Segir Palestínumenn verða að átta sig á þeim raunveruleika að Jerúsalem sé höfuðborg Ísrael Birgir Olgeirsson skrifar 10. desember 2017 22:07 Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, ræddi við fréttamenn að loknum fundi sínum með forseta Frakklands í París í dag. Vísir/EPA Forsætisráðherra Ísrael segir að Palestínumenn verði að átta sig á þeim raunveruleika að Jerúsalem sé höfuðborg Ísrael . Þannig megi þokast í átt að friði að mati Benjamin Netanyahu sem sagði þetta þegar hann ávarpaði blaðamenn í París fyrr í dag, á sama tíma og hörð mótmæli ríktu vegna ákvörðunar Bandaríkjanna að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísrael. Netanyahu sagði að Jerúsalem hefði verið höfuðborg Ísrael í þrjú þúsund ár og aldrei verið höfuðborg annarrar þjóðar.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá orðum forsætisráðherrans og segir sömuleiðis frá því að átök hafi brotist út nærri sendiráði Bandaríkjanna í Libanon fyrr í dag vegna ákvörðunarinnar. Palestínumaður var handtekinn í Jerúsalem í dag eftir að hafa stungið og sært ísraelskan öryggisvörð alvarlega nærri strætóbiðstöð í miðborginni. Netanyahu var staddur í París í Frakklandi í dag þar sem hann átti fund með Emmanuel Macron, forseta Frakklands. Eftir fundinn ræddi hann við fréttamenn þar sem hann sagði að allar tilraunir til að afneita þúsund ára tengingu gyðinga við Jerúsalem væru fráleitar. „Þið getið lesið um það í afar fínni bók, hún er kölluð biblían,“ sagði Netanyahu. „Því fyrr sem Palestínumenn átta sig á þessu, því fyrr þokumst við í átt að friði.“ BBC segir varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pence, hafa gagnrýnt yfirvöld í Palestínu harðlega. Sagði hann það miður að forseti Palestínu, Mahmoud Abbas, hefði neitað að hitta Pence í fyrirhugaðri ferð hans til svæðisins. Trúarleiðtogar múslima og kristinna í Egyptalandi hafa einnig neitað að hitta Mike Pence vegna ákvörðunar Bandaríkjanna að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. Tengdar fréttir Vara Palestínumenn við að aflýsa viðræðum við Pence Bandaríkjamenn segja það vinna gegn friðarferlinu, verði hætt við viðræðurnar við varaforseta Bandaríkjanna. 8. desember 2017 08:29 Meirihluti öryggiráðsins vill fund vegna ákvörðunar Trump Sádí Arabar fordæma þá ákvörðun Bandaríkjamanna að ætla að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelsríkis. 7. desember 2017 07:21 Leiðtogi Hamas hvetur almenning til aðgerða Óttast er að sendiráðstilfærsla Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem geti virkað sem neisti í púðurtunnu. Leiðtogi Hamas vill að Palestínumenn hristi Ísrael af sér en Fatah vill leita diplómatískra leiða til að leysa vandann. 8. desember 2017 06:00 Þúsundir Ísraela mótmæla Netanyahu Um 10 þúsund Ísraelar mótmæltu í Tel Avív í gær gegn forsætisráðherranum Benjamin Netanyahu sem sakaður eru um spillingu. 10. desember 2017 09:27 Táragasi beitt á mótmælendur við sendiráð Bandaríkjanna í Líbanon Hörð átök áttu sér stað fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna í Beirút, höfuðborg Líbanon, í dag. Hópur fólks hafði safnast saman fyrir utan sendiráðið til að mótmæla ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta í vikunni um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. 10. desember 2017 14:16 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Forsætisráðherra Ísrael segir að Palestínumenn verði að átta sig á þeim raunveruleika að Jerúsalem sé höfuðborg Ísrael . Þannig megi þokast í átt að friði að mati Benjamin Netanyahu sem sagði þetta þegar hann ávarpaði blaðamenn í París fyrr í dag, á sama tíma og hörð mótmæli ríktu vegna ákvörðunar Bandaríkjanna að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísrael. Netanyahu sagði að Jerúsalem hefði verið höfuðborg Ísrael í þrjú þúsund ár og aldrei verið höfuðborg annarrar þjóðar.