Ekki orðinn brjálaður yfir að vera ekki búinn að skora Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. desember 2017 06:00 Granit Xhaka tæklar Jóhann Berg Guðmundsson í leik Arsenal og Burnley á dögunum. Jóhann Berg og félagar hafa byrjað tímabilið frábærlega og sitja í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 18 umferðir. nordicphotos/getty „Við erum í mjög góðum málum. Byrjunin hefur verið vonum framar og við höfum komið mörgum á óvart,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Burnley, þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans í vikunni. Það er allt í lukkunnar velstandi hjá Jóhanni Berg og Burnley. Hann er fastamaður í liðinu og hefur spilað virkilega vel síðustu vikur. Staða Burnley er líka lygilega góð. Fyrir síðasta leikinn í fyrri umferð ensku úrvalsdeildarinnar situr Burnley í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 32 stig, aðeins tveimur stigum frá Meistaradeildarsæti. „Fyrsta markmiðið var að halda sér í deildinni og allt eftir það væri plús. Við höfum ekki talað mikið um hvar við viljum enda í deildinni. Við erum ekki að stressa okkur á neinu þótt við höfum byrjað vel,“ sagði Jóhann Berg aðspurður um markmið Burnley fyrir tímabilið. Burnley tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni vorið 2016 og hélt sér örugglega uppi í fyrra. Lykillinn að því var frábær árangur á heimavelli en Burnley fékk 33 af 40 stigum sínum á Turf Moor.Engin vandræði á öðru tímabili „Það hafa margir talað um þetta annað tímabil, að það sé erfiðara en það fyrsta. En sú hefur ekki verið raunin hjá okkur, allavega eins og er. Við erum komnir með meiri reynslu og vitum meira hvernig deildin virkar,“ sagði Jóhann Berg. Íslenski landsliðsmaðurinn hefur byrjað og klárað síðustu níu deildarleiki Burnley. „Þjálfarinn hefur sýnt mér mikið traust og ég hef spilað vel. Maður vill spila alla leiki og helst klára 90 mínúturnar,“ sagði Jóhann Berg sem hefur gefið fimm stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni í vetur, flestar í liði Burnley. Hann á hins vegar enn eftir að skora á tímabilinu. „Ég er búinn að leggja upp fimm mörk og hjálpa liðinu að ná í stig. Þannig ég verð ekki orðinn brjálaður yfir að vera ekki búinn að skora,“ sagði Jóhann Berg sem er einn þeirra leikmanna í ensku úrvalsdeildinni sem hafa skotið oftast í marksúlurnar. Lykillinn að góðum árangri Burnley á tímabilinu er vel skipulagður og sterkur varnarleikur. Ekkert lið hefur fengið á sig færri mörk (12) í ensku úrvalsdeildinni og Burnley hefur haldið níu sinnum hreinu í 18 deildarleikjum. Það er líka eins gott að vörnin sé sterk því Burnley hefur aðeins skorað 16 mörk, eða minna en mark að meðaltali í leik. „Við höfum spilað gríðarlega sterkan varnarleik og halað inn mörg stig á þessari aðferð. Auðvitað viljum við skora fleiri mörk en meðan við vinnum leiki 1-0 kvörtum við ekki,“ sagði Jóhann Berg sem þarf, líkt og í íslenska landsliðinu, að sinna mikilli varnarvinnu í leikjum Burnley. „Það eru margir leikir þar sem við þurfum að sætta okkur við að vera lítið með boltann. Þá er þetta bara spurning hvað þú ætlar að gera þegar þú færð boltann,“ sagði Jóhann Berg sem kveðst hafa byrjað að setja meira púður í varnarleikinn hjá sér þegar Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tóku við íslenska landsliðinu. Þeir hafi ekki gefið neinn afslátt á varnarvinnunni. Góður páfi Tom Heaton, markvörður og fyrirliði Burnley, meiddist í 1-0 sigri á Crystal Palace 10. september. Við stöðu hans tók lítt þekktur markvörður að nafni Nick Pope. Hann hefur slegið í gegn og átt stóran þátt í góðu gengi Burnley. Jóhann Berg kannast vel við Pope en þeir léku saman hjá Charlton og fóru á sama tíma til Burnley. „Ég þekki hann vel og vissi að hann var mjög góður markvörður. Hann er einn af þeim bestu í að verja boltann sem ég hef spilað með. Ég hafði ekki miklar áhyggjur af honum,“ sagði Jóhann Berg.Frábærar æfingar Íslenski landsliðsmaðurinn ber Sean Dyche, hinum rauðbirkna stjóra Burnley með urrandi röddina, vel söguna. „Hver einn og einasti leikmaður í liðinu veit til hvers er ætlast af honum. Hann fær til sín leikmenn sem vinna og fórna sér fyrir liðið. Æfingarnar hjá honum eru frábærar. Hans sterkasti eiginleiki er að vera með vel skipulagt lið,“ sagði Jóhann Berg um Dyche sem hefur stýrt Burnley síðan 2012. Að sögn Jóhanns Berg hefur lítið verið rætt um möguleikann á að ná Evrópusæti innan raða Burnley. Hinir rauðvínslituðu lifi bara í núinu. „Við höfum bara grínast með að vera í Evrópu á næsta ári. Við tökum bara einn leik fyrir í einu. Við erum á frábærum stað í deildinni og viljum vera eins ofarlega og hægt er. Svo sjáum við hvernig taflan lítur út í maí,“ sagði Jóhann Berg að lokum. Enski boltinn Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Sjá meira
