Erlent

Ætla að skrá svikin niður

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Nikki Haley.
Nikki Haley. Noridcphotos/AFP
Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, varaði önnur aðildarríki við því í gær að Donald Trump Bandaríkjaforseti hefði skipað henni að láta sig vita hverjir væru á móti því að Bandaríkin flyttu sendiráð sitt í Ísrael frá Tel Avív til Jerúsalem.

Til stendur að allsherjarþing SÞ komi saman á neyðarfundi, sem sjaldan gerist, til þess að ræða málið í dag. Leiðtogar stærstu múslimaríkja heims kröfðust fundarins en viðurkenning Jerúsalem sem höfuðborgar Ísraels er mikið hitamál.

Allsherjarþingið mun greiða atkvæði um ályktun sem snýr að því að öllum ákvörðunum um Jerúsalem verði slegið á frest. Ekki er minnst á Bandaríkin sérstaklega í ályktuninni en samhengið er augljóst.

Bandaríkin beittu neitunarvaldi sínu í öryggisráðinu á mánudag þegar hinir fjórtán meðlimir ráðsins samþykktu ályktunina. Því hefur öryggisráðið ekki samþykkt hana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×