Segir Theresu May reiðubúna til að fara í stríð til verndar Gíbraltar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. apríl 2017 19:34 Gíbraltar klettur er fyrir sunnan Spán og hefur tilheyrt Bretlandi síðan 1713. Vísir/Getty Theresa May væri reiðubúin undir stríðsátök til verndar Gíbraltar, rétt eins og Margaret Thatcher var eitt sinn vegna Falklandseyja. Þessu heldur Michael Howard fram en hann er fyrrverandi leiðtogi Íhaldsflokksins. Ummælin koma í kjölfar þeirra upplýsinga sem má finna í samningsdrögum Evrópusambandsins fyrir komandi útgönguviðræður við Bretland, þar sem kemur fram að sambandið muni styðja tilkall Spánverja til Gíbraltar-skaga. Um er að ræða aldagamla deilu milli ríkjanna tveggja.Sjá einnig: ESB mun styðja Spán í deilunni við Breta um Gíbraltar„Fyrir 35 árum síðan í þessari viku, sendi annar kvenkyns forsætisráðherra, herlið þvert yfir hnöttinn, til þess að vernda þjóð breska heimsveldisins fyrir öðru spænskumælandi landi. Ég hef fulla trú á Theresu May til að gera slíkt hið sama.“ Ummælin hafa verið harðlega gagnrýnd af bresku stjórnarandstöðunni og segir leiðtogi frjálslyndra demókrata, Tim Farron, að það sé fáránlegt að leiðtogar Íhaldsflokksins séu minna en viku eftir að hafa virkjað 50. grein Lissabon-sáttmálans, farnir að tala um að heyja stríð gegn öðrum Evrópuþjóðum. Í tilkynningu frá breska forsætisráðuneytinu kemur fram að Theresa May hafi þegar haft samband við Fabian Picardo, æðsta ráðherra Gíbraltar og tjáð honum að Bretland myndi standa í einu og öllu með lýðræðislegum óskum íbúa Gíbraltar, sem kusu árið 2002 að halda áfram að vera þegnar breska ríkisins. Í viðræðum Guardian við diplómata Evrópusambandsins, kemur fram að þeir telja að Evrópusambandið muni ekki mildast í stuðningi sínum við Spánverja í deilunni. Spánn sé nú meðlimur Evrópusambandsins, Bretland ekki. Það hafi hins vegar komið á óvart að Theresa May hafi ekki minnst einu orði á stöðu Gíbraltar í bréfi sínu sem hún sendi Evrópusambandinu, þar sem hún lét vita af útgöngu landsins með formlegum hætti.„En jafnvel ef Theresu May þykir staða Gíbraltar og landamæri skagans við Spán ekki mikilvæg, er ESB ekki sama sinnis.“ Brexit Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Theresa May væri reiðubúin undir stríðsátök til verndar Gíbraltar, rétt eins og Margaret Thatcher var eitt sinn vegna Falklandseyja. Þessu heldur Michael Howard fram en hann er fyrrverandi leiðtogi Íhaldsflokksins. Ummælin koma í kjölfar þeirra upplýsinga sem má finna í samningsdrögum Evrópusambandsins fyrir komandi útgönguviðræður við Bretland, þar sem kemur fram að sambandið muni styðja tilkall Spánverja til Gíbraltar-skaga. Um er að ræða aldagamla deilu milli ríkjanna tveggja.Sjá einnig: ESB mun styðja Spán í deilunni við Breta um Gíbraltar„Fyrir 35 árum síðan í þessari viku, sendi annar kvenkyns forsætisráðherra, herlið þvert yfir hnöttinn, til þess að vernda þjóð breska heimsveldisins fyrir öðru spænskumælandi landi. Ég hef fulla trú á Theresu May til að gera slíkt hið sama.“ Ummælin hafa verið harðlega gagnrýnd af bresku stjórnarandstöðunni og segir leiðtogi frjálslyndra demókrata, Tim Farron, að það sé fáránlegt að leiðtogar Íhaldsflokksins séu minna en viku eftir að hafa virkjað 50. grein Lissabon-sáttmálans, farnir að tala um að heyja stríð gegn öðrum Evrópuþjóðum. Í tilkynningu frá breska forsætisráðuneytinu kemur fram að Theresa May hafi þegar haft samband við Fabian Picardo, æðsta ráðherra Gíbraltar og tjáð honum að Bretland myndi standa í einu og öllu með lýðræðislegum óskum íbúa Gíbraltar, sem kusu árið 2002 að halda áfram að vera þegnar breska ríkisins. Í viðræðum Guardian við diplómata Evrópusambandsins, kemur fram að þeir telja að Evrópusambandið muni ekki mildast í stuðningi sínum við Spánverja í deilunni. Spánn sé nú meðlimur Evrópusambandsins, Bretland ekki. Það hafi hins vegar komið á óvart að Theresa May hafi ekki minnst einu orði á stöðu Gíbraltar í bréfi sínu sem hún sendi Evrópusambandinu, þar sem hún lét vita af útgöngu landsins með formlegum hætti.„En jafnvel ef Theresu May þykir staða Gíbraltar og landamæri skagans við Spán ekki mikilvæg, er ESB ekki sama sinnis.“
Brexit Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira