Mnangagwa sver embættiseið Atli Ísleifsson skrifar 24. nóvember 2017 12:07 Frá embættistöku Emmeron Mnangagwa, vinstra megin á myndinni, í morgun. Vísir/AFP Emmerson Mnangagwa sór í morgun embættiseið sem forseti Simbabve á troðfylltum íþróttaleikvangi í höfuðborginni Harare. Mnangagwa tekur við embættinu af Robert Mugabe sem sagði af sér í gær eftir að hafa verið bolað úr embætti. Mugabe hafði stýrt landinu í 37 ár, fyrst sem forsætisráðherra og svo forseti. Mugabe rak Mnangagwa úr stóli varaforseta í byrjun mánaðar og ákváðu þá herinn og stjórnarflokkurinn Zanu PF að grípa til aðgerða sem leiddu að lokum til afsagnar Mugabe. Mnangagwa sneri aftur til Simbabve á miðvikudaginn. Hann hafði flúið land þegar Mugabe hafði rekið hann úr stóli varaforseta til að greiða leið eiginkonu sinnar, Grace Mugabe, til að taka við forsetaembættinu í landinu síðar meir. Stjórnarandstaðan í landinu hefur skorað á Mnangagwa að binda enda á spillingu í landinu.„Krókódíllinn“ KMnangagwa, sem er 75 ára, hefur verið einn nánasti samstarfsmaður Mugabe frá því að hann tók við stjórn landsins árið 1980. Mnangagwa hefur gengið undir nafninu „Krókódíllinn“ þar sem hann leiddi uppreisnarhópinn „Crocodile Gang“ í sjálfstæðisbaráttunni gegn bresku nýlenduherrunum á sínum tíma. Á þessum tíma var hann handtekinn, pyndaður, og kynntist svo Robert Mugabe þegar hann sat í fangelsi eftir að hafa hlotið tíu ára dóm.Tók þátt í ofsóknumTalið er að Mnangagwa hafi tekið virkan þátt í ofsóknum gegn hvítum jarðeigendum á áttunda áratugnum og hreinsusum á Ndebele-fólki í landinu. Er áætlað að um 20 þúsund hafi látið lífið í hreinsununum. Mnangagwa var skipaður nánasti ráðgjafi Mugabe árið 1977 og hefur gegnt fjölda ráðherraembætta frá því að landið varð sjálfstætt. Hann var gerður að varaforseta að loknum kosningunum 2013. Tengdar fréttir „Krókódíllinn“ nær völdum í Simbabve með aðstoð hersins Stjórnarflokkurinn í Simbabve hefur greint frá því að Emmerson Mnangagwa hafi tekið við embætti forseta landsins til bráðabirgða eftir að herinn setti Robert Mugabe í stofufangelsi. 15. nóvember 2017 13:26 Upprisa og fall Mugabe: Kennari, uppreisnarmaður, frelsishetja, harðstjóri Robert Mugabe hefur ítrekað fórnað hagsmunum ríkis og þjóðar til að tryggja sig í sessi sem æðsti maður landsins. 22. nóvember 2017 11:15 Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Sjá meira
Emmerson Mnangagwa sór í morgun embættiseið sem forseti Simbabve á troðfylltum íþróttaleikvangi í höfuðborginni Harare. Mnangagwa tekur við embættinu af Robert Mugabe sem sagði af sér í gær eftir að hafa verið bolað úr embætti. Mugabe hafði stýrt landinu í 37 ár, fyrst sem forsætisráðherra og svo forseti. Mugabe rak Mnangagwa úr stóli varaforseta í byrjun mánaðar og ákváðu þá herinn og stjórnarflokkurinn Zanu PF að grípa til aðgerða sem leiddu að lokum til afsagnar Mugabe. Mnangagwa sneri aftur til Simbabve á miðvikudaginn. Hann hafði flúið land þegar Mugabe hafði rekið hann úr stóli varaforseta til að greiða leið eiginkonu sinnar, Grace Mugabe, til að taka við forsetaembættinu í landinu síðar meir. Stjórnarandstaðan í landinu hefur skorað á Mnangagwa að binda enda á spillingu í landinu.„Krókódíllinn“ KMnangagwa, sem er 75 ára, hefur verið einn nánasti samstarfsmaður Mugabe frá því að hann tók við stjórn landsins árið 1980. Mnangagwa hefur gengið undir nafninu „Krókódíllinn“ þar sem hann leiddi uppreisnarhópinn „Crocodile Gang“ í sjálfstæðisbaráttunni gegn bresku nýlenduherrunum á sínum tíma. Á þessum tíma var hann handtekinn, pyndaður, og kynntist svo Robert Mugabe þegar hann sat í fangelsi eftir að hafa hlotið tíu ára dóm.Tók þátt í ofsóknumTalið er að Mnangagwa hafi tekið virkan þátt í ofsóknum gegn hvítum jarðeigendum á áttunda áratugnum og hreinsusum á Ndebele-fólki í landinu. Er áætlað að um 20 þúsund hafi látið lífið í hreinsununum. Mnangagwa var skipaður nánasti ráðgjafi Mugabe árið 1977 og hefur gegnt fjölda ráðherraembætta frá því að landið varð sjálfstætt. Hann var gerður að varaforseta að loknum kosningunum 2013.
Tengdar fréttir „Krókódíllinn“ nær völdum í Simbabve með aðstoð hersins Stjórnarflokkurinn í Simbabve hefur greint frá því að Emmerson Mnangagwa hafi tekið við embætti forseta landsins til bráðabirgða eftir að herinn setti Robert Mugabe í stofufangelsi. 15. nóvember 2017 13:26 Upprisa og fall Mugabe: Kennari, uppreisnarmaður, frelsishetja, harðstjóri Robert Mugabe hefur ítrekað fórnað hagsmunum ríkis og þjóðar til að tryggja sig í sessi sem æðsti maður landsins. 22. nóvember 2017 11:15 Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Sjá meira
„Krókódíllinn“ nær völdum í Simbabve með aðstoð hersins Stjórnarflokkurinn í Simbabve hefur greint frá því að Emmerson Mnangagwa hafi tekið við embætti forseta landsins til bráðabirgða eftir að herinn setti Robert Mugabe í stofufangelsi. 15. nóvember 2017 13:26
Upprisa og fall Mugabe: Kennari, uppreisnarmaður, frelsishetja, harðstjóri Robert Mugabe hefur ítrekað fórnað hagsmunum ríkis og þjóðar til að tryggja sig í sessi sem æðsti maður landsins. 22. nóvember 2017 11:15