Fátækum fórnað á altari hinna ríku Samúel Karl Ólason skrifar 7. desember 2017 14:00 Paul Ryan á góðri stund með öðrum þingmönnum Repúblikanaflokksins. Vísir/Getty Repúblikanar ætla sér að draga verulega úr aðstoð ríkisins við aldraða og fátæka í Bandaríkjunum á næsta ári. Paul Ryan, leiðtogi flokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, segir það nauðsynlegt til að draga úr fjárlagahalla ríkisins. Þingmenn flokksins keppast nú við að klára gerð skattafrumvarps sem mun auka verulega á fjárlagahalla ríkisins á næstu árum. „Við munum þurfa að skoða breytingar á réttindakerfinu á næsta ári en þannig tæklar þú skuldir og fjárlagahalla,“ sagði Ryan í útvarpsviðtali í gær. Skömmu síðar sagði hann að heilbrigðiskerfið keyrði skuldir ríkisins áfram. Hann sagðist einnig hafa rætt málið við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og ýtt undir nauðsyn þess að draga úr opinberri fjárveitingu til svokallaðs Medicare. Það snýr að sjúkratryggingum fyrir aldraða. Ryan sagði einnig að þingið myndi reyna að draga úr kostnaði við almannatryggingar. Sem forsetaframbjóðandi hét Trump því að draga ekki úr kostnaði Medicare og almannatrygginga.Í umfjöllun Washington Post segir að umtalsverð tákn séu á lofti um að Repúblikanar ætli að draga verulega úr kostnaði ríkisins á næsta ári. Á sama tíma og þeir eru að vinna að skattafrumvarpi sem sérfræðingar segja að muni auka fjárlagahalla Bandaríkjanna um minnst eina billjón dala (1.000.000.000.000) á næstu tíu árum.Gagnrýni á skattafrumvarp Repúblikana hefur að mestu snúið að því að ríkir Bandaríkjamenn fái verulega afslætti á sköttum en fátækir og miðstétt landsins sitji eftir og þurfi að greiða hærri skatta innan nokkurra ára.Atvinnuleysisbætur fátækragildra Þingmenn flokksins hafa að undanförnu farið víða um og rætt nauðsyn þess að draga úr kostnaði ríkisins. Margar tillögur þeirra hafa snúið að nauðsyn þess að draga úr fjárhagslegum stuðningi við fátækt fólk. Til dæmis sagði þingmaðurinn Orrin G. Hatch að aðgerðir Demókrata til stuðnings fátækra væri sóun á fjármunum Bandaríkjanna.Paul Ryan segist hafa farið yfir málið með forsetanum, Donald Trump.Vísir/afp„Þú hjálpar ekki fátækum með því laga ekki skuldir ríkisins og þú hjálpar ekki fátækum með því að keyra fleiri og fleiri stuðningsaðgerðum frjálslyndra í gegnum kerfið.“ Þá sagði Paul Ryan í áðurnefndu útvarpsviðtali að atvinnuleysisbætur væru fátækragildra. Verið væri að greiða fólki fyrir að vera ekki í vinnu og það þyrfti að laga það. Demókratar segja Repúblikana vera að nota fjárlagahalla, sem sé að miklu leyti þeirra eigin sköpun, til þess að skera niður fjárveitingar ríkisins til heilbrigðismála og almannatrygginga. Það muni koma sérstaklega niður á fátækum.Gæti reynst Repúblikönum dýrt Þingmenn virðast þó óttast það að draga úr aðstoð við fólk sem nýtur hennar nú þegar af ótta við pólitískan kostnað sem gæti fylgt því. Þess í stað er talið að til standi að koma í veg fyrir að fleiri muni geta notið aðstoðar ríkisins. Í umfjöllun New York Times kemur fram að slíkar aðgerðir séu verulega óvinsælar og milljónir manna treysti á aðstoð ríkisins. Demókratar sjái færi á því að ná fram sigrum í þingkosningum á næsta ári með því að beita þeim skilaboðum að Repúblikanar fórni almenningi á altari hinna ríku. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Fleiri fréttir Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Sjá meira
