Fyrsta mark Harðar á tímabilinu sjálfsmark

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Hörður og félagar eru eins og er í umspilssæti um sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili
Hörður og félagar eru eins og er í umspilssæti um sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili Vísir/getty
Hörður Björgvin Magnússon skoraði sitt fyrsta mark í búningi Bristol á tímabilinu í ensku 1. deildinni í kvöld. Því miður þá fór boltinn þó í mark Bristol, en ekki andstæðinganna.

Hörður var í byrjunarliðinu hjá Bristol sem fékk Middlesbrough í heimsókn.

Joe Bryan og Jamie Paterson komu heimamönnum í 2-0 á þriggja mínútna kafla í seinni hálfleik, áður en Hörður varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net.

Hann ætlaði að hreinsa fyrirgjöf aftur fyrir og í horn, en stýrði boltanum í netið og hleypti spennu í lokamínúturnar.

Bristol náði að halda leikinn út og vann 2-1 sigur. Sigurinn skilaði liðinu í þriðja sæti deildarinnar, sjö stigum frá toppliði Wolves sem á þó leik inni.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira