Miklar líkur á að kona verði næsti leiðtogi Katalóníu Atli Ísleifsson skrifar 21. desember 2017 09:51 Líkur eru á að aðskilnaðarsinninn Marta Rovira eða sambandssinninn Ines Arrimadas verði næsti forseti héraðsstjórnar Katalóníu. Vísir/AFP Kjörstaðir hafa verið opnaðir í Katalóníu þar sem kosið verður til nýs héraðsþings í dag. Spænska ríkisstjórnin boðaði til kosninganna eftir að hafa leyst upp þingið í kjölfar ólöglegrar sjálfstæðisyfirlýsingar katalónska héraðsþingsins í haust. Miklar líkur eru á að kona verði næsti forseti héraðsstjórnarinnar en aðskilnaðarsinninn Marta Rovira og sambandssinninn Ines Arrimadas leiða þá flokka sem mælast með mest fylgi í könnunum. Rovira leiðir vinstriflokkinn ERC og Arrimadas mið-hægriflokkinn Ciudadanos. Bandalag aðskilnaðarflokka og bandalag flokka sambandsinna mælast með álíka mikið fylgi og þykir líklegast að annað hvort ERC og Ciudadanos muni standa uppi sem stærsti flokkur.Í kosningabaráttu frá Brussel Spænska ríkisstjórnin ákvað að taka yfir stjórn héraðsins með því að beita í fyrsta sinn 155. grein stjórnarskrár landsins. Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnarinnar, flúði í kjölfarið til Brussel en hann sætir nú ákæru. Puigdemont hefur háð kosningabaráttu frá Brussel fyrir nýjan flokk, Junts per Catalunya (JuntsXCat), en í könnunum mælist flokkurinn sá þriðji stærsti.Gæti gegnt embættinu tímabundið Aðskilnaðarflokkurinn ERC var stofnaður árið 1931, en leiðtogi hans, Oriol Junqueras, fyrrverandi varaforseti héraðsstjórnar Katalóníu, er nú í varðhaldi fyrir utan Madríd þar sem hann sætir ákærðu fyrir að hvetja til uppreisnar og fleiri brota. Varaformaður flokksins, hin fertuga Rovira, leiðir því flokkinn í kosningabaráttunni. Vinni flokkurinn sigur í kosningunum kann svo að fara að hún gegni forsetaembættinu tímabundið á meðan Junqueras situr fastur.Gift aðskilnaðarsinna Hin 36 ára Arramadas er fædd í Andalúsíu og er eiginmaður hennar fyrrverandi stjórnmálamaður sem barðist fyrir aðskilnaði Katalóníu. Markmið hennar er að stýra héraðinu ásamt sósíalistaflokknum PSC og íhaldsflokknum PP, flokki Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar. Í allri umræðu um næsta forseta héraðsstjórnarinnar hefur nafn Miquel Iceta, leiðtoga PSC, einnig verið nefnt sem möguleg málamiðlun í stjórnarmyndunarviðræðum.Kjörstaðir loka klukkan 19 Nokkuð hefur dregið úr slagkrafti sjálfstæðisbaráttu Katalóna eftir hörð viðbrögð Spánarstjórnar og klofnings meðal aðskilnaðarsinna á síðustu vikum. Þá hafa margir aðskilnaðarsinnar dempað orðræðuna í kosningabaráttunni. Alls eru 5,5 milljónir manna á kjörskrá þar sem til stendur að kjósa 135 fulltrúa á héraðsþingið. Kjörstöðum verður lokað klukkan 19 að íslenskum tíma og verða ekki birtar neinar útgönguspár. Reiknað er með að klukkan 21 verði búið að reikna um 80 prósent atkvæða. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Mjótt á munum og korter í kosningar Ef spár El País ganga eftir fá aðskilnaðarsinnar eins manns meirihluta á katalónska þinginu. Boðað var til kosninga eftir að forsætisráðherra Spánar leysti upp héraðsþingið vegna sjálfstæðisyfirlýsingar. 20. desember 2017 06:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Sjá meira
