Enski boltinn

Sjáðu markaveisluna á Emirates | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arsenal og Liverpool buðu upp á markaveislu í fyrsta leik 19. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í gærkvöldi. Lokatölur 3-3.

Liverpool var miklu sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og var 0-1 yfir að honum loknum.

Mohamed Salah jók muninn í 0-2 í upphafi seinni hálfleiks. Þá hrukku leikmenn Arsenal í gang, skoruðu þrjú mörk á fimm mínútum og náðu forystunni.

Það var hins vegar Roberto Firmino sem átti síðasta orðið en Brassinn tryggði Liverpool stig með marki á 71. mínútu.

Mörkin úr þessum ótrúlega leik má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Klopp: Önnur hendi hefði hjálpað

Jurgen Klopp var að vonum ekki sáttur eftir að hans menn í Liverpool misstu niður svo gott sem unnin leik gegn Arsenal á Emirates vellinum í kvöld.

Sex marka leikur á Emirates

Arsenal skoraði þrjú mörk á fimm mínútum í ótrúlegum leik gegn Liverpool á Emirates í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×