Sex þúsund fermetra nýbygging Alþingis rís á kjörtímabilinu Heimir Már Pétursson skrifar 21. desember 2017 18:58 Reiknað er með að ný rúmlega sex þúsund fermetra skrifstofubygging fyrir Alþingi upp rúma þrjá milljarða króna verði risin áður en yfirstandandi kjörtímabili lýkur. Við það munu aðstæður þingmanna batna til mikilla muna og Alþingi spara hátt í tvö hundruð milljónir króna á ári í húsaleigu. Strax um mitt næsta ár hefjast jarðvegsframkvæmdir á stórri lóð við hlið Alþingis. Í húsum sem verða byggð þar verður aðstaða fyrir þingmenn og þingflokka. Þá losnar um mikið af leiguhúsnæði sem þingið er með við Austurvöll. Skrifstofur þingmanna eru nú á víð á dreif í leiguhúsnæði í nágrenni við Alþingi, flestar þeirra í húsum við Austurvöll. Þar er einnig nefndarsvið þingsins og þar með fjöldi fundarherbergja nefndanna. Þetta felur í sér margvíslegt óhagræði og kostnað fyrir þingið. Helgi Bernódusson skrifstofustjóri Alþingis segir stefnt að því að ný viðbygging við þingið verði tilbúin fyrir næstu kosningar eða eftir um þrjú ár.Eftir að nýbyggingin hefur risið geta þingmenn gengið innandyra á milli skrifstofa og allra fundarherbergja og þingsalar.Studio Granda arkitektar„Hún breytir geysilega miklu. Við höfum í rauninni talað um þetta innandyra eins og viðbyggingu. Af því að við leggjum svo mikla áherslu á að þetta verði allt undir einu og sama þaki. Það er það sem skiptir svo miklu máli; að fá hagkvæmar einingar hérna á alþingisreitinn. En ekki mismunandi stórar skrifstofur og mismunandi hagkvæmar,“ segir Helgi. Arkitektarnir Margrét Harðardóttir og Steve Christer hjá Studio Granda sáu um hönnun viðbyggingarinnar að undangenginni samkeppni. En þau hönnuðu einnig Ráðhús Reykjavíkur hinum megin Vonarstrætisins og hús Hæstaréttar svo eitthvað sé nefnt. „Þetta verður í grundvallaratriðum hús fyrir alþingismenn, þingflokka og þingnefndir og þá starfsmenn sem vinna í kring um það. Við leggjum líka mikla áherslu á að allir sitji við sama borð og það sé ekki mikið mál að stækka svæði hvers þingflokks eða minnka eftir atvinum eftir því hvernig kosningaúrslit eru,“ segir Helgi. Þar með flytja þingflokkar úr þremur þingflokksherbergjum í elsta hluta þinghússins á jarðhæð þess, sem um leið fá nýtt hlutverk.Nýbyggingin verður rúmlega sex þúsund fermetrar og mun kosta rúma þrjá milljarða króna.Studio Granda arkitektar„Þetta eru afar virðuleg og skemmtileg herbergi og ég veit að það fer auðvitað mjög vel um þingflokkana sem þar eru. Sumir hafa verið þar alveg frá árinu 1941,“ segir skrifstofustjórinn.Starfsemin hefur sprengt húsið utan af sér Þegar þinghúsið var byggt árið 1881 þótti það mikil og stór bygging enda fór starfsemi Háskóla Íslands fram í húsinu ásamt þingstörfum á fyrstu árum háskólans. Þarfir þingsins hafa hins vegar fyrir löngu sprengt húsið utan af sér. Eftir að nýbyggingin hefur risið geta þingmenn gengið innandyra á milli skrifstofa og allra fundarherbergja og þingsalar. En nýbyggingin mun tengjast Skála þinghússins um stóran glugga á annarri hæð á vesturhlið hans. Nýbyggingin verður rúmlega sex þúsund fermetrar og mun kosta rúma þrjá milljarða króna. Eru þetta stórar fjárhæðir á ári sem Alþingi er að greiða í húsaleigu í byggingunum í kring um þinghúsið? „Þetta er vel á annað hundrað milljónir króna sem við borgum í húsaleigu á ári. Þannig að menn hafa talið að þessi framkvæmd muni geta borgað sig upp á tiltölulega fáum árum,“ segir Helgi Alþingi Skipulag Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Sjá meira
