Önnur kona sakar þingmann demókrata um áreitni Kjartan Kjartansson skrifar 20. nóvember 2017 19:07 Franken var grínisti áður en hann var kjörinn þingmaður Minnesota. Gamanið er þó tekið að kárna hjá honum eftir að tvær konur hafa stigið fram og sakað hann um áreitni. Vísir/AFP Nýja ásakanir um kynferðislega áreitni eru komnar fram gegn Al Franken, öldungadeildarþingmanni demókrata. Hann hafði áður beðist afsökunar á atviki sem gerðist áður en hann varð þingmaður. Nú hefur kona stigið fram sem segir hann hafa gripið í rass sinn á hátíð árið 2010 þegar hann var orðinn þingmaður. Lindsay Menz, sem nú er 33 ára gömul, segir við CNN-fréttastöðina að atvikið hafi átt sér stað á ríkishátíð Minnesota árið 2010. Þá hafði Franken verið öldungadeildarþingmaður í tvö ár. Þegar eiginmaður hennar hafi ætlað að taka mynd af henni með þingmanninum hafi Franken gripið þétt um hana og tekið í afturendann á henni. „Hún var þétt utan um rasskinnina á mér,“ fullyrðir Menz. Franken segir CNN að hann muni ekki eftir myndatökunni en að hann harmi að Menz hafi upplifað vanvirðingu. Eiginmaður Menz og faðir hennar segja hins vegar að hún hafi sagt þeim strax frá því sem gerðist. A woman tells CNN that Al Franken grabbed her buttocks while she was taking a photo with the sitting US senator in 2010. Franken says he doesn't remember the photo and feels “badly” that she felt disrespected. https://t.co/gG3PRDlRzj pic.twitter.com/KPMjiOLDat— CNN Politics (@CNNPolitics) November 20, 2017 Áður hafði hann beðið Leeann Tweeden, útvarpsfréttakonu í Kaliforníu, afsökunar á áreitni sem átti sér stað árið 2006. Tweeden sakaði Franken um að hafa kysst sig með valdi og þuklað á henni. Mitch McConnell, forseti öldungadeildarinnar og leiðtogi repúblikana í henni, lagði til að siðanefnd þingsins skoðaði mál Franken eftir ásakanir Tweeden. Franken fagnaði þeirri tillögu. Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Valkvæð hneysklun forsetans með grugguga fortíð Það er ekki sama Jón og séra Jón. 17. nóvember 2017 21:15 Sakaður um að káfa á sofandi konu Útvarpskonan Leeann Tweeden segir öldungadeildarþingmanninn Al Franken hafa káfað á sér þegar hún var sofandi og kysst hana gegn vilja hennar. 16. nóvember 2017 18:15 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Fleiri fréttir Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Sjá meira
Nýja ásakanir um kynferðislega áreitni eru komnar fram gegn Al Franken, öldungadeildarþingmanni demókrata. Hann hafði áður beðist afsökunar á atviki sem gerðist áður en hann varð þingmaður. Nú hefur kona stigið fram sem segir hann hafa gripið í rass sinn á hátíð árið 2010 þegar hann var orðinn þingmaður. Lindsay Menz, sem nú er 33 ára gömul, segir við CNN-fréttastöðina að atvikið hafi átt sér stað á ríkishátíð Minnesota árið 2010. Þá hafði Franken verið öldungadeildarþingmaður í tvö ár. Þegar eiginmaður hennar hafi ætlað að taka mynd af henni með þingmanninum hafi Franken gripið þétt um hana og tekið í afturendann á henni. „Hún var þétt utan um rasskinnina á mér,“ fullyrðir Menz. Franken segir CNN að hann muni ekki eftir myndatökunni en að hann harmi að Menz hafi upplifað vanvirðingu. Eiginmaður Menz og faðir hennar segja hins vegar að hún hafi sagt þeim strax frá því sem gerðist. A woman tells CNN that Al Franken grabbed her buttocks while she was taking a photo with the sitting US senator in 2010. Franken says he doesn't remember the photo and feels “badly” that she felt disrespected. https://t.co/gG3PRDlRzj pic.twitter.com/KPMjiOLDat— CNN Politics (@CNNPolitics) November 20, 2017 Áður hafði hann beðið Leeann Tweeden, útvarpsfréttakonu í Kaliforníu, afsökunar á áreitni sem átti sér stað árið 2006. Tweeden sakaði Franken um að hafa kysst sig með valdi og þuklað á henni. Mitch McConnell, forseti öldungadeildarinnar og leiðtogi repúblikana í henni, lagði til að siðanefnd þingsins skoðaði mál Franken eftir ásakanir Tweeden. Franken fagnaði þeirri tillögu.
Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Valkvæð hneysklun forsetans með grugguga fortíð Það er ekki sama Jón og séra Jón. 17. nóvember 2017 21:15 Sakaður um að káfa á sofandi konu Útvarpskonan Leeann Tweeden segir öldungadeildarþingmanninn Al Franken hafa káfað á sér þegar hún var sofandi og kysst hana gegn vilja hennar. 16. nóvember 2017 18:15 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Fleiri fréttir Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Sjá meira
Valkvæð hneysklun forsetans með grugguga fortíð Það er ekki sama Jón og séra Jón. 17. nóvember 2017 21:15
Sakaður um að káfa á sofandi konu Útvarpskonan Leeann Tweeden segir öldungadeildarþingmanninn Al Franken hafa káfað á sér þegar hún var sofandi og kysst hana gegn vilja hennar. 16. nóvember 2017 18:15