Kim Wall: Einbeitt, metnaðarfull og hafði dálæti á vinnunni Atli Ísleifsson skrifar 23. ágúst 2017 10:20 Líkið sem fannst í sjónum við Amager var af blaðakonunni Kim Wall. Vísir/EPA Lögregla í Danmörku staðfesti í morgun að búkurinn sem fannst í sjónum suður af Amager á mánudag hafi verið sænska blaðakonan Kim Isabel Fredrika Wall. Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen hafði boðið Wall í ferð í heimasmíðuðum kafbát hans, en Wall hugðist skrifa um eigandann og kafbátinn. Lögregla segir að útlimir líksins hafi meðvitað verið sagaðir af og þá fannst málmstykki bundið við búkinn. Madsen sagðist fyrr í vikunni hafa varpað líki Wall fyrir borð og sagði að hún hafi látið lífið eftir að slys varð um borð í bátnum. Madsen er í gæsluvarðhaldi.Starfaði út um allan heimWall varð einungis þrítug, en starfaði á ferli sínum sem blaðamaður meðal annars í Afríku, Asíu, Bandaríkjunum og í Kyrrahafi. Hún stundaði meðal annars nám í hinum virta Sorbonne-skóla í París og nam alþjóðasamskipti við London School of Economics. Þá lauk hún meistaranámi í blaðamennsku við Columbia University í New York árið 2013.Sjá einnig: Brotlending hins danska Geimflauga-Madsen„Kim er mjög einbeitt, metnaðarfull og hefur dálæti á vinnu sinni. Hún skrifar oft um félagsleg málefni, alþjóðastjórnmál, dægurmál og jafnréttismál,“ sagði í svari fjölskyldu Wall til Aftonbladet þegar hennar var leitað.Takmarkalaus sorgMóðir Wall, Indrid, birti færstu á Facebook-síðu sinni í morgun, eftir að ljóst varð að dóttir hennar væri látin. „Það er með takmarkalausri sorg og skelfingu sem við höfum fengið þau skilaboð að líkamsleifar dóttur okkar og systur hafa fundist. Umfang hörmunganna eru okkur enn ekki ljós og mörgum spurningum er enn ósvarað,“ segir Ingrid. Móðir Kim segir ennfremur dóttur sína hafa gefið hinum veiku, varnarlausu og jaðarsettu rödd. Sjá einnig: Kafbátaferð sænsku blaðakonunnar sem lauk með hryllingiKim var fædd í Trelleborg á Skáni, syðst í Svíþjóð, og hafði meðal annars skrifað um borgarastyrjöldina á Sri Lanka, og frá hamfarasvæðum jarðskjálftans á Haítí árið 2010. Greinar hennar höfðu meðal annars birst í breska blaðinu Guardian, New York Times og Vice. Hún var með starfsstöðvar bæði í New York og Peking. Árið 2016 hlaut hún Hansen Mieth-verðlaunin fyrir grein sína um loftslagsbreytingar og kjarnorkusprengingar á Marshalleyjunum í Kyrrahafi. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Kafbátaferð sænsku blaðakonunnar sem lauk með hryllingi Atburðarásin í þessu hörmulega máli hefur um margt verið reyfarakennd. 22. ágúst 2017 12:55 Madsen viðurkennir að hafa varpað líki Kim Wall fyrir borð Danski auðjöfurinn Peter Madsen segir að slys hafi orðið um borð í bátnum sem hafi leitt til dauða hennar. 21. ágúst 2017 08:20 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Lögregla í Danmörku staðfesti í morgun að búkurinn sem fannst í sjónum suður af Amager á mánudag hafi verið sænska blaðakonan Kim Isabel Fredrika Wall. Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen hafði boðið Wall í ferð í heimasmíðuðum kafbát hans, en Wall hugðist skrifa um eigandann og kafbátinn. Lögregla segir að útlimir líksins hafi meðvitað verið sagaðir af og þá fannst málmstykki bundið við búkinn. Madsen sagðist fyrr í vikunni hafa varpað líki Wall fyrir borð og sagði að hún hafi látið lífið eftir að slys varð um borð í bátnum. Madsen er í gæsluvarðhaldi.Starfaði út um allan heimWall varð einungis þrítug, en starfaði á ferli sínum sem blaðamaður meðal annars í Afríku, Asíu, Bandaríkjunum og í Kyrrahafi. Hún stundaði meðal annars nám í hinum virta Sorbonne-skóla í París og nam alþjóðasamskipti við London School of Economics. Þá lauk hún meistaranámi í blaðamennsku við Columbia University í New York árið 2013.Sjá einnig: Brotlending hins danska Geimflauga-Madsen„Kim er mjög einbeitt, metnaðarfull og hefur dálæti á vinnu sinni. Hún skrifar oft um félagsleg málefni, alþjóðastjórnmál, dægurmál og jafnréttismál,“ sagði í svari fjölskyldu Wall til Aftonbladet þegar hennar var leitað.Takmarkalaus sorgMóðir Wall, Indrid, birti færstu á Facebook-síðu sinni í morgun, eftir að ljóst varð að dóttir hennar væri látin. „Það er með takmarkalausri sorg og skelfingu sem við höfum fengið þau skilaboð að líkamsleifar dóttur okkar og systur hafa fundist. Umfang hörmunganna eru okkur enn ekki ljós og mörgum spurningum er enn ósvarað,“ segir Ingrid. Móðir Kim segir ennfremur dóttur sína hafa gefið hinum veiku, varnarlausu og jaðarsettu rödd. Sjá einnig: Kafbátaferð sænsku blaðakonunnar sem lauk með hryllingiKim var fædd í Trelleborg á Skáni, syðst í Svíþjóð, og hafði meðal annars skrifað um borgarastyrjöldina á Sri Lanka, og frá hamfarasvæðum jarðskjálftans á Haítí árið 2010. Greinar hennar höfðu meðal annars birst í breska blaðinu Guardian, New York Times og Vice. Hún var með starfsstöðvar bæði í New York og Peking. Árið 2016 hlaut hún Hansen Mieth-verðlaunin fyrir grein sína um loftslagsbreytingar og kjarnorkusprengingar á Marshalleyjunum í Kyrrahafi.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Kafbátaferð sænsku blaðakonunnar sem lauk með hryllingi Atburðarásin í þessu hörmulega máli hefur um margt verið reyfarakennd. 22. ágúst 2017 12:55 Madsen viðurkennir að hafa varpað líki Kim Wall fyrir borð Danski auðjöfurinn Peter Madsen segir að slys hafi orðið um borð í bátnum sem hafi leitt til dauða hennar. 21. ágúst 2017 08:20 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Kafbátaferð sænsku blaðakonunnar sem lauk með hryllingi Atburðarásin í þessu hörmulega máli hefur um margt verið reyfarakennd. 22. ágúst 2017 12:55
Madsen viðurkennir að hafa varpað líki Kim Wall fyrir borð Danski auðjöfurinn Peter Madsen segir að slys hafi orðið um borð í bátnum sem hafi leitt til dauða hennar. 21. ágúst 2017 08:20