Fjöldamorðið í Las Vegas virðist hafa verið þaulskipulagt Kjartan Kjartansson skrifar 3. október 2017 21:37 Fólk hefur skilið eftir kerti og blóm til að minnast fórnarlambanna í Las Vegas. Vísir/AFP Maðurinn sem skaut að minnsta kosti 59 til bana og særði á sjötta hundrað í Las Vegas í Bandaríkjunum í fyrrakvöld virðist hafa undirbúið morðin vandlega. Lögreglan varar við að tala látinna geti hækkað. Í frétt Washington Post kemur fram að morðinginn innritaði sig á Mandalay Bay-hótelið á fimmtudag, þremur dögum fyrir blóðbaðið. Hann hafi flutt 23 byssur í tíu ferðatöskum upp á herbergið án þess að það vekti grunsemdir starfsfólks. Á meðal skotvopnanna var rifill sem líkist AK-47-hríðskotabyssunni. Með honum fylgdi standur til að halda honum stöðugum. Morðinginn kom einnig fyrir myndavélum sem hann stjórnaði með spjaldtölvu til að vera tilbúinn þegar lögreglumenn réðust þangað inn. Það er einnig talin vísbending um að morðæðið hafi verið þaulskipulagt. Áður en lögreglumenn komust að honum hafði hann stytt sér aldur með byssu. Hann er sagður hafa skotið öryggisvörð í fótinn í gegnum hurð hótelherbergisins áður. Auk skotvopnanna sem fundust á hótelherberginu þaðan sem morðinginn skaut á tónleikagesti úti á götu hafa nítján byssur til viðbótar fundist á heimili hans í bænum Mesquite í Nevada-ríki. Þar fundust einnig skotfæri og efni til sprengjugerðar. Enn liggur ekkert fyrir um hvað manninum, sem var á sjötugsaldri, gekk til. Joe Lombardo, sýslumaður Clark-sýslu, sem Las Vegas tilheyrir, sagði á blaðamannafundi í dag að tala látinna gæti hækkað enda særðust fleiri en fimm hundruð manns í skotárásinni. Stjórnendur tveggja sjúkrahúsa á svæðinu segja að 68 manns liggi þar inni eftir árásina, þar af séu 33 í lífshættu. Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Segir Paddock hafa verið sjúkan Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn í dag að hann myndi hefja umræðu um lög Bandaríkjanna varðandi byssueign. 3. október 2017 13:36 1516 skotárásir á 1735 dögum: Árásin í Las Vegas skelfileg vending í baráttunni gegn skotárásum Stephen Paddock, 64 ára gamall hvítur karlmaður, varð að minnsta kosti 59 manns að bana og særði á sjötta hundrað er hann skaut á mannfjölda sem saman var kominn á útitónleikum í Las Vegas í fyrradag. 3. október 2017 14:30 Lögreglan engu nær um hvað árásarmanninum í Las Vegas gekk til Að minnsta kosti 59 eru látnir og 527 særðir eftir skotárásina í Las Vegas á mánudagskvöld. 3. október 2017 08:49 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Maðurinn sem skaut að minnsta kosti 59 til bana og særði á sjötta hundrað í Las Vegas í Bandaríkjunum í fyrrakvöld virðist hafa undirbúið morðin vandlega. Lögreglan varar við að tala látinna geti hækkað. Í frétt Washington Post kemur fram að morðinginn innritaði sig á Mandalay Bay-hótelið á fimmtudag, þremur dögum fyrir blóðbaðið. Hann hafi flutt 23 byssur í tíu ferðatöskum upp á herbergið án þess að það vekti grunsemdir starfsfólks. Á meðal skotvopnanna var rifill sem líkist AK-47-hríðskotabyssunni. Með honum fylgdi standur til að halda honum stöðugum. Morðinginn kom einnig fyrir myndavélum sem hann stjórnaði með spjaldtölvu til að vera tilbúinn þegar lögreglumenn réðust þangað inn. Það er einnig talin vísbending um að morðæðið hafi verið þaulskipulagt. Áður en lögreglumenn komust að honum hafði hann stytt sér aldur með byssu. Hann er sagður hafa skotið öryggisvörð í fótinn í gegnum hurð hótelherbergisins áður. Auk skotvopnanna sem fundust á hótelherberginu þaðan sem morðinginn skaut á tónleikagesti úti á götu hafa nítján byssur til viðbótar fundist á heimili hans í bænum Mesquite í Nevada-ríki. Þar fundust einnig skotfæri og efni til sprengjugerðar. Enn liggur ekkert fyrir um hvað manninum, sem var á sjötugsaldri, gekk til. Joe Lombardo, sýslumaður Clark-sýslu, sem Las Vegas tilheyrir, sagði á blaðamannafundi í dag að tala látinna gæti hækkað enda særðust fleiri en fimm hundruð manns í skotárásinni. Stjórnendur tveggja sjúkrahúsa á svæðinu segja að 68 manns liggi þar inni eftir árásina, þar af séu 33 í lífshættu.
Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Segir Paddock hafa verið sjúkan Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn í dag að hann myndi hefja umræðu um lög Bandaríkjanna varðandi byssueign. 3. október 2017 13:36 1516 skotárásir á 1735 dögum: Árásin í Las Vegas skelfileg vending í baráttunni gegn skotárásum Stephen Paddock, 64 ára gamall hvítur karlmaður, varð að minnsta kosti 59 manns að bana og særði á sjötta hundrað er hann skaut á mannfjölda sem saman var kominn á útitónleikum í Las Vegas í fyrradag. 3. október 2017 14:30 Lögreglan engu nær um hvað árásarmanninum í Las Vegas gekk til Að minnsta kosti 59 eru látnir og 527 særðir eftir skotárásina í Las Vegas á mánudagskvöld. 3. október 2017 08:49 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Segir Paddock hafa verið sjúkan Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn í dag að hann myndi hefja umræðu um lög Bandaríkjanna varðandi byssueign. 3. október 2017 13:36
1516 skotárásir á 1735 dögum: Árásin í Las Vegas skelfileg vending í baráttunni gegn skotárásum Stephen Paddock, 64 ára gamall hvítur karlmaður, varð að minnsta kosti 59 manns að bana og særði á sjötta hundrað er hann skaut á mannfjölda sem saman var kominn á útitónleikum í Las Vegas í fyrradag. 3. október 2017 14:30
Lögreglan engu nær um hvað árásarmanninum í Las Vegas gekk til Að minnsta kosti 59 eru látnir og 527 særðir eftir skotárásina í Las Vegas á mánudagskvöld. 3. október 2017 08:49