Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, er staddur hér á landi.
Klopp var á Akureyrarflugvelli fyrr í dag en Þjóðverjinn ku vera að fara á þyrluskíði.
Mynd af Klopp á flugvellinum á Akureyri má sjá vefsíðunni 433.is, eða með því að smella hér.
Klopp er ekki eina stórstjarnan úr ensku úrvalsdeildinni sem hefur sótt Ísland heim í sumarfríinu því Juan Mata, leikmaður Manchester United, var hér á landi á dögunum.
