Gerrard: Ég hef elst um tvö ár á sex mánuðum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 26. desember 2017 23:30 Steven Gerrard. Vísir/Getty Steven Gerrard er kominn í nýtt hlutverk eftir að hafa lagt atvinnumannaskóna á hilluna, en hann þjálfar unglingalið Liverpool. Hann segist hafa elst um tvö ár á síðustu sex mánuðum. „Ég tala aldrei um tímana þegar ég var að spila,“ sagði Gerrard í viðtali við The Times. „Ég er aldrei með myndbönd af mér að spila. Ef ég þarf að sýna þeim myndbönd þá eru þau af aðalliði Liverpool núna, eða einhverju öðru núverandi liði.“ „Þetta snýst um hvað er að gerast núna, ekki í gær. En ef það væri eitthvað myndband af mér sem ég héldi myndi gagnast þeim að sjá, þá að sjálfsögðu myndi ég sýna þeim það.“ Lið hans er á toppi unglingadeildarinnar eftir 11 leiki og hefur farið fram úr væntingum í vetur. „Þeir voru mjög hljóðlátir til að byrja með. Ég held þeir hafi verið svolítið inni í skelinni á undirbúningstímabilinu, en þeim er farið að líða vel núna og sjá mig sem alvöru þjálfara.“ Gerrard spilaði fyrir Liverpool í sautján ár, frá 1998-2015, og er goðsögn í lifandi lífi innan félagsins. „Ég þurfti að sýna þeim að ég tek þessu alvarlega og er með metnað fyrir starfinu.“ „Ef ég kæmi til vinnu 1-2 daga í viku þá væri ég ekki að reyna að hjálpa liðinu almennilega og þeir ættu fullan rétt á því að treysta mér ekki. Ég varð að vinna fyrir því að þeir treystu mér og gæfu mér allt sem ég væri að biðja um.“ Margir leikmenn hafa farið yfir í þjálfun þegar þeir hætta að spila, en starfið er ekki eins mikill dans á rósum og Gerrard hélt í fyrstu. „Sem leikmaður þá get ég farið að hugsa um eitthvað annað eftir leik. Þú getur ekki gert það sem þjálfari, og það er aðal munurinn. Sem stjórinn þarftu að hugsa um hvað fór vel, hvað gekk illa, hvaða leikmenn þarf að taka til hliðar og þjálfa sérstaklega í þessari viku, hverjum á að hrósa.“ „Ég hef meiri virðingu fyrir stjórum og þjálfurum í dag heldur en þegar ég var að spila. Ég vissi ekki hversu mikið starfið fæli í sér,“ sagði Steven Gerrard. Enski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sjá meira
Steven Gerrard er kominn í nýtt hlutverk eftir að hafa lagt atvinnumannaskóna á hilluna, en hann þjálfar unglingalið Liverpool. Hann segist hafa elst um tvö ár á síðustu sex mánuðum. „Ég tala aldrei um tímana þegar ég var að spila,“ sagði Gerrard í viðtali við The Times. „Ég er aldrei með myndbönd af mér að spila. Ef ég þarf að sýna þeim myndbönd þá eru þau af aðalliði Liverpool núna, eða einhverju öðru núverandi liði.“ „Þetta snýst um hvað er að gerast núna, ekki í gær. En ef það væri eitthvað myndband af mér sem ég héldi myndi gagnast þeim að sjá, þá að sjálfsögðu myndi ég sýna þeim það.“ Lið hans er á toppi unglingadeildarinnar eftir 11 leiki og hefur farið fram úr væntingum í vetur. „Þeir voru mjög hljóðlátir til að byrja með. Ég held þeir hafi verið svolítið inni í skelinni á undirbúningstímabilinu, en þeim er farið að líða vel núna og sjá mig sem alvöru þjálfara.“ Gerrard spilaði fyrir Liverpool í sautján ár, frá 1998-2015, og er goðsögn í lifandi lífi innan félagsins. „Ég þurfti að sýna þeim að ég tek þessu alvarlega og er með metnað fyrir starfinu.“ „Ef ég kæmi til vinnu 1-2 daga í viku þá væri ég ekki að reyna að hjálpa liðinu almennilega og þeir ættu fullan rétt á því að treysta mér ekki. Ég varð að vinna fyrir því að þeir treystu mér og gæfu mér allt sem ég væri að biðja um.“ Margir leikmenn hafa farið yfir í þjálfun þegar þeir hætta að spila, en starfið er ekki eins mikill dans á rósum og Gerrard hélt í fyrstu. „Sem leikmaður þá get ég farið að hugsa um eitthvað annað eftir leik. Þú getur ekki gert það sem þjálfari, og það er aðal munurinn. Sem stjórinn þarftu að hugsa um hvað fór vel, hvað gekk illa, hvaða leikmenn þarf að taka til hliðar og þjálfa sérstaklega í þessari viku, hverjum á að hrósa.“ „Ég hef meiri virðingu fyrir stjórum og þjálfurum í dag heldur en þegar ég var að spila. Ég vissi ekki hversu mikið starfið fæli í sér,“ sagði Steven Gerrard.
Enski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sjá meira