Sex þúsund fermetra nýbygging Alþingis rís á kjörtímabilinu Heimir Már Pétursson skrifar 21. desember 2017 18:58 Reiknað er með að ný rúmlega sex þúsund fermetra skrifstofubygging fyrir Alþingi upp rúma þrjá milljarða króna verði risin áður en yfirstandandi kjörtímabili lýkur. Við það munu aðstæður þingmanna batna til mikilla muna og Alþingi spara hátt í tvö hundruð milljónir króna á ári í húsaleigu. Strax um mitt næsta ár hefjast jarðvegsframkvæmdir á stórri lóð við hlið Alþingis. Í húsum sem verða byggð þar verður aðstaða fyrir þingmenn og þingflokka. Þá losnar um mikið af leiguhúsnæði sem þingið er með við Austurvöll. Skrifstofur þingmanna eru nú á víð á dreif í leiguhúsnæði í nágrenni við Alþingi, flestar þeirra í húsum við Austurvöll. Þar er einnig nefndarsvið þingsins og þar með fjöldi fundarherbergja nefndanna. Þetta felur í sér margvíslegt óhagræði og kostnað fyrir þingið. Helgi Bernódusson skrifstofustjóri Alþingis segir stefnt að því að ný viðbygging við þingið verði tilbúin fyrir næstu kosningar eða eftir um þrjú ár.Eftir að nýbyggingin hefur risið geta þingmenn gengið innandyra á milli skrifstofa og allra fundarherbergja og þingsalar.Studio Granda arkitektar„Hún breytir geysilega miklu. Við höfum í rauninni talað um þetta innandyra eins og viðbyggingu. Af því að við leggjum svo mikla áherslu á að þetta verði allt undir einu og sama þaki. Það er það sem skiptir svo miklu máli; að fá hagkvæmar einingar hérna á alþingisreitinn. En ekki mismunandi stórar skrifstofur og mismunandi hagkvæmar,“ segir Helgi. Arkitektarnir Margrét Harðardóttir og Steve Christer hjá Studio Granda sáu um hönnun viðbyggingarinnar að undangenginni samkeppni. En þau hönnuðu einnig Ráðhús Reykjavíkur hinum megin Vonarstrætisins og hús Hæstaréttar svo eitthvað sé nefnt. „Þetta verður í grundvallaratriðum hús fyrir alþingismenn, þingflokka og þingnefndir og þá starfsmenn sem vinna í kring um það. Við leggjum líka mikla áherslu á að allir sitji við sama borð og það sé ekki mikið mál að stækka svæði hvers þingflokks eða minnka eftir atvinum eftir því hvernig kosningaúrslit eru,“ segir Helgi. Þar með flytja þingflokkar úr þremur þingflokksherbergjum í elsta hluta þinghússins á jarðhæð þess, sem um leið fá nýtt hlutverk.Nýbyggingin verður rúmlega sex þúsund fermetrar og mun kosta rúma þrjá milljarða króna.Studio Granda arkitektar„Þetta eru afar virðuleg og skemmtileg herbergi og ég veit að það fer auðvitað mjög vel um þingflokkana sem þar eru. Sumir hafa verið þar alveg frá árinu 1941,“ segir skrifstofustjórinn.Starfsemin hefur sprengt húsið utan af sér Þegar þinghúsið var byggt árið 1881 þótti það mikil og stór bygging enda fór starfsemi Háskóla Íslands fram í húsinu ásamt þingstörfum á fyrstu árum háskólans. Þarfir þingsins hafa hins vegar fyrir löngu sprengt húsið utan af sér. Eftir að nýbyggingin hefur risið geta þingmenn gengið innandyra á milli skrifstofa og allra fundarherbergja og þingsalar. En nýbyggingin mun tengjast Skála þinghússins um stóran glugga á annarri hæð á vesturhlið hans. Nýbyggingin verður rúmlega sex þúsund fermetrar og mun kosta rúma þrjá milljarða króna. Eru þetta stórar fjárhæðir á ári sem Alþingi er að greiða í húsaleigu í byggingunum í kring um þinghúsið? „Þetta er vel á annað hundrað milljónir króna sem við borgum í húsaleigu á ári. Þannig að menn hafa talið að þessi framkvæmd muni geta borgað sig upp á tiltölulega fáum árum,“ segir Helgi Alþingi