Norður-Kóreu séu ekki lausn á vandanum heldur þurfi að fara diplómatísku leiðina og ræða málin. Þvert á móti þjóni það ekki tilgangi að hóta hernaðarlegum íhlutunum vegna ástandsins á Kóreuskaga þar sem slíkt gæti kostað mörg mannslíf. „Þetta gæti endað með stórslysi á alþjóðavísu og fjöldi fólks gæti látið lífið. Það er engin önnur leið til að takast á við þessa krísu en með diplómatískum samskiptum,“ sagði Pútín þar sem hann var staddur í Kína. Hann sagði að hernaðarlegar íhlutanir erlendra ríkja í Írak og Líbýu hefðu sannfært Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, um að hann þyrfti að koma sér kjarnavopnum til að komast af. Pútín bætti við að Kim Jong-un myndi ekki hætta við kjarnorkuvopnaáætlun á meðan hann teldi sig ekki öruggan, en síðastliðinn laugardag sprengdu Norður-Kóreumenn stærstu vetnissprengju sína til þessa.Næsta tilraun á laugardag? Orð Pútíns koma í kjölfarið á því að suður-kóresk stjórnvöld íhuga nú þann möguleika að geyma bandarísk kjarnaorkuvopn í landinu. Bandarísk kjarnorkuvopn hafa ekki verið til taks í Suður-Kóreu síðan á 10. áratug síðustu aldar þar sem það er opinber stefna yfirvalda í landinu að Kóreuskaginn verði alfarið án kjarnavopna. Engin breyting hefur í raun orðið á þeirri stefnu nú heldur segir talsmaður yfirvalda að einungis sé verið að skoða alla möguleika á hernaðarlegri íhlutun og hvað sé raunhæft í þeim efnum. Fjölmiðlar í Suður-Kóreu segjast hafa heimildir fyrir því að Norður-Kóreumenn hafi í gærnótt byrjað að flytja stóra eldflaug í átt að vesturströnd landsins en svo virðist sem um nýja langdræga eldflaug gæti verið að ræða. Yfirvöld í landinu hafa þó ekki viljað staðfesta fréttina en vöruðu við því í gær að norðanmenn hyggðu á enn eitt eldflaugaskorið. Norður-Kóreumenn hafa í gegnum tíðina notað afmæli lands og þjóðar til að sýna mátt sinn og megin þegar kemur að kjarnorkuvopnum og eldflaugum. Næstkomandi laugardag, þann 9. september, verða 69 ár liðin frá því að norður-kóreska ríkið var stofnað og telja því ýmsir að næsta kjarnorkuvopnatilraun Kim Jong-un verði gerð þá. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur sagt að til greina komi að hætta öllum viðskiptum við ríki sem eiga í viðskiptum við Norður-Kóreumenn. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, ítrekaði þau skilaboð forsetans á fundi Öryggisráðsins í gær.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Langöflugasta sprengja Norður-Kóreu til þessa Stjórnvöld í Pyongyang sprengdu í gær vetnissprengju. Vopnið er þróaðra og öflugra en talið var að ríkið byggi yfir. Leiðtogar stærstu ríkja heims fordæma árásina. Flestir kalla eftir hertum þvingunaraðgerðum vegna tilraunarinnar. 4. september 2017 06:00 Segir Kim Jong-Un falast eftir stríði „Norður-Kórea hefur storkað öryggisráðinu í tuttugu ár,“ sagði Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. 4. september 2017 15:20 Margfalt fleiri tilraunir en pabbi og afi gerðu Einræðisherra Norður-Kóreu hefur látið gera margfalt fleiri kjarnorkuvopna- og eldflaugatilraunir en fyrirrennarar hans. 5. september 2017 06:00 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Langöflugasta sprengja Norður-Kóreu til þessa Stjórnvöld í Pyongyang sprengdu í gær vetnissprengju. Vopnið er þróaðra og öflugra en talið var að ríkið byggi yfir. Leiðtogar stærstu ríkja heims fordæma árásina. Flestir kalla eftir hertum þvingunaraðgerðum vegna tilraunarinnar. 4. september 2017 06:00
Segir Kim Jong-Un falast eftir stríði „Norður-Kórea hefur storkað öryggisráðinu í tuttugu ár,“ sagði Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. 4. september 2017 15:20
Margfalt fleiri tilraunir en pabbi og afi gerðu Einræðisherra Norður-Kóreu hefur látið gera margfalt fleiri kjarnorkuvopna- og eldflaugatilraunir en fyrirrennarar hans. 5. september 2017 06:00