Mnangagwa lofar að þjóna öllum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 25. nóvember 2017 07:00 Emmerson Mnangagwa, nýr forseti Simbabve. Nordicphotos/AFP Emmerson Mnangagwa var settur í embætti forseta Simbabve í gær. Tók hann þar með formlega við af Robert Mugabe sem sagði af sér fyrr í vikunni eftir að herinn hneppti hann í stofufangelsi og tók völdin í landinu. Mugabe hafði ríkt alla lýðveldissögu ríkisins. Hinn nýi forseti sagði í innsetningarræðu sinni að hann liti á Mugabe sem læriföður sinn. Mnangagwa hafði verið varaforseti Simbabve þar til Mugabe rak hann úr embætti á dögunum, líklegast til þess að styrkja stöðu forsetafrúarinnar Grace Mugabe í baráttunni um forsetastólinn. Lofaði Mnangagwa Mugabe í bak og fyrir í ræðunni þrátt fyrir það. „Hann leiddi okkur í sjálfstæðisbaráttunni og axlaði ábyrgð á afar erfiðum tímum. Fyrir mér er hann eins og faðir, lærifaðir, félagi og leiðtogi.“ Þá lofaði hann að verða forseti allra Simbabvemanna. „Ég verð að þjóna öllum ríkisborgurum, burtséð frá litarhætti, trú, ættbálki eða skoðunum.“ Mnangagwa, oft kallaður „krókódíllinn“ vegna miskunnarleysis og kænsku, er þó enginn nýgræðingur þegar kemur að stjórnmálum. Hann hefur verið í ríkisstjórn eða á þingi í 37 ár, allt frá því Simbabve varð lýðveldi. Í umfjöllun BBC er Mnangagwa sagður tengjast verstu ódæðisverkum Mugabe-stjórnarinnar. Fór hann meðal annars fyrir njósnadeild ríkisstjórnarinnar á níunda áratugnum og átti sinn þátt í að þúsundir almennra borgara voru drepnar. Hann hefur þó sjálfur neitað þeim ásökunum og sagt herinn einan hafa staðið að árásunum. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Nærri fjörutíu ára valdaskeið nú á enda Robert Mugabe sagði af sér simbabveska forsetaembættinu í gær. Afsagnarbréf hans var óvænt lesið upp á þingfundi þar sem rætt var um embættissviptingartillögu á hendur honum. 22. nóvember 2017 07:00 Upprisa og fall Mugabe: Kennari, uppreisnarmaður, frelsishetja, harðstjóri Robert Mugabe hefur ítrekað fórnað hagsmunum ríkis og þjóðar til að tryggja sig í sessi sem æðsti maður landsins. 22. nóvember 2017 11:15 Lofar nýjum störfum í nýju lýðræðisríki Næsti forseti Simbabve, Emmerson Mnangagwa, lofar nýjum störfum í Simbabve sem verður nýtt lýðræðisríki undir hans stjórn. 22. nóvember 2017 23:15 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Emmerson Mnangagwa var settur í embætti forseta Simbabve í gær. Tók hann þar með formlega við af Robert Mugabe sem sagði af sér fyrr í vikunni eftir að herinn hneppti hann í stofufangelsi og tók völdin í landinu. Mugabe hafði ríkt alla lýðveldissögu ríkisins. Hinn nýi forseti sagði í innsetningarræðu sinni að hann liti á Mugabe sem læriföður sinn. Mnangagwa hafði verið varaforseti Simbabve þar til Mugabe rak hann úr embætti á dögunum, líklegast til þess að styrkja stöðu forsetafrúarinnar Grace Mugabe í baráttunni um forsetastólinn. Lofaði Mnangagwa Mugabe í bak og fyrir í ræðunni þrátt fyrir það. „Hann leiddi okkur í sjálfstæðisbaráttunni og axlaði ábyrgð á afar erfiðum tímum. Fyrir mér er hann eins og faðir, lærifaðir, félagi og leiðtogi.“ Þá lofaði hann að verða forseti allra Simbabvemanna. „Ég verð að þjóna öllum ríkisborgurum, burtséð frá litarhætti, trú, ættbálki eða skoðunum.“ Mnangagwa, oft kallaður „krókódíllinn“ vegna miskunnarleysis og kænsku, er þó enginn nýgræðingur þegar kemur að stjórnmálum. Hann hefur verið í ríkisstjórn eða á þingi í 37 ár, allt frá því Simbabve varð lýðveldi. Í umfjöllun BBC er Mnangagwa sagður tengjast verstu ódæðisverkum Mugabe-stjórnarinnar. Fór hann meðal annars fyrir njósnadeild ríkisstjórnarinnar á níunda áratugnum og átti sinn þátt í að þúsundir almennra borgara voru drepnar. Hann hefur þó sjálfur neitað þeim ásökunum og sagt herinn einan hafa staðið að árásunum.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Nærri fjörutíu ára valdaskeið nú á enda Robert Mugabe sagði af sér simbabveska forsetaembættinu í gær. Afsagnarbréf hans var óvænt lesið upp á þingfundi þar sem rætt var um embættissviptingartillögu á hendur honum. 22. nóvember 2017 07:00 Upprisa og fall Mugabe: Kennari, uppreisnarmaður, frelsishetja, harðstjóri Robert Mugabe hefur ítrekað fórnað hagsmunum ríkis og þjóðar til að tryggja sig í sessi sem æðsti maður landsins. 22. nóvember 2017 11:15 Lofar nýjum störfum í nýju lýðræðisríki Næsti forseti Simbabve, Emmerson Mnangagwa, lofar nýjum störfum í Simbabve sem verður nýtt lýðræðisríki undir hans stjórn. 22. nóvember 2017 23:15 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Nærri fjörutíu ára valdaskeið nú á enda Robert Mugabe sagði af sér simbabveska forsetaembættinu í gær. Afsagnarbréf hans var óvænt lesið upp á þingfundi þar sem rætt var um embættissviptingartillögu á hendur honum. 22. nóvember 2017 07:00
Upprisa og fall Mugabe: Kennari, uppreisnarmaður, frelsishetja, harðstjóri Robert Mugabe hefur ítrekað fórnað hagsmunum ríkis og þjóðar til að tryggja sig í sessi sem æðsti maður landsins. 22. nóvember 2017 11:15
Lofar nýjum störfum í nýju lýðræðisríki Næsti forseti Simbabve, Emmerson Mnangagwa, lofar nýjum störfum í Simbabve sem verður nýtt lýðræðisríki undir hans stjórn. 22. nóvember 2017 23:15