Erlent

Skreið út á ísilagt vatn til að bjarga hundi

Samúel Karl Ólason skrifar
Robert Voorhees lét binda band um sig miðjan áður en hann skreið út á ísinn. Hundurinn, Nisel, synti til móts við hann og gat Voorhees náð taki á ól Nisel.
Robert Voorhees lét binda band um sig miðjan áður en hann skreið út á ísinn. Hundurinn, Nisel, synti til móts við hann og gat Voorhees náð taki á ól Nisel.
Lögregluþjónn í New Jersey í Bandaríkjunum greip til þess ráðs um helgina að skríða út á ísilagt vatn til þess að bjarga hundi sem komst ekki upp á ísinn. Björgunin var tekin upp á myndband sem lögreglan hefur birt.

Robert Voorhees lét binda band um sig miðjan áður en hann skreið út á ísinn. Hundurinn, Nisel, synti til móts við hann og gat Voorhees náð taki á ól Nisel. Þeir voru svo báðir dregnir á þurrt. Samkvæmt frétt Ap fréttaveitunnar sakaði Nisel ekki.

Á myndbandinu má sjá þegar eigandi Nisel faðmar lögregluþjóninn fyrir björgunina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×