Repúblikanar ætla sér að draga verulega úr aðstoð ríkisins við aldraða og fátæka í Bandaríkjunum á næsta ári. Paul Ryan, leiðtogi flokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, segir það nauðsynlegt til að draga úr fjárlagahalla ríkisins. Þingmenn flokksins keppast nú við að klára gerð skattafrumvarps sem mun auka verulega á fjárlagahalla ríkisins á næstu árum. „Við munum þurfa að skoða breytingar á réttindakerfinu á næsta ári en þannig tæklar þú skuldir og fjárlagahalla,“ sagði Ryan í útvarpsviðtali í gær. Skömmu síðar sagði hann að heilbrigðiskerfið keyrði skuldir ríkisins áfram. Hann sagðist einnig hafa rætt málið við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og ýtt undir nauðsyn þess að draga úr opinberri fjárveitingu til svokallaðs Medicare. Það snýr að sjúkratryggingum fyrir aldraða. Ryan sagði einnig að þingið myndi reyna að draga úr kostnaði við almannatryggingar. Sem forsetaframbjóðandi hét Trump því að draga ekki úr kostnaði Medicare og almannatrygginga.Í umfjöllun Washington Post segir að umtalsverð tákn séu á lofti um að Repúblikanar ætli að draga verulega úr kostnaði ríkisins á næsta ári. Á sama tíma og þeir eru að vinna að skattafrumvarpi sem sérfræðingar segja að muni auka fjárlagahalla Bandaríkjanna um minnst eina billjón dala (1.000.000.000.000) á næstu tíu árum.Gagnrýni á skattafrumvarp Repúblikana hefur að mestu snúið að því að ríkir Bandaríkjamenn fái verulega afslætti á sköttum en fátækir og miðstétt landsins sitji eftir og þurfi að greiða hærri skatta innan nokkurra ára.Atvinnuleysisbætur fátækragildra Þingmenn flokksins hafa að undanförnu farið víða um og rætt nauðsyn þess að draga úr kostnaði ríkisins. Margar tillögur þeirra hafa snúið að nauðsyn þess að draga úr fjárhagslegum stuðningi við fátækt fólk. Til dæmis sagði þingmaðurinn Orrin G. Hatch að aðgerðir Demókrata til stuðnings fátækra væri sóun á fjármunum Bandaríkjanna.Paul Ryan segist hafa farið yfir málið með forsetanum, Donald Trump.Vísir/afp„Þú hjálpar ekki fátækum með því laga ekki skuldir ríkisins og þú hjálpar ekki fátækum með því að keyra fleiri og fleiri stuðningsaðgerðum frjálslyndra í gegnum kerfið.“ Þá sagði Paul Ryan í áðurnefndu útvarpsviðtali að atvinnuleysisbætur væru fátækragildra. Verið væri að greiða fólki fyrir að vera ekki í vinnu og það þyrfti að laga það. Demókratar segja Repúblikana vera að nota fjárlagahalla, sem sé að miklu leyti þeirra eigin sköpun, til þess að skera niður fjárveitingar ríkisins til heilbrigðismála og almannatrygginga. Það muni koma sérstaklega niður á fátækum.Gæti reynst Repúblikönum dýrt Þingmenn virðast þó óttast það að draga úr aðstoð við fólk sem nýtur hennar nú þegar af ótta við pólitískan kostnað sem gæti fylgt því. Þess í stað er talið að til standi að koma í veg fyrir að fleiri muni geta notið aðstoðar ríkisins. Í umfjöllun New York Times kemur fram að slíkar aðgerðir séu verulega óvinsælar og milljónir manna treysti á aðstoð ríkisins. Demókratar sjái færi á því að ná fram sigrum í þingkosningum á næsta ári með því að beita þeim skilaboðum að Repúblikanar fórni almenningi á altari hinna ríku.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Fleiri fréttir Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Sjá meira