Skipulag Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Reiknað er með að ný rúmlega sex þúsund fermetra skrifstofubygging fyrir Alþingi upp rúma þrjá milljarða króna verði risin áður en yfirstandandi kjörtímabili lýkur. Við það munu aðstæður þingmanna batna til mikilla muna og Alþingi spara hátt í tvö hundruð milljónir króna á ári í húsaleigu. Strax um mitt næsta ár hefjast jarðvegsframkvæmdir á stórri lóð við hlið Alþingis. Í húsum sem verða byggð þar verður aðstaða fyrir þingmenn og þingflokka. Þá losnar um mikið af leiguhúsnæði sem þingið er með við Austurvöll. Skrifstofur þingmanna eru nú á víð á dreif í leiguhúsnæði í nágrenni við Alþingi, flestar þeirra í húsum við Austurvöll. Þar er einnig nefndarsvið þingsins og þar með fjöldi fundarherbergja nefndanna. Þetta felur í sér margvíslegt óhagræði og kostnað fyrir þingið. Helgi Bernódusson skrifstofustjóri Alþingis segir stefnt að því að ný viðbygging við þingið verði tilbúin fyrir næstu kosningar eða eftir um þrjú ár.Eftir að nýbyggingin hefur risið geta þingmenn gengið innandyra á milli skrifstofa og allra fundarherbergja og þingsalar.Studio Granda arkitektar„Hún breytir geysilega miklu. Við höfum í rauninni talað um þetta innandyra eins og viðbyggingu. Af því að við leggjum svo mikla áherslu á að þetta verði allt undir einu og sama þaki. Það er það sem skiptir svo miklu máli; að fá hagkvæmar einingar hérna á alþingisreitinn. En ekki mismunandi stórar skrifstofur og mismunandi hagkvæmar,“ segir Helgi. Arkitektarnir Margrét Harðardóttir og Steve Christer hjá Studio Granda sáu um hönnun viðbyggingarinnar að undangenginni samkeppni. En þau hönnuðu einnig Ráðhús Reykjavíkur hinum megin Vonarstrætisins og hús Hæstaréttar svo eitthvað sé nefnt. „Þetta verður í grundvallaratriðum hús fyrir alþingismenn, þingflokka og þingnefndir og þá starfsmenn sem vinna í kring um það. Við leggjum líka mikla áherslu á að allir sitji við sama borð og það sé ekki mikið mál að stækka svæði hvers þingflokks eða minnka eftir atvinum eftir því hvernig kosningaúrslit eru,“ segir Helgi. Þar með flytja þingflokkar úr þremur þingflokksherbergjum í elsta hluta þinghússins á jarðhæð þess, sem um leið fá nýtt hlutverk.Nýbyggingin verður rúmlega sex þúsund fermetrar og mun kosta rúma þrjá milljarða króna.Studio Granda arkitektar„Þetta eru afar virðuleg og skemmtileg herbergi og ég veit að það fer auðvitað mjög vel um þingflokkana sem þar eru. Sumir hafa verið þar alveg frá árinu 1941,“ segir skrifstofustjórinn.Starfsemin hefur sprengt húsið utan af sér Þegar þinghúsið var byggt árið 1881 þótti það mikil og stór bygging enda fór starfsemi Háskóla Íslands fram í húsinu ásamt þingstörfum á fyrstu árum háskólans. Þarfir þingsins hafa hins vegar fyrir löngu sprengt húsið utan af sér. Eftir að nýbyggingin hefur risið geta þingmenn gengið innandyra á milli skrifstofa og allra fundarherbergja og þingsalar. En nýbyggingin mun tengjast Skála þinghússins um stóran glugga á annarri hæð á vesturhlið hans. Nýbyggingin verður rúmlega sex þúsund fermetrar og mun kosta rúma þrjá milljarða króna. Eru þetta stórar fjárhæðir á ári sem Alþingi er að greiða í húsaleigu í byggingunum í kring um þinghúsið? „Þetta er vel á annað hundrað milljónir króna sem við borgum í húsaleigu á ári. Þannig að menn hafa talið að þessi framkvæmd muni geta borgað sig upp á tiltölulega fáum árum,“ segir Helgi
Alþingi Skipulag Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira