Hafurinn í Gävle kominn langleiðina með að lifa jólin af Samúel Karl Ólason skrifar 28. desember 2017 16:29 Hafurinn í Gävle er 3,6 tonn að þyngd og stærsta geit sinnar tegundar. Vísir/EPA Íbúar í bænum Gävle í Svíþjóð hafa betri ástæðu en áður til að vera sérstaklega ánægðir með jólin í ár. Hafurinn í Gävle lifði nefnilega jólin af. Um er að ræða stóra geit úr hálmi sem reist er á hverju ári. Hún er um þrettán metra há og þar með stærsta geit sinnar tegundar í heiminum. Flestar útgáfur hennar hafa verið skemmdar eða brenndar frá því að hefðin varð til árið 1966. Í fyrra var hún brennd innan við sólarhring eftir að hún var sett upp en nú hefur hún staðið í rúmar þrjár vikur. Maria Wallberg, sem sér meðal annars um samfélagsmiðla geitarinnar, segir það ánægjulegt að geitin hafi staðið svo lengi. Nýjar og hærri girðingar í kringum hana hafi án efa hjálpað til og sömuleiðis öryggisverðir fyrirtækisins C-Cons Gävleborg.Geitin er ætlað að standa til 2. janúar. Miðillinn TheLocal.se hefur tekið saman fimm skrítnustu tilraunirnar til að eyðileggja, brenna eða jafnvel stela geitinni í gegnum tíðina.Bíl breytt til verksins Árið 1976 ók námsmaður á geitina í breyttum Volvo Amazon. Hann ók á afturfætur hennar svo hún féll niður.Brennd í óveðri Árið 1998 tókst einhverjum að brenna geitina, þrátt fyrir að mikið óveður væri á svæðinu.Sannfærður um að bruninn væri hefð Árið 2001 var 51 árs gamall Bandaríkjamaður handtekinn þar sem hann stóð, haldandi á kveikjara, við hlið brennandi geitarinnar. Lawrence Jones var steinhissa á því að vera handtekinn og hélt því fram að sænskir vinir hans hefðu sannfært hann um að það að brenna geitina væri ekki einungis löglegt, heldur einnig mikilvæg hefð. Jones þurfti að sitja í fangaklefa í 18 daga og var gert að greiða hundrað þúsund sænskar krónur í sekt. Hann hefur ekki greitt sektina.Vopnaðir jólasveinar og piparkökukarlar Árið 2005 tilkynntu vitni að menn klæddir eins og jólasveinar og piparkökukarlar hefðu brennt geitina. Það voru þeir sagðir hafa gert með því að skjóta eld-örvum úr bogum að geitinni. Hinir vopnuðu jólasveinar og piparkökukarlar fundust aldrei.Vildu stela geitinni með þyrlu Árið 2010 reyndu tveir menn að múta verði til að yfirgefa geitina svo þeir gætu stolið henni. Samkvæmt verðinum vildu mennirnir greiða honum 50 þúsund sænskar krónur til að leyfa þeim að koma á þyrlu og fljúga með geitina, sem er 3,6 tonn, til Stokkhólms. Norðurlönd Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Íbúar í bænum Gävle í Svíþjóð hafa betri ástæðu en áður til að vera sérstaklega ánægðir með jólin í ár. Hafurinn í Gävle lifði nefnilega jólin af. Um er að ræða stóra geit úr hálmi sem reist er á hverju ári. Hún er um þrettán metra há og þar með stærsta geit sinnar tegundar í heiminum. Flestar útgáfur hennar hafa verið skemmdar eða brenndar frá því að hefðin varð til árið 1966. Í fyrra var hún brennd innan við sólarhring eftir að hún var sett upp en nú hefur hún staðið í rúmar þrjár vikur. Maria Wallberg, sem sér meðal annars um samfélagsmiðla geitarinnar, segir það ánægjulegt að geitin hafi staðið svo lengi. Nýjar og hærri girðingar í kringum hana hafi án efa hjálpað til og sömuleiðis öryggisverðir fyrirtækisins C-Cons Gävleborg.Geitin er ætlað að standa til 2. janúar. Miðillinn TheLocal.se hefur tekið saman fimm skrítnustu tilraunirnar til að eyðileggja, brenna eða jafnvel stela geitinni í gegnum tíðina.Bíl breytt til verksins Árið 1976 ók námsmaður á geitina í breyttum Volvo Amazon. Hann ók á afturfætur hennar svo hún féll niður.Brennd í óveðri Árið 1998 tókst einhverjum að brenna geitina, þrátt fyrir að mikið óveður væri á svæðinu.Sannfærður um að bruninn væri hefð Árið 2001 var 51 árs gamall Bandaríkjamaður handtekinn þar sem hann stóð, haldandi á kveikjara, við hlið brennandi geitarinnar. Lawrence Jones var steinhissa á því að vera handtekinn og hélt því fram að sænskir vinir hans hefðu sannfært hann um að það að brenna geitina væri ekki einungis löglegt, heldur einnig mikilvæg hefð. Jones þurfti að sitja í fangaklefa í 18 daga og var gert að greiða hundrað þúsund sænskar krónur í sekt. Hann hefur ekki greitt sektina.Vopnaðir jólasveinar og piparkökukarlar Árið 2005 tilkynntu vitni að menn klæddir eins og jólasveinar og piparkökukarlar hefðu brennt geitina. Það voru þeir sagðir hafa gert með því að skjóta eld-örvum úr bogum að geitinni. Hinir vopnuðu jólasveinar og piparkökukarlar fundust aldrei.Vildu stela geitinni með þyrlu Árið 2010 reyndu tveir menn að múta verði til að yfirgefa geitina svo þeir gætu stolið henni. Samkvæmt verðinum vildu mennirnir greiða honum 50 þúsund sænskar krónur til að leyfa þeim að koma á þyrlu og fljúga með geitina, sem er 3,6 tonn, til Stokkhólms.
Norðurlönd Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira