Ólafur: Vorum sammála um að það þyrfti að setja smá fútt í þetta Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. nóvember 2017 15:45 Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var eðlilega kampakátur á blaðamannafundi Pepsi-deildarliðsins í dag þar sem tilkynnt var um tvo nýja og mjög sterka leikmenn. Eins og búist var við var greint frá því að FH er búið að semja við framherjann Geoffrey Castillion sem kom frá Víkingi til tveggja ára og þá er einnig kominn heim úr atvinnumennsku Kristinn Steindórsson. „Það má ætla einhversstaðar að ég hafi haft einhverja fingur í þessu spili. Bæði Kristinn og Castillion eru mjög öflugir leikmenn,“ segir Ólafur sem stýrði Breiðabliki til Íslandsmeistaratitils árið 2010 með Kristinn sem einn af bestu mönnum liðsins. „Kristinn þekki ég mjög vel frá fornu fari, bæði sem leikmann og persónu. Ég hef altlaf verið mjög ánægður með hann. Castillion þekki ég ekki en hef séð bæði leiki úr Pepsi-deildinni og aðrar klippur með honum á myndbandi. Þar er mjög sterkur leikmaður þannig að ég er mjög ánægður með þessa viðbót við annars fínan hóp,“ segir hann. FH-liðið á sama tíma í fyrra var búið að fá til sín Vigni Jóhannesson, varamarkvörð, Guðmund Karl Guðmundsson frá Fjölni og Stjörnumennina Veigar Pál Gunnarsson og Halldór Orra Björnsson. Enginn þeirra heillaði í Hafnarfirði síðasta sumar og var Heimir Guðjónsson mikið gagnrýndur fyrir leikmannakaupin. Var það forsenda fyrir því að Ólafur myndi semja við FH að ráðist yrði með þessum látum á leikmannamarkaðinn? „Það var engin forsenda beint. Ég vissi að hér væri mikill metnaður og menn myndu bretta upp ermarnar. Það þarf líka að endurræsa hópnum og koma mönnum aftur af stað. Mönnum sem hafa verið hér áður og spilað undir pari. Það gerum við á æfingum og það gerum við líka á nýju blóði. Við sannmæltumst um það að það þyrfti að setja smá fútt í þetta,“ segir Ólafur sem er nú búinn að fá til sín tvo Blika úr Meistaraliðinu. Hefur hann fengið pillur úr Kópavogi fyrir það? „Ég hef ekkert heyrt neikvætt. Ég er bara ánægður með að þeir voru tilbúnir að koma í FH og viljugir að vinna með mér aftur. Svo verða menn að spyrja sig hvort að önnur lið höfðu áhuga á þeim en við höfðum mikinn áhuga á þeim. Þess vegna eru þeir leikmenn FH næstu árin.“ Ólafur segist vera að skoða leikmannahópinn þessa dagana og bæði menn sem hafa verið áður og yngri spilarar fá tækifæri til að sanna sig. FH er ekkert endilega hætt á markaðnum. „Við erum ekkert alveg búnir að loka hópnum. Vonandi melda menn sem eru að æfa núna sig inn og stíga upp. Það er ekkert launungarmál að fram á við og á miðju erum við ágætlega mannaðir núna en þurfum kannski að skoða varnarlínuna hjá okkur,“ segir Ólafur. Aðspurður hvort Kassim Doumbia hafi spilað sinn síðasta leik eins og kom fram í gær svarar Ólafur: „Þeir segja það að hann verði á öðrum slóðum á næsta ári. Ætli hann verði ekki að mála með Castillion?“ en Castillion mætir ekki til landsins fyrr en eftir áramót þegar að hann er búinn að mála íbúð í Hollandi. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Kristinn: Fannst þetta gott næsta skref eftir að ræða við Óla Kristinn Steindórsson endurnýjar kynnin við Ólaf Kristjánsson í Kaplakrika. 24. nóvember 2017 15:15 Kristinn og Castillion búnir að semja við FH FH samdi við tvo risastóra bita í Kaplakrika í dag. 24. nóvember 2017 14:15 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Fleiri fréttir „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Sjá meira
