Segir Palestínumenn verða að átta sig á þeim raunveruleika að Jerúsalem sé höfuðborg Ísrael Birgir Olgeirsson skrifar 10. desember 2017 22:07 Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, ræddi við fréttamenn að loknum fundi sínum með forseta Frakklands í París í dag. Vísir/EPA Forsætisráðherra Ísrael segir að Palestínumenn verði að átta sig á þeim raunveruleika að Jerúsalem sé höfuðborg Ísrael . Þannig megi þokast í átt að friði að mati Benjamin Netanyahu sem sagði þetta þegar hann ávarpaði blaðamenn í París fyrr í dag, á sama tíma og hörð mótmæli ríktu vegna ákvörðunar Bandaríkjanna að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísrael. Netanyahu sagði að Jerúsalem hefði verið höfuðborg Ísrael í þrjú þúsund ár og aldrei verið höfuðborg annarrar þjóðar.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá orðum forsætisráðherrans og segir sömuleiðis frá því að átök hafi brotist út nærri sendiráði Bandaríkjanna í Libanon fyrr í dag vegna ákvörðunarinnar. Palestínumaður var handtekinn í Jerúsalem í dag eftir að hafa stungið og sært ísraelskan öryggisvörð alvarlega nærri strætóbiðstöð í miðborginni. Netanyahu var staddur í París í Frakklandi í dag þar sem hann átti fund með Emmanuel Macron, forseta Frakklands. Eftir fundinn ræddi hann við fréttamenn þar sem hann sagði að allar tilraunir til að afneita þúsund ára tengingu gyðinga við Jerúsalem væru fráleitar. „Þið getið lesið um það í afar fínni bók, hún er kölluð biblían,“ sagði Netanyahu. „Því fyrr sem Palestínumenn átta sig á þessu, því fyrr þokumst við í átt að friði.“ BBC segir varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pence, hafa gagnrýnt yfirvöld í Palestínu harðlega. Sagði hann það miður að forseti Palestínu, Mahmoud Abbas, hefði neitað að hitta Pence í fyrirhugaðri ferð hans til svæðisins. Trúarleiðtogar múslima og kristinna í Egyptalandi hafa einnig neitað að hitta Mike Pence vegna ákvörðunar Bandaríkjanna að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. Tengdar fréttir Vara Palestínumenn við að aflýsa viðræðum við Pence Bandaríkjamenn segja það vinna gegn friðarferlinu, verði hætt við viðræðurnar við varaforseta Bandaríkjanna. 8. desember 2017 08:29 Meirihluti öryggiráðsins vill fund vegna ákvörðunar Trump Sádí Arabar fordæma þá ákvörðun Bandaríkjamanna að ætla að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelsríkis. 7. desember 2017 07:21 Leiðtogi Hamas hvetur almenning til aðgerða Óttast er að sendiráðstilfærsla Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem geti virkað sem neisti í púðurtunnu. Leiðtogi Hamas vill að Palestínumenn hristi Ísrael af sér en Fatah vill leita diplómatískra leiða til að leysa vandann. 8. desember 2017 06:00 Þúsundir Ísraela mótmæla Netanyahu Um 10 þúsund Ísraelar mótmæltu í Tel Avív í gær gegn forsætisráðherranum Benjamin Netanyahu sem sakaður eru um spillingu. 10. desember 2017 09:27 Táragasi beitt á mótmælendur við sendiráð Bandaríkjanna í Líbanon Hörð átök áttu sér stað fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna í Beirút, höfuðborg Líbanon, í dag. Hópur fólks hafði safnast saman fyrir utan sendiráðið til að mótmæla ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta í vikunni um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. 10. desember 2017 14:16 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Sjá meira
