Birnir Snær Ingason skoraði eina mark leiksins þegar Fjölnir lagði FH að velli í Bose-mótinu í Egilshöll í kvöld.
FH-ingar, undir stjórn Ólafs Kristjánssonar, hafa því tapað báðum leikjum sínum í Soundtouch-riðlinum en Hafnfirðingar töpuðu fyrir Stjörnunni í fyrri leiknum, einnig 1-0.
Fjölnir og Stjarnan munu því mætast í hreinum úrslitaleik riðilsins þann 4. desember en sigurvegari þess leiks fer í úrslitaleik mótsins, gegn sigurvegara SoundSport-riðilsins.
Birnir Snær skoraði markið á 27. mínútu og var um glæsilegt langskot að ræða.
