Efasemdir þrátt fyrir hátíðlegar yfirlýsingar Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. nóvember 2017 06:50 Hin reynda Ri Chun Hee flutti fregnir af eldflaugaskotinu í gær. Henni er yfirleitt gert að flytja mikilvægar tilkynningar fyrir hönd stjórnvalda í Pjongjang. KCNA Norður-Kóresk stjórnvöld fagna því sem þau segja hafa verið fullkomið tilraunaskot á nýrri tegund eldflauga, eldflauga sem geta hæft hvern einasta fermetra í Bandaríkjunum. Sérfræðingar taka þessum yfirlýsingum þó með fyrirvara enda hafi flaugin ekki verið fullhlaðin og því umtalsvert léttari en flaug sem ætlað væri að valda tjóni. Þetta var fyrsta eldflaugaskot Norður-Kóreu í rúma tvo mánuði. Ríkisjónvarp landsins segir Pjongjang nú loksins hafa uppfyllt markmið sitt um að verða fullgilt kjarnorkuveldi. Eldflauginni var skotið á loft í gærkvöldi og telja sérfræðingar að þar hafi verið á ferðinni öflugasta eldflaug sem Norður-Kórea hefur skotið á loft. Hún lent í sjónum undan ströndum Japans en hafði áður flogið upp í tæplega 1000 kílómetra hæð. David Wright, sérfræðingur í öryggisfræðum, segir í samtali við Washington Post að hefði þessari tilteknu eldflaug verið skotið eftir ferli sem hefði miðað að því að hámarka drægni hennar hefði hún getað náð til Washington.Sjá einnig: Trump um eldflaugaskot N-Kóreu: „Við sjáum um þetta“Norður-Kóreskir ríkismiðlar fjölluðu ítarlega um skotið í gær og segja það hafa flogið ívið hærra en sérfræðingar annarra miðla hafa fullyrt. Þannig hafi flaugin raunverulega náð næstum 4,5 kílómetra hæð og flogið 950 kílómetra á 53 mínútum. Stjórnvöld í Pjongjang hafa áður haldið því fram að flaugar þeirra geti náð til Bandaríkjanna en þetta er í fyrsta sinn sem þau fullyrða það í tilfelli þessarar nýju gerðar flauga, sem bera heitið Hwasong-15. Líklegt er þó talið, af öðrum en norður-kóreskum ríkismiðlum, að sambærileg fullhlaðin eldflaug hefði ekki slíka drægni. Þrátt fyrir ítrekaðar eldflaugatilraunir Norður-Kóreubúa á þessu ári eiga vísindamenn ríkisins enn eftir að sannfæra alþjóðasamfélagið um að þeir búi yfir tækninni til að flytja kjarnaodda með eldflaugunum. Tengdar fréttir Fyrsta eldflaugatilraun N-Kóreu í tvo mánuði Norður-kóreski herinn skaut í dag upp eldflaug í fyrsta sinn í rúmlega tvo mánuði, að því er suður-kóreski herinn greinir frá. 28. nóvember 2017 19:21 Trump um eldflaugaskot N-Kóreu: „Við sjáum um þetta“ "Við sjáum um þetta,“ sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, við blaðamenn í Hvíta Húsinu í dag eftir að Norður-Kórea skaut á loft eldflaug fyrr í dag. Þetta var fyrsta eldflaugaskot Norður-Kóreu 28. nóvember 2017 21:45 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Norður-Kóresk stjórnvöld fagna því sem þau segja hafa verið fullkomið tilraunaskot á nýrri tegund eldflauga, eldflauga sem geta hæft hvern einasta fermetra í Bandaríkjunum. Sérfræðingar taka þessum yfirlýsingum þó með fyrirvara enda hafi flaugin ekki verið fullhlaðin og því umtalsvert léttari en flaug sem ætlað væri að valda tjóni. Þetta var fyrsta eldflaugaskot Norður-Kóreu í rúma tvo mánuði. Ríkisjónvarp landsins segir Pjongjang nú loksins hafa uppfyllt markmið sitt um að verða fullgilt kjarnorkuveldi. Eldflauginni var skotið á loft í gærkvöldi og telja sérfræðingar að þar hafi verið á ferðinni öflugasta eldflaug sem Norður-Kórea hefur skotið á loft. Hún lent í sjónum undan ströndum Japans en hafði áður flogið upp í tæplega 1000 kílómetra hæð. David Wright, sérfræðingur í öryggisfræðum, segir í samtali við Washington Post að hefði þessari tilteknu eldflaug verið skotið eftir ferli sem hefði miðað að því að hámarka drægni hennar hefði hún getað náð til Washington.Sjá einnig: Trump um eldflaugaskot N-Kóreu: „Við sjáum um þetta“Norður-Kóreskir ríkismiðlar fjölluðu ítarlega um skotið í gær og segja það hafa flogið ívið hærra en sérfræðingar annarra miðla hafa fullyrt. Þannig hafi flaugin raunverulega náð næstum 4,5 kílómetra hæð og flogið 950 kílómetra á 53 mínútum. Stjórnvöld í Pjongjang hafa áður haldið því fram að flaugar þeirra geti náð til Bandaríkjanna en þetta er í fyrsta sinn sem þau fullyrða það í tilfelli þessarar nýju gerðar flauga, sem bera heitið Hwasong-15. Líklegt er þó talið, af öðrum en norður-kóreskum ríkismiðlum, að sambærileg fullhlaðin eldflaug hefði ekki slíka drægni. Þrátt fyrir ítrekaðar eldflaugatilraunir Norður-Kóreubúa á þessu ári eiga vísindamenn ríkisins enn eftir að sannfæra alþjóðasamfélagið um að þeir búi yfir tækninni til að flytja kjarnaodda með eldflaugunum.
Tengdar fréttir Fyrsta eldflaugatilraun N-Kóreu í tvo mánuði Norður-kóreski herinn skaut í dag upp eldflaug í fyrsta sinn í rúmlega tvo mánuði, að því er suður-kóreski herinn greinir frá. 28. nóvember 2017 19:21 Trump um eldflaugaskot N-Kóreu: „Við sjáum um þetta“ "Við sjáum um þetta,“ sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, við blaðamenn í Hvíta Húsinu í dag eftir að Norður-Kórea skaut á loft eldflaug fyrr í dag. Þetta var fyrsta eldflaugaskot Norður-Kóreu 28. nóvember 2017 21:45 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Fyrsta eldflaugatilraun N-Kóreu í tvo mánuði Norður-kóreski herinn skaut í dag upp eldflaug í fyrsta sinn í rúmlega tvo mánuði, að því er suður-kóreski herinn greinir frá. 28. nóvember 2017 19:21
Trump um eldflaugaskot N-Kóreu: „Við sjáum um þetta“ "Við sjáum um þetta,“ sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, við blaðamenn í Hvíta Húsinu í dag eftir að Norður-Kórea skaut á loft eldflaug fyrr í dag. Þetta var fyrsta eldflaugaskot Norður-Kóreu 28. nóvember 2017 21:45