„Við erum í mjög góðum málum. Byrjunin hefur verið vonum framar og við höfum komið mörgum á óvart,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Burnley, þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans í vikunni. Það er allt í lukkunnar velstandi hjá Jóhanni Berg og Burnley. Hann er fastamaður í liðinu og hefur spilað virkilega vel síðustu vikur. Staða Burnley er líka lygilega góð. Fyrir síðasta leikinn í fyrri umferð ensku úrvalsdeildarinnar situr Burnley í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 32 stig, aðeins tveimur stigum frá Meistaradeildarsæti. „Fyrsta markmiðið var að halda sér í deildinni og allt eftir það væri plús. Við höfum ekki talað mikið um hvar við viljum enda í deildinni. Við erum ekki að stressa okkur á neinu þótt við höfum byrjað vel,“ sagði Jóhann Berg aðspurður um markmið Burnley fyrir tímabilið. Burnley tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni vorið 2016 og hélt sér örugglega uppi í fyrra. Lykillinn að því var frábær árangur á heimavelli en Burnley fékk 33 af 40 stigum sínum á Turf Moor.Engin vandræði á öðru tímabili „Það hafa margir talað um þetta annað tímabil, að það sé erfiðara en það fyrsta. En sú hefur ekki verið raunin hjá okkur, allavega eins og er. Við erum komnir með meiri reynslu og vitum meira hvernig deildin virkar,“ sagði Jóhann Berg. Íslenski landsliðsmaðurinn hefur byrjað og klárað síðustu níu deildarleiki Burnley. „Þjálfarinn hefur sýnt mér mikið traust og ég hef spilað vel. Maður vill spila alla leiki og helst klára 90 mínúturnar,“ sagði Jóhann Berg sem hefur gefið fimm stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni í vetur, flestar í liði Burnley. Hann á hins vegar enn eftir að skora á tímabilinu. „Ég er búinn að leggja upp fimm mörk og hjálpa liðinu að ná í stig. Þannig ég verð ekki orðinn brjálaður yfir að vera ekki búinn að skora,“ sagði Jóhann Berg sem er einn þeirra leikmanna í ensku úrvalsdeildinni sem hafa skotið oftast í marksúlurnar. Lykillinn að góðum árangri Burnley á tímabilinu er vel skipulagður og sterkur varnarleikur. Ekkert lið hefur fengið á sig færri mörk (12) í ensku úrvalsdeildinni og Burnley hefur haldið níu sinnum hreinu í 18 deildarleikjum. Það er líka eins gott að vörnin sé sterk því Burnley hefur aðeins skorað 16 mörk, eða minna en mark að meðaltali í leik. „Við höfum spilað gríðarlega sterkan varnarleik og halað inn mörg stig á þessari aðferð. Auðvitað viljum við skora fleiri mörk en meðan við vinnum leiki 1-0 kvörtum við ekki,“ sagði Jóhann Berg sem þarf, líkt og í íslenska landsliðinu, að sinna mikilli varnarvinnu í leikjum Burnley. „Það eru margir leikir þar sem við þurfum að sætta okkur við að vera lítið með boltann. Þá er þetta bara spurning hvað þú ætlar að gera þegar þú færð boltann,“ sagði Jóhann Berg sem kveðst hafa byrjað að setja meira púður í varnarleikinn hjá sér þegar Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tóku við íslenska landsliðinu. Þeir hafi ekki gefið neinn afslátt á varnarvinnunni. Góður páfi Tom Heaton, markvörður og fyrirliði Burnley, meiddist í 1-0 sigri á Crystal Palace 10. september. Við stöðu hans tók lítt þekktur markvörður að nafni Nick Pope. Hann hefur slegið í gegn og átt stóran þátt í góðu gengi Burnley. Jóhann Berg kannast vel við Pope en þeir léku saman hjá Charlton og fóru á sama tíma til Burnley. „Ég þekki hann vel og vissi að hann var mjög góður markvörður. Hann er einn af þeim bestu í að verja boltann sem ég hef spilað með. Ég hafði ekki miklar áhyggjur af honum,“ sagði Jóhann Berg.Frábærar æfingar Íslenski landsliðsmaðurinn ber Sean Dyche, hinum rauðbirkna stjóra Burnley með urrandi röddina, vel söguna. „Hver einn og einasti leikmaður í liðinu veit til hvers er ætlast af honum. Hann fær til sín leikmenn sem vinna og fórna sér fyrir liðið. Æfingarnar hjá honum eru frábærar. Hans sterkasti eiginleiki er að vera með vel skipulagt lið,“ sagði Jóhann Berg um Dyche sem hefur stýrt Burnley síðan 2012. Að sögn Jóhanns Berg hefur lítið verið rætt um möguleikann á að ná Evrópusæti innan raða Burnley. Hinir rauðvínslituðu lifi bara í núinu. „Við höfum bara grínast með að vera í Evrópu á næsta ári. Við tökum bara einn leik fyrir í einu. Við erum á frábærum stað í deildinni og viljum vera eins ofarlega og hægt er. Svo sjáum við hvernig taflan lítur út í maí,“ sagði Jóhann Berg að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Sjá meira