Enn einn hnúturinn í Brexit-ferlinu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. nóvember 2017 07:00 Mögulegri landamæragæslu á landamærum Írlands og Norður-Írlands hefur verið mótmælt. Nordicphotos/AFP Ekki verður hægt að komast að neinni niðurstöðu um hvernig landamæragæslu á landamærum Írlands og Norður-Írlands, og þar með Bretlands, verður háttað fyrr en fríverslunarsamningur verður gerður á milli Bretlands og Evrópusambandsins. Þetta sagði Liam Fox, milliríkjaviðskiptaráðherra Bretlands, í gær. Phil Hogan, framkvæmdastjóri ESB á sviði landbúnaðar og byggðaþróunar og fulltrúi Írlands, sagði hins vegar fyrr um daginn að Írar minntu á þá hótun sína að ríkið gæti beitt neitunarvaldi gegn hvers konar slíkum samningi þar til komin væri niðurstaða í landamæramálið. „Ef Bretland og Norður-Írland fengju áfram að vera í tollabandalagi Evrópusambandsins og jafnvel hluti af innri markaði þess yrði hins vegar ekkert vandamál með landamærin,“ sagði Hogan í viðtali við The Observer. Írska ríkisstjórnin hefur verið á þeirri línu að engin landamæragæsla yrði á milli ríkjanna allt frá því Bretar kusu að yfirgefa ESB. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur hins vegar áður sagt að Bretar muni hvorki tilheyra tollabandalaginu né innri markaðnum við útgönguna úr Evrópusambandinu.Mairead McGuinnes, Evrópuþingmaður Írlands.Nordicphotos/AFPÞessari skoðun May deilir Liam Fox. „Við viljum ekki að það verði landamæragæsla þarna en Bretar munu yfirgefa tollabandalagið og innri markaðinn.“ Ekki sé þó hægt að gefa lokasvar við landamæraspurningunni fyrr en viðræður við ESB séu komnar mun lengra. Er því kominn upp nokkurs konar hnútur í útgönguferlinu enda krefjast yfirvöld á Írlandi þess að fá skriflega staðfestingu á því sem allra fyrst að engin landamæragæsla yrði á landamærum Írlands og Norður-Írlands. John McDonnell, skuggafjármálaráðherra stjórnarandstöðunnar á Bretlandi, fjallaði um ummæli Fox í gær og gagnrýndi. Sagði hann að Verkamannaflokkurinn væri ekki tilbúinn til að slá aðild að tollabandalagi og innri markaði út af borðinu. „Ég vona að forsætisráðuneytið hafi ekki samþykkt þessa yfirlýsingu Fox,“ sagði McDonnell við ITV. Mairead McGuinness, Evrópuþingmaður Írlands, gagnrýndi Fox einnig. Sagðist hún hafa áhyggjur af ummælum Fox og hvatti Breta eindregið til að halda sig innan bæði tollabandalagsins og innri markaðarins. „Ég vona að Bretar séu ekki að halda Írum í gíslingu í þessum útgönguviðræðum. Þetta er allt of alvarlegt vandamál til þess.“ Viðræður við ESB standa nú yfir og hafa gengið brösulega. Evrópusambandið gaf ríkisstjórn May nýlega frest til 4. desember næstkomandi til þess að skila tillögum um landamærin, frumvarp um að Bretar skuli áfram greiða þær upphæðir sem ríkið skuldbatt sig til að greiða ESB á meðan ríkið var aðili að sambandinu, og um réttindi borgara ríkja Evrópusambandsins búsettra í Bretlandi og öfugt. Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Sjá meira
Ekki verður hægt að komast að neinni niðurstöðu um hvernig landamæragæslu á landamærum Írlands og Norður-Írlands, og þar með Bretlands, verður háttað fyrr en fríverslunarsamningur verður gerður á milli Bretlands og Evrópusambandsins. Þetta sagði Liam Fox, milliríkjaviðskiptaráðherra Bretlands, í gær. Phil Hogan, framkvæmdastjóri ESB á sviði landbúnaðar og byggðaþróunar og fulltrúi Írlands, sagði hins vegar fyrr um daginn að Írar minntu á þá hótun sína að ríkið gæti beitt neitunarvaldi gegn hvers konar slíkum samningi þar til komin væri niðurstaða í landamæramálið. „Ef Bretland og Norður-Írland fengju áfram að vera í tollabandalagi Evrópusambandsins og jafnvel hluti af innri markaði þess yrði hins vegar ekkert vandamál með landamærin,“ sagði Hogan í viðtali við The Observer. Írska ríkisstjórnin hefur verið á þeirri línu að engin landamæragæsla yrði á milli ríkjanna allt frá því Bretar kusu að yfirgefa ESB. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur hins vegar áður sagt að Bretar muni hvorki tilheyra tollabandalaginu né innri markaðnum við útgönguna úr Evrópusambandinu.Mairead McGuinnes, Evrópuþingmaður Írlands.Nordicphotos/AFPÞessari skoðun May deilir Liam Fox. „Við viljum ekki að það verði landamæragæsla þarna en Bretar munu yfirgefa tollabandalagið og innri markaðinn.“ Ekki sé þó hægt að gefa lokasvar við landamæraspurningunni fyrr en viðræður við ESB séu komnar mun lengra. Er því kominn upp nokkurs konar hnútur í útgönguferlinu enda krefjast yfirvöld á Írlandi þess að fá skriflega staðfestingu á því sem allra fyrst að engin landamæragæsla yrði á landamærum Írlands og Norður-Írlands. John McDonnell, skuggafjármálaráðherra stjórnarandstöðunnar á Bretlandi, fjallaði um ummæli Fox í gær og gagnrýndi. Sagði hann að Verkamannaflokkurinn væri ekki tilbúinn til að slá aðild að tollabandalagi og innri markaði út af borðinu. „Ég vona að forsætisráðuneytið hafi ekki samþykkt þessa yfirlýsingu Fox,“ sagði McDonnell við ITV. Mairead McGuinness, Evrópuþingmaður Írlands, gagnrýndi Fox einnig. Sagðist hún hafa áhyggjur af ummælum Fox og hvatti Breta eindregið til að halda sig innan bæði tollabandalagsins og innri markaðarins. „Ég vona að Bretar séu ekki að halda Írum í gíslingu í þessum útgönguviðræðum. Þetta er allt of alvarlegt vandamál til þess.“ Viðræður við ESB standa nú yfir og hafa gengið brösulega. Evrópusambandið gaf ríkisstjórn May nýlega frest til 4. desember næstkomandi til þess að skila tillögum um landamærin, frumvarp um að Bretar skuli áfram greiða þær upphæðir sem ríkið skuldbatt sig til að greiða ESB á meðan ríkið var aðili að sambandinu, og um réttindi borgara ríkja Evrópusambandsins búsettra í Bretlandi og öfugt.
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Sjá meira