Draumamark Gylfa í miðri martröð Everton Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. nóvember 2017 06:30 Í dag eru nákvæmlega fimm vikur síðan Ronald Koeman var látinn taka pokann sinn hjá Everton eftir 2-5 tap fyrir Arsenal á Goodison Park. Nú, fimm vikum síðar, er staða Everton engu skárri. Liðið er enn stjóralaust og tapar hverjum leiknum á fætur öðrum. Í síðustu tveimur leikjum hefur Everton mátt þola auðmýkjandi töp fyrir Atalanta og Southampton. Ítalirnir komu á Goodison Park í Evrópudeildinni á fimmtudaginn og fóru heim með 1-5 sigur í farteskinu. Og í gær rúllaði Southampton yfir Everton, 4-1, á velli heilagrar Maríu. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði mark Everton og það var af dýrari gerðinni. Íslenski landsliðsmaðurinn lék þá á tvo varnarmenn Southampton og skaut boltanum í slána, stöngina, aftur í slána og inn og jafnaði metin í 1-1 á lokamínútu fyrri hálfleiks. „Ég hef aldrei séð mark þar sem boltinn fer þrisvar sinnum í tréverkið áður en hann fer inn. Þvílíkt mark,“ skrifaði Southampton-hetjan Matt Le Tissier á Twitter. Það er maður sem veit sitthvað um falleg mörk enda skoraði hann þau nokkur á sínum tíma. Mark Gylfa, sem var hans fyrsta fyrir Everton í ensku úrvalsdeildinni, var þó aðeins plástur á sárið því Southampton var miklu sterkari aðilinn í leiknum í gær. Hálfleikstölurnar gáfu alls ekki rétta mynd af gangi mála. Dusan Tadic kom Southampton yfir á 18. mínútu eftir frábæra skyndisókn og sendingu Ryans Bertrand sem átti skínandi góðan leik eins og hinn bakvörðurinn, Cédric Soares. Bertrand lagði upp annað mark heimamanna fyrir Charlie Austin á 52. mínútu. Sex mínútum síðar skoraði Austin nánast alveg eins mark, með skalla eftir fyrirgjöf frá vinstri. Þremur mínútum fyrir leikslok skoraði Steven Davis, fyrirliði Southampton, svo fjórða markið með góðu skoti. Dýrlingarnir eru vel spilandi en oftast nær mjög bitlausir. Fyrir leikinn í gær var liðið aðeins búið að skora níu mörk í 12 deildarleikjum. Stíflan brast hins vegar gegn Everton sem hefur nú fengið á sig 28 mörk í ensku úrvalsdeildinni, flest allra liða. Everton hefur ekki náð að fylla skarðið sem Romelu Lukaku skildi eftir sig í framlínunni. Það er slæmt en til að bæta gráu ofan á svart kann liðið ekki lengur að verjast. Phil Jagielka og sérstaklega Ashley Williams hafa elst hratt, Michael Keane hefur valdið vonbrigðum eftir að hafa komið frá Burnley og þá saknar Everton Seamus Coleman sárlega. Morgan Schneiderlin er ekki nema skugginn af sjálfum sér og Idrissa Gueye er ekki jafn öflugur og hann var á síðasta tímabili. David Unsworth stendur ráðalaus á hliðarlínunni. Hann er orðinn einn þaulsetnasti bráðabirgðastjórinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en stjóraleit Everton hefur ekki enn borið neinn árangur. Bítlaborgarliðið hefur gert hosur sínar grænar fyrir Marco Silva en Watford neitar að sleppa Portúgalanum. Menn á borð við Sam Allardyce og Ralf Rangnick hafa einnig verið orðaðir við Everton en liðið situr áfram uppi með Unsworth. „Við fáum á okkur of auðveld mörk. Ef leikmennirnir vissu ekki að þeir væru í erfiðri stöðu vita þeir það núna,“ sagði Unsworth eftir leikinn í gær. Hann lét sína menn einnig heyra það eftir útreiðina gegn Atalanta en það bar engan árangur. Unsworth er að vissu leyti vorkunn enda þarf hann að greiða úr flækjunni sem Koeman skildi eftir sig. Steve Walsh, yfirmaður knattspyrnumála hjá Everton, hefur einnig fengið sinn skerf af gagnrýni og í síðustu viku bárust fréttir af því að hann sitji í heitu sæti. Walsh var áður hjá Leicester City og er eignaður heiðurinn af því að finna leikmenn á borð við N’Golo Kanté og Riyad Mahrez. Kaup Everton á hans vakt hafa hins vegar flest verið mislukkuð. Everton er úr leik í Evrópudeildinni og enska deildabikarnum og aðeins tveimur stigum frá fallsæti í ensku úrvalsdeildinni. Útlitið er svo sannarlega ekki bjart og miðað við frammistöðuna í síðustu leikjum er ekki líklegt að það birti til á Goodison Park á næstunni. Enski boltinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Fleiri fréttir Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Sjá meira
Í dag eru nákvæmlega fimm vikur síðan Ronald Koeman var látinn taka pokann sinn hjá Everton eftir 2-5 tap fyrir Arsenal á Goodison Park. Nú, fimm vikum síðar, er staða Everton engu skárri. Liðið er enn stjóralaust og tapar hverjum leiknum á fætur öðrum. Í síðustu tveimur leikjum hefur Everton mátt þola auðmýkjandi töp fyrir Atalanta og Southampton. Ítalirnir komu á Goodison Park í Evrópudeildinni á fimmtudaginn og fóru heim með 1-5 sigur í farteskinu. Og í gær rúllaði Southampton yfir Everton, 4-1, á velli heilagrar Maríu. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði mark Everton og það var af dýrari gerðinni. Íslenski landsliðsmaðurinn lék þá á tvo varnarmenn Southampton og skaut boltanum í slána, stöngina, aftur í slána og inn og jafnaði metin í 1-1 á lokamínútu fyrri hálfleiks. „Ég hef aldrei séð mark þar sem boltinn fer þrisvar sinnum í tréverkið áður en hann fer inn. Þvílíkt mark,“ skrifaði Southampton-hetjan Matt Le Tissier á Twitter. Það er maður sem veit sitthvað um falleg mörk enda skoraði hann þau nokkur á sínum tíma. Mark Gylfa, sem var hans fyrsta fyrir Everton í ensku úrvalsdeildinni, var þó aðeins plástur á sárið því Southampton var miklu sterkari aðilinn í leiknum í gær. Hálfleikstölurnar gáfu alls ekki rétta mynd af gangi mála. Dusan Tadic kom Southampton yfir á 18. mínútu eftir frábæra skyndisókn og sendingu Ryans Bertrand sem átti skínandi góðan leik eins og hinn bakvörðurinn, Cédric Soares. Bertrand lagði upp annað mark heimamanna fyrir Charlie Austin á 52. mínútu. Sex mínútum síðar skoraði Austin nánast alveg eins mark, með skalla eftir fyrirgjöf frá vinstri. Þremur mínútum fyrir leikslok skoraði Steven Davis, fyrirliði Southampton, svo fjórða markið með góðu skoti. Dýrlingarnir eru vel spilandi en oftast nær mjög bitlausir. Fyrir leikinn í gær var liðið aðeins búið að skora níu mörk í 12 deildarleikjum. Stíflan brast hins vegar gegn Everton sem hefur nú fengið á sig 28 mörk í ensku úrvalsdeildinni, flest allra liða. Everton hefur ekki náð að fylla skarðið sem Romelu Lukaku skildi eftir sig í framlínunni. Það er slæmt en til að bæta gráu ofan á svart kann liðið ekki lengur að verjast. Phil Jagielka og sérstaklega Ashley Williams hafa elst hratt, Michael Keane hefur valdið vonbrigðum eftir að hafa komið frá Burnley og þá saknar Everton Seamus Coleman sárlega. Morgan Schneiderlin er ekki nema skugginn af sjálfum sér og Idrissa Gueye er ekki jafn öflugur og hann var á síðasta tímabili. David Unsworth stendur ráðalaus á hliðarlínunni. Hann er orðinn einn þaulsetnasti bráðabirgðastjórinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en stjóraleit Everton hefur ekki enn borið neinn árangur. Bítlaborgarliðið hefur gert hosur sínar grænar fyrir Marco Silva en Watford neitar að sleppa Portúgalanum. Menn á borð við Sam Allardyce og Ralf Rangnick hafa einnig verið orðaðir við Everton en liðið situr áfram uppi með Unsworth. „Við fáum á okkur of auðveld mörk. Ef leikmennirnir vissu ekki að þeir væru í erfiðri stöðu vita þeir það núna,“ sagði Unsworth eftir leikinn í gær. Hann lét sína menn einnig heyra það eftir útreiðina gegn Atalanta en það bar engan árangur. Unsworth er að vissu leyti vorkunn enda þarf hann að greiða úr flækjunni sem Koeman skildi eftir sig. Steve Walsh, yfirmaður knattspyrnumála hjá Everton, hefur einnig fengið sinn skerf af gagnrýni og í síðustu viku bárust fréttir af því að hann sitji í heitu sæti. Walsh var áður hjá Leicester City og er eignaður heiðurinn af því að finna leikmenn á borð við N’Golo Kanté og Riyad Mahrez. Kaup Everton á hans vakt hafa hins vegar flest verið mislukkuð. Everton er úr leik í Evrópudeildinni og enska deildabikarnum og aðeins tveimur stigum frá fallsæti í ensku úrvalsdeildinni. Útlitið er svo sannarlega ekki bjart og miðað við frammistöðuna í síðustu leikjum er ekki líklegt að það birti til á Goodison Park á næstunni.
Enski boltinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Fleiri fréttir Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Sjá meira