Kjörstaðir hafa verið opnaðir í Katalóníu þar sem kosið verður til nýs héraðsþings í dag. Spænska ríkisstjórnin boðaði til kosninganna eftir að hafa leyst upp þingið í kjölfar ólöglegrar sjálfstæðisyfirlýsingar katalónska héraðsþingsins í haust. Miklar líkur eru á að kona verði næsti forseti héraðsstjórnarinnar en aðskilnaðarsinninn Marta Rovira og sambandssinninn Ines Arrimadas leiða þá flokka sem mælast með mest fylgi í könnunum. Rovira leiðir vinstriflokkinn ERC og Arrimadas mið-hægriflokkinn Ciudadanos. Bandalag aðskilnaðarflokka og bandalag flokka sambandsinna mælast með álíka mikið fylgi og þykir líklegast að annað hvort ERC og Ciudadanos muni standa uppi sem stærsti flokkur.Í kosningabaráttu frá Brussel Spænska ríkisstjórnin ákvað að taka yfir stjórn héraðsins með því að beita í fyrsta sinn 155. grein stjórnarskrár landsins. Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnarinnar, flúði í kjölfarið til Brussel en hann sætir nú ákæru. Puigdemont hefur háð kosningabaráttu frá Brussel fyrir nýjan flokk, Junts per Catalunya (JuntsXCat), en í könnunum mælist flokkurinn sá þriðji stærsti.Gæti gegnt embættinu tímabundið Aðskilnaðarflokkurinn ERC var stofnaður árið 1931, en leiðtogi hans, Oriol Junqueras, fyrrverandi varaforseti héraðsstjórnar Katalóníu, er nú í varðhaldi fyrir utan Madríd þar sem hann sætir ákærðu fyrir að hvetja til uppreisnar og fleiri brota. Varaformaður flokksins, hin fertuga Rovira, leiðir því flokkinn í kosningabaráttunni. Vinni flokkurinn sigur í kosningunum kann svo að fara að hún gegni forsetaembættinu tímabundið á meðan Junqueras situr fastur.Gift aðskilnaðarsinna Hin 36 ára Arramadas er fædd í Andalúsíu og er eiginmaður hennar fyrrverandi stjórnmálamaður sem barðist fyrir aðskilnaði Katalóníu. Markmið hennar er að stýra héraðinu ásamt sósíalistaflokknum PSC og íhaldsflokknum PP, flokki Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar. Í allri umræðu um næsta forseta héraðsstjórnarinnar hefur nafn Miquel Iceta, leiðtoga PSC, einnig verið nefnt sem möguleg málamiðlun í stjórnarmyndunarviðræðum.Kjörstaðir loka klukkan 19 Nokkuð hefur dregið úr slagkrafti sjálfstæðisbaráttu Katalóna eftir hörð viðbrögð Spánarstjórnar og klofnings meðal aðskilnaðarsinna á síðustu vikum. Þá hafa margir aðskilnaðarsinnar dempað orðræðuna í kosningabaráttunni. Alls eru 5,5 milljónir manna á kjörskrá þar sem til stendur að kjósa 135 fulltrúa á héraðsþingið. Kjörstöðum verður lokað klukkan 19 að íslenskum tíma og verða ekki birtar neinar útgönguspár. Reiknað er með að klukkan 21 verði búið að reikna um 80 prósent atkvæða.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Mjótt á munum og korter í kosningar Ef spár El País ganga eftir fá aðskilnaðarsinnar eins manns meirihluta á katalónska þinginu. Boðað var til kosninga eftir að forsætisráðherra Spánar leysti upp héraðsþingið vegna sjálfstæðisyfirlýsingar. 20. desember 2017 06:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Sjá meira
Mjótt á munum og korter í kosningar Ef spár El País ganga eftir fá aðskilnaðarsinnar eins manns meirihluta á katalónska þinginu. Boðað var til kosninga eftir að forsætisráðherra Spánar leysti upp héraðsþingið vegna sjálfstæðisyfirlýsingar. 20. desember 2017 06:00