Erlent

Fagnar mestu hækkun í sögu Dow Jones-vísitölunnar

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. vísir/getty
Dow Jones-hlutabréfavísitalan hefur hækkað um 5.000 stig á einu ári í fyrsta skipti í 121 árs sögu vísitölunnar. Þessu fagnaði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, innilega á Twitter í gær.

„Dow hækkar um 5.000 stig á sama ári í fyrsta skipti í sögunni. Gerum Bandaríkin stórkostleg á ný,“ tísti Trump, í hástöfum þó. Sagði hann jafnframt að virði hlutabréfa myndi halda áfram að aukast eftir að skattalagafrumvarp hans verður samþykkt.

„Mesta skattalækkun og umbætur SÖGUNNAR. Njótið, og skapið fjölda gullfallegra starfa,“ hélt forsetinn áfram.

Á mánudag hafði vísitalan aldrei verið hærri og var það í sjötugasta skipti á árinu sem það met er slegið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×