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var eðlilega kampakátur á blaðamannafundi Pepsi-deildarliðsins í dag þar sem tilkynnt var um tvo nýja og mjög sterka leikmenn. Eins og búist var við var greint frá því að FH er búið að semja við framherjann Geoffrey Castillion sem kom frá Víkingi til tveggja ára og þá er einnig kominn heim úr atvinnumennsku Kristinn Steindórsson. „Það má ætla einhversstaðar að ég hafi haft einhverja fingur í þessu spili. Bæði Kristinn og Castillion eru mjög öflugir leikmenn,“ segir Ólafur sem stýrði Breiðabliki til Íslandsmeistaratitils árið 2010 með Kristinn sem einn af bestu mönnum liðsins. „Kristinn þekki ég mjög vel frá fornu fari, bæði sem leikmann og persónu. Ég hef altlaf verið mjög ánægður með hann. Castillion þekki ég ekki en hef séð bæði leiki úr Pepsi-deildinni og aðrar klippur með honum á myndbandi. Þar er mjög sterkur leikmaður þannig að ég er mjög ánægður með þessa viðbót við annars fínan hóp,“ segir hann. FH-liðið á sama tíma í fyrra var búið að fá til sín Vigni Jóhannesson, varamarkvörð, Guðmund Karl Guðmundsson frá Fjölni og Stjörnumennina Veigar Pál Gunnarsson og Halldór Orra Björnsson. Enginn þeirra heillaði í Hafnarfirði síðasta sumar og var Heimir Guðjónsson mikið gagnrýndur fyrir leikmannakaupin. Var það forsenda fyrir því að Ólafur myndi semja við FH að ráðist yrði með þessum látum á leikmannamarkaðinn? „Það var engin forsenda beint. Ég vissi að hér væri mikill metnaður og menn myndu bretta upp ermarnar. Það þarf líka að endurræsa hópnum og koma mönnum aftur af stað. Mönnum sem hafa verið hér áður og spilað undir pari. Það gerum við á æfingum og það gerum við líka á nýju blóði. Við sannmæltumst um það að það þyrfti að setja smá fútt í þetta,“ segir Ólafur sem er nú búinn að fá til sín tvo Blika úr Meistaraliðinu. Hefur hann fengið pillur úr Kópavogi fyrir það? „Ég hef ekkert heyrt neikvætt. Ég er bara ánægður með að þeir voru tilbúnir að koma í FH og viljugir að vinna með mér aftur. Svo verða menn að spyrja sig hvort að önnur lið höfðu áhuga á þeim en við höfðum mikinn áhuga á þeim. Þess vegna eru þeir leikmenn FH næstu árin.“ Ólafur segist vera að skoða leikmannahópinn þessa dagana og bæði menn sem hafa verið áður og yngri spilarar fá tækifæri til að sanna sig. FH er ekkert endilega hætt á markaðnum. „Við erum ekkert alveg búnir að loka hópnum. Vonandi melda menn sem eru að æfa núna sig inn og stíga upp. Það er ekkert launungarmál að fram á við og á miðju erum við ágætlega mannaðir núna en þurfum kannski að skoða varnarlínuna hjá okkur,“ segir Ólafur. Aðspurður hvort Kassim Doumbia hafi spilað sinn síðasta leik eins og kom fram í gær svarar Ólafur: „Þeir segja það að hann verði á öðrum slóðum á næsta ári. Ætli hann verði ekki að mála með Castillion?“ en Castillion mætir ekki til landsins fyrr en eftir áramót þegar að hann er búinn að mála íbúð í Hollandi. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Kristinn: Fannst þetta gott næsta skref eftir að ræða við Óla Kristinn Steindórsson endurnýjar kynnin við Ólaf Kristjánsson í Kaplakrika. 24. nóvember 2017 15:15 Kristinn og Castillion búnir að semja við FH FH samdi við tvo risastóra bita í Kaplakrika í dag. 24. nóvember 2017 14:15 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Fleiri fréttir „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Sjá meira
Kristinn: Fannst þetta gott næsta skref eftir að ræða við Óla Kristinn Steindórsson endurnýjar kynnin við Ólaf Kristjánsson í Kaplakrika. 24. nóvember 2017 15:15
Kristinn og Castillion búnir að semja við FH FH samdi við tvo risastóra bita í Kaplakrika í dag. 24. nóvember 2017 14:15