Reiknað er með að ný rúmlega sex þúsund fermetra skrifstofubygging fyrir Alþingi upp rúma þrjá milljarða króna verði risin áður en yfirstandandi kjörtímabili lýkur. Við það munu aðstæður þingmanna batna til mikilla muna og Alþingi spara hátt í tvö hundruð milljónir króna á ári í húsaleigu. Strax um mitt næsta ár hefjast jarðvegsframkvæmdir á stórri lóð við hlið Alþingis. Í húsum sem verða byggð þar verður aðstaða fyrir þingmenn og þingflokka. Þá losnar um mikið af leiguhúsnæði sem þingið er með við Austurvöll. Skrifstofur þingmanna eru nú á víð á dreif í leiguhúsnæði í nágrenni við Alþingi, flestar þeirra í húsum við Austurvöll. Þar er einnig nefndarsvið þingsins og þar með fjöldi fundarherbergja nefndanna. Þetta felur í sér margvíslegt óhagræði og kostnað fyrir þingið. Helgi Bernódusson skrifstofustjóri Alþingis segir stefnt að því að ný viðbygging við þingið verði tilbúin fyrir næstu kosningar eða eftir um þrjú ár.Eftir að nýbyggingin hefur risið geta þingmenn gengið innandyra á milli skrifstofa og allra fundarherbergja og þingsalar.Studio Granda arkitektar„Hún breytir geysilega miklu. Við höfum í rauninni talað um þetta innandyra eins og viðbyggingu. Af því að við leggjum svo mikla áherslu á að þetta verði allt undir einu og sama þaki. Það er það sem skiptir svo miklu máli; að fá hagkvæmar einingar hérna á alþingisreitinn. En ekki mismunandi stórar skrifstofur og mismunandi hagkvæmar,“ segir Helgi. Arkitektarnir Margrét Harðardóttir og Steve Christer hjá Studio Granda sáu um hönnun viðbyggingarinnar að undangenginni samkeppni. En þau hönnuðu einnig Ráðhús Reykjavíkur hinum megin Vonarstrætisins og hús Hæstaréttar svo eitthvað sé nefnt. „Þetta verður í grundvallaratriðum hús fyrir alþingismenn, þingflokka og þingnefndir og þá starfsmenn sem vinna í kring um það. Við leggjum líka mikla áherslu á að allir sitji við sama borð og það sé ekki mikið mál að stækka svæði hvers þingflokks eða minnka eftir atvinum eftir því hvernig kosningaúrslit eru,“ segir Helgi. Þar með flytja þingflokkar úr þremur þingflokksherbergjum í elsta hluta þinghússins á jarðhæð þess, sem um leið fá nýtt hlutverk.Nýbyggingin verður rúmlega sex þúsund fermetrar og mun kosta rúma þrjá milljarða króna.Studio Granda arkitektar„Þetta eru afar virðuleg og skemmtileg herbergi og ég veit að það fer auðvitað mjög vel um þingflokkana sem þar eru. Sumir hafa verið þar alveg frá árinu 1941,“ segir skrifstofustjórinn.Starfsemin hefur sprengt húsið utan af sér Þegar þinghúsið var byggt árið 1881 þótti það mikil og stór bygging enda fór starfsemi Háskóla Íslands fram í húsinu ásamt þingstörfum á fyrstu árum háskólans. Þarfir þingsins hafa hins vegar fyrir löngu sprengt húsið utan af sér. Eftir að nýbyggingin hefur risið geta þingmenn gengið innandyra á milli skrifstofa og allra fundarherbergja og þingsalar. En nýbyggingin mun tengjast Skála þinghússins um stóran glugga á annarri hæð á vesturhlið hans. Nýbyggingin verður rúmlega sex þúsund fermetrar og mun kosta rúma þrjá milljarða króna. Eru þetta stórar fjárhæðir á ári sem Alþingi er að greiða í húsaleigu í byggingunum í kring um þinghúsið? „Þetta er vel á annað hundrað milljónir króna sem við borgum í húsaleigu á ári. Þannig að menn hafa talið að þessi framkvæmd muni geta borgað sig upp á tiltölulega fáum árum,“ segir Helgi
Alþingi Skipulag Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Sjá meira