Sex þúsund fermetra nýbygging Alþingis rís á kjörtímabilinu Heimir Már Pétursson skrifar 21. desember 2017 18:58 Reiknað er með að ný rúmlega sex þúsund fermetra skrifstofubygging fyrir Alþingi upp rúma þrjá milljarða króna verði risin áður en yfirstandandi kjörtímabili lýkur. Við það munu aðstæður þingmanna batna til mikilla muna og Alþingi spara hátt í tvö hundruð milljónir króna á ári í húsaleigu. Strax um mitt næsta ár hefjast jarðvegsframkvæmdir á stórri lóð við hlið Alþingis. Í húsum sem verða byggð þar verður aðstaða fyrir þingmenn og þingflokka. Þá losnar um mikið af leiguhúsnæði sem þingið er með við Austurvöll. Skrifstofur þingmanna eru nú á víð á dreif í leiguhúsnæði í nágrenni við Alþingi, flestar þeirra í húsum við Austurvöll. Þar er einnig nefndarsvið þingsins og þar með fjöldi fundarherbergja nefndanna. Þetta felur í sér margvíslegt óhagræði og kostnað fyrir þingið. Helgi Bernódusson skrifstofustjóri Alþingis segir stefnt að því að ný viðbygging við þingið verði tilbúin fyrir næstu kosningar eða eftir um þrjú ár.Eftir að nýbyggingin hefur risið geta þingmenn gengið innandyra á milli skrifstofa og allra fundarherbergja og þingsalar.Studio Granda arkitektar„Hún breytir geysilega miklu. Við höfum í rauninni talað um þetta innandyra eins og viðbyggingu. Af því að við leggjum svo mikla áherslu á að þetta verði allt undir einu og sama þaki. Það er það sem skiptir svo miklu máli; að fá hagkvæmar einingar hérna á alþingisreitinn. En ekki mismunandi stórar skrifstofur og mismunandi hagkvæmar,“ segir Helgi. Arkitektarnir Margrét Harðardóttir og Steve Christer hjá Studio Granda sáu um hönnun viðbyggingarinnar að undangenginni samkeppni. En þau hönnuðu einnig Ráðhús Reykjavíkur hinum megin Vonarstrætisins og hús Hæstaréttar svo eitthvað sé nefnt. „Þetta verður í grundvallaratriðum hús fyrir alþingismenn, þingflokka og þingnefndir og þá starfsmenn sem vinna í kring um það. Við leggjum líka mikla áherslu á að allir sitji við sama borð og það sé ekki mikið mál að stækka svæði hvers þingflokks eða minnka eftir atvinum eftir því hvernig kosningaúrslit eru,“ segir Helgi. Þar með flytja þingflokkar úr þremur þingflokksherbergjum í elsta hluta þinghússins á jarðhæð þess, sem um leið fá nýtt hlutverk.Nýbyggingin verður rúmlega sex þúsund fermetrar og mun kosta rúma þrjá milljarða króna.Studio Granda arkitektar„Þetta eru afar virðuleg og skemmtileg herbergi og ég veit að það fer auðvitað mjög vel um þingflokkana sem þar eru. Sumir hafa verið þar alveg frá árinu 1941,“ segir skrifstofustjórinn.Starfsemin hefur sprengt húsið utan af sér Þegar þinghúsið var byggt árið 1881 þótti það mikil og stór bygging enda fór starfsemi Háskóla Íslands fram í húsinu ásamt þingstörfum á fyrstu árum háskólans. Þarfir þingsins hafa hins vegar fyrir löngu sprengt húsið utan af sér. Eftir að nýbyggingin hefur risið geta þingmenn gengið innandyra á milli skrifstofa og allra fundarherbergja og þingsalar. En nýbyggingin mun tengjast Skála þinghússins um stóran glugga á annarri hæð á vesturhlið hans. Nýbyggingin verður rúmlega sex þúsund fermetrar og mun kosta rúma þrjá milljarða króna. Eru þetta stórar fjárhæðir á ári sem Alþingi er að greiða í húsaleigu í byggingunum í kring um þinghúsið? „Þetta er vel á annað hundrað milljónir króna sem við borgum í húsaleigu á ári. Þannig að menn hafa talið að þessi framkvæmd muni geta borgað sig upp á tiltölulega fáum árum,“ segir Helgi Alþingi Skipulag Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira
Reiknað er með að ný rúmlega sex þúsund fermetra skrifstofubygging fyrir Alþingi upp rúma þrjá milljarða króna verði risin áður en yfirstandandi kjörtímabili lýkur. Við það munu aðstæður þingmanna batna til mikilla muna og Alþingi spara hátt í tvö hundruð milljónir króna á ári í húsaleigu. Strax um mitt næsta ár hefjast jarðvegsframkvæmdir á stórri lóð við hlið Alþingis. Í húsum sem verða byggð þar verður aðstaða fyrir þingmenn og þingflokka. Þá losnar um mikið af leiguhúsnæði sem þingið er með við Austurvöll. Skrifstofur þingmanna eru nú á víð á dreif í leiguhúsnæði í nágrenni við Alþingi, flestar þeirra í húsum við Austurvöll. Þar er einnig nefndarsvið þingsins og þar með fjöldi fundarherbergja nefndanna. Þetta felur í sér margvíslegt óhagræði og kostnað fyrir þingið. Helgi Bernódusson skrifstofustjóri Alþingis segir stefnt að því að ný viðbygging við þingið verði tilbúin fyrir næstu kosningar eða eftir um þrjú ár.Eftir að nýbyggingin hefur risið geta þingmenn gengið innandyra á milli skrifstofa og allra fundarherbergja og þingsalar.Studio Granda arkitektar„Hún breytir geysilega miklu. Við höfum í rauninni talað um þetta innandyra eins og viðbyggingu. Af því að við leggjum svo mikla áherslu á að þetta verði allt undir einu og sama þaki. Það er það sem skiptir svo miklu máli; að fá hagkvæmar einingar hérna á alþingisreitinn. En ekki mismunandi stórar skrifstofur og mismunandi hagkvæmar,“ segir Helgi. Arkitektarnir Margrét Harðardóttir og Steve Christer hjá Studio Granda sáu um hönnun viðbyggingarinnar að undangenginni samkeppni. En þau hönnuðu einnig Ráðhús Reykjavíkur hinum megin Vonarstrætisins og hús Hæstaréttar svo eitthvað sé nefnt. „Þetta verður í grundvallaratriðum hús fyrir alþingismenn, þingflokka og þingnefndir og þá starfsmenn sem vinna í kring um það. Við leggjum líka mikla áherslu á að allir sitji við sama borð og það sé ekki mikið mál að stækka svæði hvers þingflokks eða minnka eftir atvinum eftir því hvernig kosningaúrslit eru,“ segir Helgi. Þar með flytja þingflokkar úr þremur þingflokksherbergjum í elsta hluta þinghússins á jarðhæð þess, sem um leið fá nýtt hlutverk.Nýbyggingin verður rúmlega sex þúsund fermetrar og mun kosta rúma þrjá milljarða króna.Studio Granda arkitektar„Þetta eru afar virðuleg og skemmtileg herbergi og ég veit að það fer auðvitað mjög vel um þingflokkana sem þar eru. Sumir hafa verið þar alveg frá árinu 1941,“ segir skrifstofustjórinn.Starfsemin hefur sprengt húsið utan af sér Þegar þinghúsið var byggt árið 1881 þótti það mikil og stór bygging enda fór starfsemi Háskóla Íslands fram í húsinu ásamt þingstörfum á fyrstu árum háskólans. Þarfir þingsins hafa hins vegar fyrir löngu sprengt húsið utan af sér. Eftir að nýbyggingin hefur risið geta þingmenn gengið innandyra á milli skrifstofa og allra fundarherbergja og þingsalar. En nýbyggingin mun tengjast Skála þinghússins um stóran glugga á annarri hæð á vesturhlið hans. Nýbyggingin verður rúmlega sex þúsund fermetrar og mun kosta rúma þrjá milljarða króna. Eru þetta stórar fjárhæðir á ári sem Alþingi er að greiða í húsaleigu í byggingunum í kring um þinghúsið? „Þetta er vel á annað hundrað milljónir króna sem við borgum í húsaleigu á ári. Þannig að menn hafa talið að þessi framkvæmd muni geta borgað sig upp á tiltölulega fáum árum,“ segir Helgi
Alþingi Skipulag Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira