Hringdi í Neyðarlínuna til að vara við Trölla Samúel Karl Ólason skrifar 19. desember 2017 16:40 Trölli er alltaf að reyna að stela jólunum. Vísir/Getty Hinn fimm ára gamli TyLon Pittman komst á snoðir um það um helgina að Trölli (Grinch) ætlaði að stela af honum jólunum. Þá hafði hann verið að horfa á hluta úr teiknimynd um Trölla. Vitandi það að hann væri of ungur til að takast á við Trölla brá Pittman á það ráð að hringja í Neyðarlínuna. Pittman reyndi nokkrum sinnum að hringja en snerist alltaf hugur og skellti á. Að endingu hringdi starfsmaður Neyðarlínunnar til baka. „Ég vildi bara segja ykkur að passa ykkur á Trölla. Því Trölli ætlar að stela jólunum,“ sagði Pittman. Hann tilkynnti starfsmanni Neyðarlínunnar svo að hann ætlaði að verða lögregluþjónn þegar hann yrði stór.Eftir stutt samtal bað starfsmaður Neyðarlínunnar um að fá að tala við einhvern fullorðinn og Pittman rétti föður sínum tólið. „Þetta er Neyðarlínan,“ sagði hann við undrandi föður sinn sem vissi ekki af símtölum drengsins.Hægt er að hlusta á símtalið hér að neðan en mögulega þurfa lesendur að hækka aðeins til að heyra það. Lögreglukonan Lauren Deville heyrði af símtalinu og fór hún því í heimsókn til Pittman um kvöldið. Hún sagði drengnum að hún myndi ekki leyfa Trölla að stela jólunum. Hann gæti því notið jólanna án þess að vera hræddur. Bróðir Pittman, sem er í flughernum, tók samskipti Pittman og Deville upp á myndband og birti á Facebook. Þá er sagan þó ekki öll sögð því í gær var Pittman fengin til að hjálpa Deville við að handtaka Trölla, fyrir að ætla að stela jólunum. „Ég spurði hvað hann myndi gera ef hann sæi Trölla,“ sagði Deville í samtali við Clarion Ledger. „Hann sagði að hann myndi hringja í okkur og við myndum koma og handtaka hann. Svo ég fór að leita og fann Trölla.“ Bandaríkin Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Sjá meira
Hinn fimm ára gamli TyLon Pittman komst á snoðir um það um helgina að Trölli (Grinch) ætlaði að stela af honum jólunum. Þá hafði hann verið að horfa á hluta úr teiknimynd um Trölla. Vitandi það að hann væri of ungur til að takast á við Trölla brá Pittman á það ráð að hringja í Neyðarlínuna. Pittman reyndi nokkrum sinnum að hringja en snerist alltaf hugur og skellti á. Að endingu hringdi starfsmaður Neyðarlínunnar til baka. „Ég vildi bara segja ykkur að passa ykkur á Trölla. Því Trölli ætlar að stela jólunum,“ sagði Pittman. Hann tilkynnti starfsmanni Neyðarlínunnar svo að hann ætlaði að verða lögregluþjónn þegar hann yrði stór.Eftir stutt samtal bað starfsmaður Neyðarlínunnar um að fá að tala við einhvern fullorðinn og Pittman rétti föður sínum tólið. „Þetta er Neyðarlínan,“ sagði hann við undrandi föður sinn sem vissi ekki af símtölum drengsins.Hægt er að hlusta á símtalið hér að neðan en mögulega þurfa lesendur að hækka aðeins til að heyra það. Lögreglukonan Lauren Deville heyrði af símtalinu og fór hún því í heimsókn til Pittman um kvöldið. Hún sagði drengnum að hún myndi ekki leyfa Trölla að stela jólunum. Hann gæti því notið jólanna án þess að vera hræddur. Bróðir Pittman, sem er í flughernum, tók samskipti Pittman og Deville upp á myndband og birti á Facebook. Þá er sagan þó ekki öll sögð því í gær var Pittman fengin til að hjálpa Deville við að handtaka Trölla, fyrir að ætla að stela jólunum. „Ég spurði hvað hann myndi gera ef hann sæi Trölla,“ sagði Deville í samtali við Clarion Ledger. „Hann sagði að hann myndi hringja í okkur og við myndum koma og handtaka hann. Svo ég fór að leita og fann Trölla.“
Bandaríkin Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Sjá meira