Bandaríkin saka Búrma um þjóðernishreinsanir Samúel Karl Ólason skrifar 22. nóvember 2017 14:40 Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Vísir/Getty Yfirvöld Bandaríkjanna segja ofbeldi yfirvalda í Búrma, sem einnig gengur undir nafninu Mjanma, gegn rohingjamúslimum vera þjóðernishreinsanir. Minnst 600 þúsund manns hafa flúið yfir landamæri Búrma og Bangladess vegna ofbeldisins. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að her Búrma og vopnaðir hópar heimamanna hefðu valdið „ólíðandi þjáningum“ meðal rohingjafólksins. Hermenn og hópar fólks hafa myrt fjölda fólks, nauðgað konum og brennt heilu þorpin grunna.Vísir/GraphicnewsHer Búrma hefur kennt vígahópum rohingjafólks um að hafa byrjað ofbeldisölduna með árásum á lögregluþjóna. Tillerson sagði hins vegar að engin ögrun gæti réttlætt þau ódæði sem herinn hefði framið. Hann sagði einnig að nauðsynlegt væri að draga þá sem bæru ábyrgð á ódæðunum til ábyrgðar. Bandaríkin vilji rannsókn á ástandi og verði viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum mögulega beitt gegn Búrma.Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa yfirvöld Bandaríkjanna tekið sér langan tíma til að ákveða hvort að ódæði hersins gætu verið skilgreind sem þjóðernishreinsanir. Sameinuðu þjóðirnar komust að þeirri niðurstöðu í september.Sameinuðu þjóðirnar sögðu þá að aðgerðir hersins í Rhakine héraði væru „skólabókardæmi“ um þjóðernishreinsanir.Sjá einnig: Her Búrma segist saklausRohingjafólkið hefur búið í Búrma um langt skeið og hefur verið lýst sem þeim minnihlutahópi í heiminum sem býr við mestar ofsóknir. Talið er að þeir séu um 1,1 milljón og hafa langflestir þeirra búið í Rakhine héraði í vesturhluta Búrma en stjórnvöld þar hafa ekki viðurkennt þau sem borgara. Rohingjafólkið er íslamstrúar en meirihluti íbúa Búrma eru búddistar. Tengdar fréttir Frá friðarverðlaunum til þjóðernishreinsana Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, er sögð þegja á meðan almennir borgarar drepa Rohingja-múslima án dóms og laga. Suu Kyi er handhafi friðarverðlauna Nóbels og skora aðrir friðarverðlaunahafar á hana að binda enda á ofsóknirnar. 13. september 2017 06:00 Glæpir gegn mannkyni í Rakine-héraði Mannréttindasamtökin Amnesty International birtu nýja skýrslu í dag um ástandið í Myanmar. 18. október 2017 08:07 Suu Kyi heimsækir Rakhine-hérað Aung San Suu Kyi, ríkisráðgjafi og leiðtogi Mjanmar, heimsótti Rakhine-hérað í gær í fyrsta sinn síðan hún tók við embætti. 3. nóvember 2017 07:00 Þörf fyrir 47 milljarða til aðstoðar Rohingjum Af þessum 1,2 milljónum er bróðurparturinn Rohingjar sem flúið hafa ofsóknir í Rakhine-héraði nágrannaríkisins Mjanmar. 5. október 2017 06:00 Erindreki SÞ kallaður heim frá Mjanmar Æðsti erindreki Sameinuðu þjóðanna í Asíuríkinu Mjanmar hefur verið kallaður heim. Um þetta tilkynntu Sameinuðu þjóðirnar í gær. 12. október 2017 06:00 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Sjá meira
