Reikningur Breta vegna Brexit rúmir fimm þúsund milljarðar króna Atli Ísleifsson skrifar 8. desember 2017 14:40 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, og Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB. Vísir/AFP Reikningur Bretlands vegna útlöngu þess úr Evrópusambandsins verður á bilinu 35 og 39 milljarðar punda. Þetta sagði talsmaður Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, í morgun, en upphæðin nemur milli 4,9 þúsund milljarða og 5,5 þúsund milljarða króna á núvirði. May og Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, tilkynntu í morgun að samkomulag hefði náðst um tiltekin atriði í Brexit-viðræðunum sem gæfu viðsemjendum færi á að færa viðræðurnar á næsta stig. Samkomulagið sem kynnt var í morgun er fimmtán síðna plagg og í 96 liðum. Þar er greint frá hvaða réttindi ríkisborgarar aðildarríkja ESB skuli hafa í Bretlandi og Bretar í aðildarríkjum ESB eftir útgöngu, fyrirkomulag á landamærum Írlands og Norður-Írlands og margt fleira. Bæði bresk stjórnvöld og ESB vilja viðhalda frjálsu flæði varaá landamærunum, án landamæraeftirlits, af ótta við að slíkt gæti leitt til afturhvarfs til átaka á svæðinu.Upphæðin háð hagvexti og fleiruMichel Barnier, aðalsamningamaður ESB, sagðist ekki vilja nefna neina ákveðna tölu sem Bretar þyrftu að greiða vegna útgöngunnar þar sem hún væri meðal annars háð hagvexti og fleiri þáttum. Barnier sagði þó að útgöngusamningurinn verði að vera tilbúinn í október 2018 og að mjög mikil vinna væri enn fyrir höndum. Bresk stjórnvöld vilja að aðildarríki ESB nái sem fyrst samkomulagi um aðlögunartímabil vegna útgöngunnar, auk þess að samkomulag náist sem fyrst um framtíðarviðskiptasamband Bretlands og ESB. Deilur um reikning vegna útgöngunnar hefur verið einn helsti ásteytingarsteinninn í viðræðunum til þessa. Í samkomulaginu sem kynnt var í morgun kemur fram að Bretar muni greiða sínar skuldbindingar fram til loka árs 2020. Stefnt er að því að Bretland verði ekki lengur aðildarríki ESB þann 29. mars 2019. Brexit Tengdar fréttir Komust að samkomulagi í Brexit-viðræðunum Nægileg framvinda hefur náðst í Brexit viðræðum Breta og Evrópusambandsins til að færa þær á annað stig. 8. desember 2017 08:00 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Sjá meira
Reikningur Bretlands vegna útlöngu þess úr Evrópusambandsins verður á bilinu 35 og 39 milljarðar punda. Þetta sagði talsmaður Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, í morgun, en upphæðin nemur milli 4,9 þúsund milljarða og 5,5 þúsund milljarða króna á núvirði. May og Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, tilkynntu í morgun að samkomulag hefði náðst um tiltekin atriði í Brexit-viðræðunum sem gæfu viðsemjendum færi á að færa viðræðurnar á næsta stig. Samkomulagið sem kynnt var í morgun er fimmtán síðna plagg og í 96 liðum. Þar er greint frá hvaða réttindi ríkisborgarar aðildarríkja ESB skuli hafa í Bretlandi og Bretar í aðildarríkjum ESB eftir útgöngu, fyrirkomulag á landamærum Írlands og Norður-Írlands og margt fleira. Bæði bresk stjórnvöld og ESB vilja viðhalda frjálsu flæði varaá landamærunum, án landamæraeftirlits, af ótta við að slíkt gæti leitt til afturhvarfs til átaka á svæðinu.Upphæðin háð hagvexti og fleiruMichel Barnier, aðalsamningamaður ESB, sagðist ekki vilja nefna neina ákveðna tölu sem Bretar þyrftu að greiða vegna útgöngunnar þar sem hún væri meðal annars háð hagvexti og fleiri þáttum. Barnier sagði þó að útgöngusamningurinn verði að vera tilbúinn í október 2018 og að mjög mikil vinna væri enn fyrir höndum. Bresk stjórnvöld vilja að aðildarríki ESB nái sem fyrst samkomulagi um aðlögunartímabil vegna útgöngunnar, auk þess að samkomulag náist sem fyrst um framtíðarviðskiptasamband Bretlands og ESB. Deilur um reikning vegna útgöngunnar hefur verið einn helsti ásteytingarsteinninn í viðræðunum til þessa. Í samkomulaginu sem kynnt var í morgun kemur fram að Bretar muni greiða sínar skuldbindingar fram til loka árs 2020. Stefnt er að því að Bretland verði ekki lengur aðildarríki ESB þann 29. mars 2019.
Brexit Tengdar fréttir Komust að samkomulagi í Brexit-viðræðunum Nægileg framvinda hefur náðst í Brexit viðræðum Breta og Evrópusambandsins til að færa þær á annað stig. 8. desember 2017 08:00 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Sjá meira
Komust að samkomulagi í Brexit-viðræðunum Nægileg framvinda hefur náðst í Brexit viðræðum Breta og Evrópusambandsins til að færa þær á annað stig. 8. desember 2017 08:00