Kenningar um fljótandi vatn á Mars mögulega byggðar á sandi Kjartan Kjartansson skrifar 21. nóvember 2017 23:56 Mjóar dökkar rákir í barmi Garni-gígsins á Mars. Kenningar voru um að fljótandi saltvatn gæti myndað þær. NASA/JPL/University of Arizona Dökkar rákir sem sést hafa í hlíðum á Mars eru mögulega ekki vísbending um fljótandi vatn nærri yfirborði reikistjörnunnar eins og kenningar hafa verið um. Ný rannsókn bendir til þess að rákirnar séu í raun og veru sandur sem rennur niður hlíðarnar. Töluverða athygli vakti þegar vísindamenn bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA sögðu frá því að þeir hefðu fundið vísbendingar um fljótandi vatn í hlíðum gljúfra og gíga á rauðu reikistjörnunni haustið 2015. Rákirnar voru fyrst uppgötvaðar fjórum árum fyrr. Myndir frá gervihnöttum sýndu dökkleitar rákir sem teygðu sig í sumum tilfellum hundruð metra hlýjustu mánuði ársins. Kenning vísindamannanna var að þar væri rennandi saltvatn á ferðinni sem kæmi annað hvort úr lofthjúpnum eða úr ís rétt undir yfirborðinu. Frekari rannsóknir á myndum frá Mars Reconanaissance Orbiter-geimfarinu leiða hins vegar í ljós að rákirnar myndast aðeins í hlíðum sem eru nógu brattar til þess að þurr sandkorn geti runnið af stað í þeim líkt og í sandöldum á jörðinni, að því er segir í frétt á vef NASA. Vatn gæti myndað rákir af þessu tagi í minni halla.Nærmynd HiRise-myndavélarinnar á MRO-geimfarinu af dökkum rákum í hlíðum gigs.NASA/JPL-Caltech/UA/USGSGeimfara á staðnum þarf til að fá botn í máliðÞrátt fyrir efasemdir um að fljótandi vatn sé orsök rákanna liggur ekki ljóst fyrir hvað veldur þeim. Þannig hefur ekki tekist að skýra hvers vegna rákirnar virðast árstíðarbundnar, hvers vegna þær dofnar hratt og hvers vegna vatnað salt greinist í þeim. Rannsakendurnir nú telja einn möguleikann að örlítið magn vatns gæti komið að myndun rákanna. Saltið gæti dregið í sig vatn úr lofthjúpnum og myndað saltvatnsdropa. Árstíðabundnar sveiflur í vötnun saltanna í sandinum gæti komið af stað rennsli sem myndar dökkar rákir. Spurning væri þá hvers vegna rákirnar birtast aðeins í brattari hlíðum. Það gæti verið afleiðing virkni vegna sérstakra aðstæðna á Mars. „Fullur skilningur á rákunum er líklega háður rannsóknum á þessum fyrirbærum á staðnum,“ esgir Rich Zurek, vísindamaður við MRO-geimfarið. Vísindi Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Innlent Fleiri fréttir „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Sjá meira
Dökkar rákir sem sést hafa í hlíðum á Mars eru mögulega ekki vísbending um fljótandi vatn nærri yfirborði reikistjörnunnar eins og kenningar hafa verið um. Ný rannsókn bendir til þess að rákirnar séu í raun og veru sandur sem rennur niður hlíðarnar. Töluverða athygli vakti þegar vísindamenn bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA sögðu frá því að þeir hefðu fundið vísbendingar um fljótandi vatn í hlíðum gljúfra og gíga á rauðu reikistjörnunni haustið 2015. Rákirnar voru fyrst uppgötvaðar fjórum árum fyrr. Myndir frá gervihnöttum sýndu dökkleitar rákir sem teygðu sig í sumum tilfellum hundruð metra hlýjustu mánuði ársins. Kenning vísindamannanna var að þar væri rennandi saltvatn á ferðinni sem kæmi annað hvort úr lofthjúpnum eða úr ís rétt undir yfirborðinu. Frekari rannsóknir á myndum frá Mars Reconanaissance Orbiter-geimfarinu leiða hins vegar í ljós að rákirnar myndast aðeins í hlíðum sem eru nógu brattar til þess að þurr sandkorn geti runnið af stað í þeim líkt og í sandöldum á jörðinni, að því er segir í frétt á vef NASA. Vatn gæti myndað rákir af þessu tagi í minni halla.Nærmynd HiRise-myndavélarinnar á MRO-geimfarinu af dökkum rákum í hlíðum gigs.NASA/JPL-Caltech/UA/USGSGeimfara á staðnum þarf til að fá botn í máliðÞrátt fyrir efasemdir um að fljótandi vatn sé orsök rákanna liggur ekki ljóst fyrir hvað veldur þeim. Þannig hefur ekki tekist að skýra hvers vegna rákirnar virðast árstíðarbundnar, hvers vegna þær dofnar hratt og hvers vegna vatnað salt greinist í þeim. Rannsakendurnir nú telja einn möguleikann að örlítið magn vatns gæti komið að myndun rákanna. Saltið gæti dregið í sig vatn úr lofthjúpnum og myndað saltvatnsdropa. Árstíðabundnar sveiflur í vötnun saltanna í sandinum gæti komið af stað rennsli sem myndar dökkar rákir. Spurning væri þá hvers vegna rákirnar birtast aðeins í brattari hlíðum. Það gæti verið afleiðing virkni vegna sérstakra aðstæðna á Mars. „Fullur skilningur á rákunum er líklega háður rannsóknum á þessum fyrirbærum á staðnum,“ esgir Rich Zurek, vísindamaður við MRO-geimfarið.
Vísindi Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Innlent Fleiri fréttir „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Sjá meira