Enski boltinn

Mourinho biður um meiri pening til leikmannakaupa

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
José Mourinho gengur niðurlútur af velli.
José Mourinho gengur niðurlútur af velli. vísir/getty
Eftir 2-2 jafnteflið við Burnley í dag sagði José Mourinho að Manchester United yrði að eyða meiri pening í leikmenn til að standast Manchester City snúning.

„Stórt félag er eitt og stórt fótboltalið sem þú veist að er ekki eitt af þeim bestu í heimi er annað. Tottenham ber ekki skylda til að vinna ensku úrvalsdeildina, ekki Arsenal og ekki Chelsea,“ sagði Mourinho.

„Manchester City kaupir bakverði fyrir upphæðir sem þú borgar fyrir framherja.“

Mourinho hefur eytt rúmum 286 milljónum punda í leikmenn síðan Mourinho  tók við United. Á sama tíma hefur Guardiola keypt leikmenn fyrir 360 milljónir punda.

„Þetta er ekki nóg, þetta er ekki nóg. Stóru félögin með mikla sögu þurfa að borga meira en önnur félög,“ sagði Mourinho.


Tengdar fréttir

Lingard bjargaði United

Burnley hefur nú gert jafntefli við United á Old Trafford í síðustu tveimur heimsóknum sínum þangað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×