Íslenski boltinn

Milos hættir sem þjálfari Breiðabliks

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Milos Milojevic.
Milos Milojevic. Vísir/Anton
Milos Milojevic verður ekki áfram þjálfari Breiðabliks í Pepsi-deild karla í fótbolta en þetta tilkynnti félagið á heimasíðu sinni í dag.

Milos hætti með Reykjavíkur Víkinga snemma sumars og tók við Breiðabliki í kjölfarið. Milos tók þá við af Arnari Grétarssyni sem var rekinn eftir aðeins tvo leiki.  

Samingur Milosar var í gildi fram í október en félagið mun ekki endurnýja hann. Undir stjórn Milosar þá náði Breiðablik sjötta sætinu í deildinni eftir sigur á ÍBV og FH í síðustu tveimur leikjunum.

Breiðablik lék alls 18 leiki undir stjórn Milosar Milojevic í Pepsi-deildinni í sumar, vann átta þeirra, gerði þrjú jafntefli og tapaði sjö.

„Knattspyrnudeild Breiðabliks og Milos Milojevic þjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu hafa komist að sameiginlegri niðurstöðu um að samningur Milosar um þjálfun liðsins verður ekki endurnýjaður þegar hann rennur út núna í október. Milos tók við afar erfiðu verkefni þegar hann kom til starfa hjá Breiðabliki þegar keppnistímabilið var nýhafið. Hann hefur unnið afar gott starf með leikmönnum félagsins og sinnt því af mikilli fagmennsku. Knattspyrnudeildin vil þakka Milos Milojevic fyrir samstarfið og þá uppbyggingu sem hann leiddi hjá Breiðabliki á nýliðnu sumri. Við óskum honum og fjölskyldu hans alls hins besta í framtíðinni,“ segir í fréttatilkynningunni frá Blikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×