Efasemdir þrátt fyrir hátíðlegar yfirlýsingar Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. nóvember 2017 06:50 Hin reynda Ri Chun Hee flutti fregnir af eldflaugaskotinu í gær. Henni er yfirleitt gert að flytja mikilvægar tilkynningar fyrir hönd stjórnvalda í Pjongjang. KCNA Norður-Kóresk stjórnvöld fagna því sem þau segja hafa verið fullkomið tilraunaskot á nýrri tegund eldflauga, eldflauga sem geta hæft hvern einasta fermetra í Bandaríkjunum. Sérfræðingar taka þessum yfirlýsingum þó með fyrirvara enda hafi flaugin ekki verið fullhlaðin og því umtalsvert léttari en flaug sem ætlað væri að valda tjóni. Þetta var fyrsta eldflaugaskot Norður-Kóreu í rúma tvo mánuði. Ríkisjónvarp landsins segir Pjongjang nú loksins hafa uppfyllt markmið sitt um að verða fullgilt kjarnorkuveldi. Eldflauginni var skotið á loft í gærkvöldi og telja sérfræðingar að þar hafi verið á ferðinni öflugasta eldflaug sem Norður-Kórea hefur skotið á loft. Hún lent í sjónum undan ströndum Japans en hafði áður flogið upp í tæplega 1000 kílómetra hæð. David Wright, sérfræðingur í öryggisfræðum, segir í samtali við Washington Post að hefði þessari tilteknu eldflaug verið skotið eftir ferli sem hefði miðað að því að hámarka drægni hennar hefði hún getað náð til Washington.Sjá einnig: Trump um eldflaugaskot N-Kóreu: „Við sjáum um þetta“Norður-Kóreskir ríkismiðlar fjölluðu ítarlega um skotið í gær og segja það hafa flogið ívið hærra en sérfræðingar annarra miðla hafa fullyrt. Þannig hafi flaugin raunverulega náð næstum 4,5 kílómetra hæð og flogið 950 kílómetra á 53 mínútum. Stjórnvöld í Pjongjang hafa áður haldið því fram að flaugar þeirra geti náð til Bandaríkjanna en þetta er í fyrsta sinn sem þau fullyrða það í tilfelli þessarar nýju gerðar flauga, sem bera heitið Hwasong-15. Líklegt er þó talið, af öðrum en norður-kóreskum ríkismiðlum, að sambærileg fullhlaðin eldflaug hefði ekki slíka drægni. Þrátt fyrir ítrekaðar eldflaugatilraunir Norður-Kóreubúa á þessu ári eiga vísindamenn ríkisins enn eftir að sannfæra alþjóðasamfélagið um að þeir búi yfir tækninni til að flytja kjarnaodda með eldflaugunum. Tengdar fréttir Fyrsta eldflaugatilraun N-Kóreu í tvo mánuði Norður-kóreski herinn skaut í dag upp eldflaug í fyrsta sinn í rúmlega tvo mánuði, að því er suður-kóreski herinn greinir frá. 28. nóvember 2017 19:21 Trump um eldflaugaskot N-Kóreu: „Við sjáum um þetta“ "Við sjáum um þetta,“ sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, við blaðamenn í Hvíta Húsinu í dag eftir að Norður-Kórea skaut á loft eldflaug fyrr í dag. Þetta var fyrsta eldflaugaskot Norður-Kóreu 28. nóvember 2017 21:45 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Norður-Kóresk stjórnvöld fagna því sem þau segja hafa verið fullkomið tilraunaskot á nýrri tegund eldflauga, eldflauga sem geta hæft hvern einasta fermetra í Bandaríkjunum. Sérfræðingar taka þessum yfirlýsingum þó með fyrirvara enda hafi flaugin ekki verið fullhlaðin og því umtalsvert léttari en flaug sem ætlað væri að valda tjóni. Þetta var fyrsta eldflaugaskot Norður-Kóreu í rúma tvo mánuði. Ríkisjónvarp landsins segir Pjongjang nú loksins hafa uppfyllt markmið sitt um að verða fullgilt kjarnorkuveldi. Eldflauginni var skotið á loft í gærkvöldi og telja sérfræðingar að þar hafi verið á ferðinni öflugasta eldflaug sem Norður-Kórea hefur skotið á loft. Hún lent í sjónum undan ströndum Japans en hafði áður flogið upp í tæplega 1000 kílómetra hæð. David Wright, sérfræðingur í öryggisfræðum, segir í samtali við Washington Post að hefði þessari tilteknu eldflaug verið skotið eftir ferli sem hefði miðað að því að hámarka drægni hennar hefði hún getað náð til Washington.Sjá einnig: Trump um eldflaugaskot N-Kóreu: „Við sjáum um þetta“Norður-Kóreskir ríkismiðlar fjölluðu ítarlega um skotið í gær og segja það hafa flogið ívið hærra en sérfræðingar annarra miðla hafa fullyrt. Þannig hafi flaugin raunverulega náð næstum 4,5 kílómetra hæð og flogið 950 kílómetra á 53 mínútum. Stjórnvöld í Pjongjang hafa áður haldið því fram að flaugar þeirra geti náð til Bandaríkjanna en þetta er í fyrsta sinn sem þau fullyrða það í tilfelli þessarar nýju gerðar flauga, sem bera heitið Hwasong-15. Líklegt er þó talið, af öðrum en norður-kóreskum ríkismiðlum, að sambærileg fullhlaðin eldflaug hefði ekki slíka drægni. Þrátt fyrir ítrekaðar eldflaugatilraunir Norður-Kóreubúa á þessu ári eiga vísindamenn ríkisins enn eftir að sannfæra alþjóðasamfélagið um að þeir búi yfir tækninni til að flytja kjarnaodda með eldflaugunum.
Tengdar fréttir Fyrsta eldflaugatilraun N-Kóreu í tvo mánuði Norður-kóreski herinn skaut í dag upp eldflaug í fyrsta sinn í rúmlega tvo mánuði, að því er suður-kóreski herinn greinir frá. 28. nóvember 2017 19:21 Trump um eldflaugaskot N-Kóreu: „Við sjáum um þetta“ "Við sjáum um þetta,“ sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, við blaðamenn í Hvíta Húsinu í dag eftir að Norður-Kórea skaut á loft eldflaug fyrr í dag. Þetta var fyrsta eldflaugaskot Norður-Kóreu 28. nóvember 2017 21:45 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Fyrsta eldflaugatilraun N-Kóreu í tvo mánuði Norður-kóreski herinn skaut í dag upp eldflaug í fyrsta sinn í rúmlega tvo mánuði, að því er suður-kóreski herinn greinir frá. 28. nóvember 2017 19:21
Trump um eldflaugaskot N-Kóreu: „Við sjáum um þetta“ "Við sjáum um þetta,“ sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, við blaðamenn í Hvíta Húsinu í dag eftir að Norður-Kórea skaut á loft eldflaug fyrr í dag. Þetta var fyrsta eldflaugaskot Norður-Kóreu 28. nóvember 2017 21:45