Forsætisráðherra Ísrael segir að Palestínumenn verði að átta sig á þeim raunveruleika að Jerúsalem sé höfuðborg Ísrael . Þannig megi þokast í átt að friði að mati Benjamin Netanyahu sem sagði þetta þegar hann ávarpaði blaðamenn í París fyrr í dag, á sama tíma og hörð mótmæli ríktu vegna ákvörðunar Bandaríkjanna að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísrael. Netanyahu sagði að Jerúsalem hefði verið höfuðborg Ísrael í þrjú þúsund ár og aldrei verið höfuðborg annarrar þjóðar.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá orðum forsætisráðherrans og segir sömuleiðis frá því að átök hafi brotist út nærri sendiráði Bandaríkjanna í Libanon fyrr í dag vegna ákvörðunarinnar. Palestínumaður var handtekinn í Jerúsalem í dag eftir að hafa stungið og sært ísraelskan öryggisvörð alvarlega nærri strætóbiðstöð í miðborginni. Netanyahu var staddur í París í Frakklandi í dag þar sem hann átti fund með Emmanuel Macron, forseta Frakklands. Eftir fundinn ræddi hann við fréttamenn þar sem hann sagði að allar tilraunir til að afneita þúsund ára tengingu gyðinga við Jerúsalem væru fráleitar. „Þið getið lesið um það í afar fínni bók, hún er kölluð biblían,“ sagði Netanyahu. „Því fyrr sem Palestínumenn átta sig á þessu, því fyrr þokumst við í átt að friði.“ BBC segir varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pence, hafa gagnrýnt yfirvöld í Palestínu harðlega. Sagði hann það miður að forseti Palestínu, Mahmoud Abbas, hefði neitað að hitta Pence í fyrirhugaðri ferð hans til svæðisins. Trúarleiðtogar múslima og kristinna í Egyptalandi hafa einnig neitað að hitta Mike Pence vegna ákvörðunar Bandaríkjanna að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels.
Tengdar fréttir Vara Palestínumenn við að aflýsa viðræðum við Pence Bandaríkjamenn segja það vinna gegn friðarferlinu, verði hætt við viðræðurnar við varaforseta Bandaríkjanna. 8. desember 2017 08:29 Meirihluti öryggiráðsins vill fund vegna ákvörðunar Trump Sádí Arabar fordæma þá ákvörðun Bandaríkjamanna að ætla að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelsríkis. 7. desember 2017 07:21 Leiðtogi Hamas hvetur almenning til aðgerða Óttast er að sendiráðstilfærsla Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem geti virkað sem neisti í púðurtunnu. Leiðtogi Hamas vill að Palestínumenn hristi Ísrael af sér en Fatah vill leita diplómatískra leiða til að leysa vandann. 8. desember 2017 06:00 Þúsundir Ísraela mótmæla Netanyahu Um 10 þúsund Ísraelar mótmæltu í Tel Avív í gær gegn forsætisráðherranum Benjamin Netanyahu sem sakaður eru um spillingu. 10. desember 2017 09:27 Táragasi beitt á mótmælendur við sendiráð Bandaríkjanna í Líbanon Hörð átök áttu sér stað fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna í Beirút, höfuðborg Líbanon, í dag. Hópur fólks hafði safnast saman fyrir utan sendiráðið til að mótmæla ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta í vikunni um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. 10. desember 2017 14:16 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Sjá meira
Vara Palestínumenn við að aflýsa viðræðum við Pence Bandaríkjamenn segja það vinna gegn friðarferlinu, verði hætt við viðræðurnar við varaforseta Bandaríkjanna. 8. desember 2017 08:29
Meirihluti öryggiráðsins vill fund vegna ákvörðunar Trump Sádí Arabar fordæma þá ákvörðun Bandaríkjamanna að ætla að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelsríkis. 7. desember 2017 07:21
Leiðtogi Hamas hvetur almenning til aðgerða Óttast er að sendiráðstilfærsla Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem geti virkað sem neisti í púðurtunnu. Leiðtogi Hamas vill að Palestínumenn hristi Ísrael af sér en Fatah vill leita diplómatískra leiða til að leysa vandann. 8. desember 2017 06:00
Þúsundir Ísraela mótmæla Netanyahu Um 10 þúsund Ísraelar mótmæltu í Tel Avív í gær gegn forsætisráðherranum Benjamin Netanyahu sem sakaður eru um spillingu. 10. desember 2017 09:27
Táragasi beitt á mótmælendur við sendiráð Bandaríkjanna í Líbanon Hörð átök áttu sér stað fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna í Beirút, höfuðborg Líbanon, í dag. Hópur fólks hafði safnast saman fyrir utan sendiráðið til að mótmæla ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta í vikunni um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. 10. desember 2017 14:16