Segir Palestínumenn verða að átta sig á þeim raunveruleika að Jerúsalem sé höfuðborg Ísrael Birgir Olgeirsson skrifar 10. desember 2017 22:07 Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, ræddi við fréttamenn að loknum fundi sínum með forseta Frakklands í París í dag. Vísir/EPA Forsætisráðherra Ísrael segir að Palestínumenn verði að átta sig á þeim raunveruleika að Jerúsalem sé höfuðborg Ísrael . Þannig megi þokast í átt að friði að mati Benjamin Netanyahu sem sagði þetta þegar hann ávarpaði blaðamenn í París fyrr í dag, á sama tíma og hörð mótmæli ríktu vegna ákvörðunar Bandaríkjanna að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísrael. Netanyahu sagði að Jerúsalem hefði verið höfuðborg Ísrael í þrjú þúsund ár og aldrei verið höfuðborg annarrar þjóðar.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá orðum forsætisráðherrans og segir sömuleiðis frá því að átök hafi brotist út nærri sendiráði Bandaríkjanna í Libanon fyrr í dag vegna ákvörðunarinnar. Palestínumaður var handtekinn í Jerúsalem í dag eftir að hafa stungið og sært ísraelskan öryggisvörð alvarlega nærri strætóbiðstöð í miðborginni. Netanyahu var staddur í París í Frakklandi í dag þar sem hann átti fund með Emmanuel Macron, forseta Frakklands. Eftir fundinn ræddi hann við fréttamenn þar sem hann sagði að allar tilraunir til að afneita þúsund ára tengingu gyðinga við Jerúsalem væru fráleitar. „Þið getið lesið um það í afar fínni bók, hún er kölluð biblían,“ sagði Netanyahu. „Því fyrr sem Palestínumenn átta sig á þessu, því fyrr þokumst við í átt að friði.“ BBC segir varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pence, hafa gagnrýnt yfirvöld í Palestínu harðlega. Sagði hann það miður að forseti Palestínu, Mahmoud Abbas, hefði neitað að hitta Pence í fyrirhugaðri ferð hans til svæðisins. Trúarleiðtogar múslima og kristinna í Egyptalandi hafa einnig neitað að hitta Mike Pence vegna ákvörðunar Bandaríkjanna að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. Tengdar fréttir Vara Palestínumenn við að aflýsa viðræðum við Pence Bandaríkjamenn segja það vinna gegn friðarferlinu, verði hætt við viðræðurnar við varaforseta Bandaríkjanna. 8. desember 2017 08:29 Meirihluti öryggiráðsins vill fund vegna ákvörðunar Trump Sádí Arabar fordæma þá ákvörðun Bandaríkjamanna að ætla að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelsríkis. 7. desember 2017 07:21 Leiðtogi Hamas hvetur almenning til aðgerða Óttast er að sendiráðstilfærsla Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem geti virkað sem neisti í púðurtunnu. Leiðtogi Hamas vill að Palestínumenn hristi Ísrael af sér en Fatah vill leita diplómatískra leiða til að leysa vandann. 8. desember 2017 06:00 Þúsundir Ísraela mótmæla Netanyahu Um 10 þúsund Ísraelar mótmæltu í Tel Avív í gær gegn forsætisráðherranum Benjamin Netanyahu sem sakaður eru um spillingu. 10. desember 2017 09:27 Táragasi beitt á mótmælendur við sendiráð Bandaríkjanna í Líbanon Hörð átök áttu sér stað fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna í Beirút, höfuðborg Líbanon, í dag. Hópur fólks hafði safnast saman fyrir utan sendiráðið til að mótmæla ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta í vikunni um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. 10. desember 2017 14:16 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira
Forsætisráðherra Ísrael segir að Palestínumenn verði að átta sig á þeim raunveruleika að Jerúsalem sé höfuðborg Ísrael . Þannig megi þokast í átt að friði að mati Benjamin Netanyahu sem sagði þetta þegar hann ávarpaði blaðamenn í París fyrr í dag, á sama tíma og hörð mótmæli ríktu vegna ákvörðunar Bandaríkjanna að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísrael. Netanyahu sagði að Jerúsalem hefði verið höfuðborg Ísrael í þrjú þúsund ár og aldrei verið höfuðborg annarrar þjóðar.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá orðum forsætisráðherrans og segir sömuleiðis frá því að átök hafi brotist út nærri sendiráði Bandaríkjanna í Libanon fyrr í dag vegna ákvörðunarinnar. Palestínumaður var handtekinn í Jerúsalem í dag eftir að hafa stungið og sært ísraelskan öryggisvörð alvarlega nærri strætóbiðstöð í miðborginni. Netanyahu var staddur í París í Frakklandi í dag þar sem hann átti fund með Emmanuel Macron, forseta Frakklands. Eftir fundinn ræddi hann við fréttamenn þar sem hann sagði að allar tilraunir til að afneita þúsund ára tengingu gyðinga við Jerúsalem væru fráleitar. „Þið getið lesið um það í afar fínni bók, hún er kölluð biblían,“ sagði Netanyahu. „Því fyrr sem Palestínumenn átta sig á þessu, því fyrr þokumst við í átt að friði.“ BBC segir varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pence, hafa gagnrýnt yfirvöld í Palestínu harðlega. Sagði hann það miður að forseti Palestínu, Mahmoud Abbas, hefði neitað að hitta Pence í fyrirhugaðri ferð hans til svæðisins. Trúarleiðtogar múslima og kristinna í Egyptalandi hafa einnig neitað að hitta Mike Pence vegna ákvörðunar Bandaríkjanna að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels.
Tengdar fréttir Vara Palestínumenn við að aflýsa viðræðum við Pence Bandaríkjamenn segja það vinna gegn friðarferlinu, verði hætt við viðræðurnar við varaforseta Bandaríkjanna. 8. desember 2017 08:29 Meirihluti öryggiráðsins vill fund vegna ákvörðunar Trump Sádí Arabar fordæma þá ákvörðun Bandaríkjamanna að ætla að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelsríkis. 7. desember 2017 07:21 Leiðtogi Hamas hvetur almenning til aðgerða Óttast er að sendiráðstilfærsla Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem geti virkað sem neisti í púðurtunnu. Leiðtogi Hamas vill að Palestínumenn hristi Ísrael af sér en Fatah vill leita diplómatískra leiða til að leysa vandann. 8. desember 2017 06:00 Þúsundir Ísraela mótmæla Netanyahu Um 10 þúsund Ísraelar mótmæltu í Tel Avív í gær gegn forsætisráðherranum Benjamin Netanyahu sem sakaður eru um spillingu. 10. desember 2017 09:27 Táragasi beitt á mótmælendur við sendiráð Bandaríkjanna í Líbanon Hörð átök áttu sér stað fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna í Beirút, höfuðborg Líbanon, í dag. Hópur fólks hafði safnast saman fyrir utan sendiráðið til að mótmæla ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta í vikunni um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. 10. desember 2017 14:16 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira
Vara Palestínumenn við að aflýsa viðræðum við Pence Bandaríkjamenn segja það vinna gegn friðarferlinu, verði hætt við viðræðurnar við varaforseta Bandaríkjanna. 8. desember 2017 08:29
Meirihluti öryggiráðsins vill fund vegna ákvörðunar Trump Sádí Arabar fordæma þá ákvörðun Bandaríkjamanna að ætla að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelsríkis. 7. desember 2017 07:21
Leiðtogi Hamas hvetur almenning til aðgerða Óttast er að sendiráðstilfærsla Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem geti virkað sem neisti í púðurtunnu. Leiðtogi Hamas vill að Palestínumenn hristi Ísrael af sér en Fatah vill leita diplómatískra leiða til að leysa vandann. 8. desember 2017 06:00
Þúsundir Ísraela mótmæla Netanyahu Um 10 þúsund Ísraelar mótmæltu í Tel Avív í gær gegn forsætisráðherranum Benjamin Netanyahu sem sakaður eru um spillingu. 10. desember 2017 09:27
Táragasi beitt á mótmælendur við sendiráð Bandaríkjanna í Líbanon Hörð átök áttu sér stað fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna í Beirút, höfuðborg Líbanon, í dag. Hópur fólks hafði safnast saman fyrir utan sendiráðið til að mótmæla ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta í vikunni um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. 10. desember 2017 14:16