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá orðum forsætisráðherrans og segir sömuleiðis frá því að átök hafi brotist út nærri sendiráði Bandaríkjanna í Libanon fyrr í dag vegna ákvörðunarinnar. Palestínumaður var handtekinn í Jerúsalem í dag eftir að hafa stungið og sært ísraelskan öryggisvörð alvarlega nærri strætóbiðstöð í miðborginni. Netanyahu var staddur í París í Frakklandi í dag þar sem hann átti fund með Emmanuel Macron, forseta Frakklands. Eftir fundinn ræddi hann við fréttamenn þar sem hann sagði að allar tilraunir til að afneita þúsund ára tengingu gyðinga við Jerúsalem væru fráleitar. „Þið getið lesið um það í afar fínni bók, hún er kölluð biblían,“ sagði Netanyahu. „Því fyrr sem Palestínumenn átta sig á þessu, því fyrr þokumst við í átt að friði.“ BBC segir varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pence, hafa gagnrýnt yfirvöld í Palestínu harðlega. Sagði hann það miður að forseti Palestínu, Mahmoud Abbas, hefði neitað að hitta Pence í fyrirhugaðri ferð hans til svæðisins. Trúarleiðtogar múslima og kristinna í Egyptalandi hafa einnig neitað að hitta Mike Pence vegna ákvörðunar Bandaríkjanna að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels.
Tengdar fréttir Vara Palestínumenn við að aflýsa viðræðum við Pence Bandaríkjamenn segja það vinna gegn friðarferlinu, verði hætt við viðræðurnar við varaforseta Bandaríkjanna. 8. desember 2017 08:29 Meirihluti öryggiráðsins vill fund vegna ákvörðunar Trump Sádí Arabar fordæma þá ákvörðun Bandaríkjamanna að ætla að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelsríkis. 7. desember 2017 07:21 Leiðtogi Hamas hvetur almenning til aðgerða Óttast er að sendiráðstilfærsla Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem geti virkað sem neisti í púðurtunnu. Leiðtogi Hamas vill að Palestínumenn hristi Ísrael af sér en Fatah vill leita diplómatískra leiða til að leysa vandann. 8. desember 2017 06:00 Þúsundir Ísraela mótmæla Netanyahu Um 10 þúsund Ísraelar mótmæltu í Tel Avív í gær gegn forsætisráðherranum Benjamin Netanyahu sem sakaður eru um spillingu. 10. desember 2017 09:27 Táragasi beitt á mótmælendur við sendiráð Bandaríkjanna í Líbanon Hörð átök áttu sér stað fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna í Beirút, höfuðborg Líbanon, í dag. Hópur fólks hafði safnast saman fyrir utan sendiráðið til að mótmæla ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta í vikunni um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. 10. desember 2017 14:16 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Vara Palestínumenn við að aflýsa viðræðum við Pence Bandaríkjamenn segja það vinna gegn friðarferlinu, verði hætt við viðræðurnar við varaforseta Bandaríkjanna. 8. desember 2017 08:29
Meirihluti öryggiráðsins vill fund vegna ákvörðunar Trump Sádí Arabar fordæma þá ákvörðun Bandaríkjamanna að ætla að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelsríkis. 7. desember 2017 07:21
Leiðtogi Hamas hvetur almenning til aðgerða Óttast er að sendiráðstilfærsla Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem geti virkað sem neisti í púðurtunnu. Leiðtogi Hamas vill að Palestínumenn hristi Ísrael af sér en Fatah vill leita diplómatískra leiða til að leysa vandann. 8. desember 2017 06:00
Þúsundir Ísraela mótmæla Netanyahu Um 10 þúsund Ísraelar mótmæltu í Tel Avív í gær gegn forsætisráðherranum Benjamin Netanyahu sem sakaður eru um spillingu. 10. desember 2017 09:27
Táragasi beitt á mótmælendur við sendiráð Bandaríkjanna í Líbanon Hörð átök áttu sér stað fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna í Beirút, höfuðborg Líbanon, í dag. Hópur fólks hafði safnast saman fyrir utan sendiráðið til að mótmæla ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta í vikunni um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. 10. desember 2017 14:16