Yfirvöld Bandaríkjanna segja ofbeldi yfirvalda í Búrma, sem einnig gengur undir nafninu Mjanma, gegn rohingjamúslimum vera þjóðernishreinsanir. Minnst 600 þúsund manns hafa flúið yfir landamæri Búrma og Bangladess vegna ofbeldisins. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að her Búrma og vopnaðir hópar heimamanna hefðu valdið „ólíðandi þjáningum“ meðal rohingjafólksins. Hermenn og hópar fólks hafa myrt fjölda fólks, nauðgað konum og brennt heilu þorpin grunna.Vísir/GraphicnewsHer Búrma hefur kennt vígahópum rohingjafólks um að hafa byrjað ofbeldisölduna með árásum á lögregluþjóna. Tillerson sagði hins vegar að engin ögrun gæti réttlætt þau ódæði sem herinn hefði framið. Hann sagði einnig að nauðsynlegt væri að draga þá sem bæru ábyrgð á ódæðunum til ábyrgðar. Bandaríkin vilji rannsókn á ástandi og verði viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum mögulega beitt gegn Búrma.Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa yfirvöld Bandaríkjanna tekið sér langan tíma til að ákveða hvort að ódæði hersins gætu verið skilgreind sem þjóðernishreinsanir. Sameinuðu þjóðirnar komust að þeirri niðurstöðu í september.Sameinuðu þjóðirnar sögðu þá að aðgerðir hersins í Rhakine héraði væru „skólabókardæmi“ um þjóðernishreinsanir.Sjá einnig: Her Búrma segist saklausRohingjafólkið hefur búið í Búrma um langt skeið og hefur verið lýst sem þeim minnihlutahópi í heiminum sem býr við mestar ofsóknir. Talið er að þeir séu um 1,1 milljón og hafa langflestir þeirra búið í Rakhine héraði í vesturhluta Búrma en stjórnvöld þar hafa ekki viðurkennt þau sem borgara. Rohingjafólkið er íslamstrúar en meirihluti íbúa Búrma eru búddistar.
Tengdar fréttir Frá friðarverðlaunum til þjóðernishreinsana Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, er sögð þegja á meðan almennir borgarar drepa Rohingja-múslima án dóms og laga. Suu Kyi er handhafi friðarverðlauna Nóbels og skora aðrir friðarverðlaunahafar á hana að binda enda á ofsóknirnar. 13. september 2017 06:00 Glæpir gegn mannkyni í Rakine-héraði Mannréttindasamtökin Amnesty International birtu nýja skýrslu í dag um ástandið í Myanmar. 18. október 2017 08:07 Suu Kyi heimsækir Rakhine-hérað Aung San Suu Kyi, ríkisráðgjafi og leiðtogi Mjanmar, heimsótti Rakhine-hérað í gær í fyrsta sinn síðan hún tók við embætti. 3. nóvember 2017 07:00 Þörf fyrir 47 milljarða til aðstoðar Rohingjum Af þessum 1,2 milljónum er bróðurparturinn Rohingjar sem flúið hafa ofsóknir í Rakhine-héraði nágrannaríkisins Mjanmar. 5. október 2017 06:00 Erindreki SÞ kallaður heim frá Mjanmar Æðsti erindreki Sameinuðu þjóðanna í Asíuríkinu Mjanmar hefur verið kallaður heim. Um þetta tilkynntu Sameinuðu þjóðirnar í gær. 12. október 2017 06:00 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Sjá meira
Frá friðarverðlaunum til þjóðernishreinsana Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, er sögð þegja á meðan almennir borgarar drepa Rohingja-múslima án dóms og laga. Suu Kyi er handhafi friðarverðlauna Nóbels og skora aðrir friðarverðlaunahafar á hana að binda enda á ofsóknirnar. 13. september 2017 06:00
Glæpir gegn mannkyni í Rakine-héraði Mannréttindasamtökin Amnesty International birtu nýja skýrslu í dag um ástandið í Myanmar. 18. október 2017 08:07
Suu Kyi heimsækir Rakhine-hérað Aung San Suu Kyi, ríkisráðgjafi og leiðtogi Mjanmar, heimsótti Rakhine-hérað í gær í fyrsta sinn síðan hún tók við embætti. 3. nóvember 2017 07:00
Þörf fyrir 47 milljarða til aðstoðar Rohingjum Af þessum 1,2 milljónum er bróðurparturinn Rohingjar sem flúið hafa ofsóknir í Rakhine-héraði nágrannaríkisins Mjanmar. 5. október 2017 06:00
Erindreki SÞ kallaður heim frá Mjanmar Æðsti erindreki Sameinuðu þjóðanna í Asíuríkinu Mjanmar hefur verið kallaður heim. Um þetta tilkynntu Sameinuðu þjóðirnar í gær. 12. október 2017 06:00