Jafnt í Suðurstrandarslagnum

Dagur Lárusson skrifar
Southampton jafnaði metin í seinni hálfleiknum.
Southampton jafnaði metin í seinni hálfleiknum. vísir/getty
Bournemouth og Southampton mættust í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í dag en leikurinn hófst kl 13:30 og var að ljúka rétt í þessu.

Fyrir leikinn var Bournemouth í 16.sæti deildarinnar með 14 stig á meðan Southampton var í 12.sæti með 16 stig.

Það voru heimamenn sem byrjuðu leikinn með miklum krafti og sóttu stíft á gestina frá Southampton og varði t.d. Fraser Forster óaðfinnalega frá Jermain Defoe um miðbik fyrri hálfleiksins.

Bournemouth náðu að brjóta ísinn eftir hraða skyndisókn eftir að varnarmaður Southampton missti frá sér boltann og boltinn barst til Ryan Fraser sem skoraði framhjá Forster í markinu og var staðan 1-0 í hlé.

Pellegrino gerði skiptingu í hálfleik og setti inná Nathan Redmond en það virtist hleypa lífi í sóknarleik Southampton sem tóku völdin á vellinum fyrri hluta seinni hálfleikins og jafnaði Charlie Austin metin á 61.mínútu.

Eftir það var sótt á báða bóga og bæði lið fengu færi til þess að vinna leikinn en niðurstaðan varð 1-1 jafntefli.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira