Enski boltinn

Ryan Giggs: Það var í eina skiptið sem ég grét inn á fótboltavelli

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ryan Giggs spilaði í 24 ár en grét einu sinni.
Ryan Giggs spilaði í 24 ár en grét einu sinni. Vísir/Getty
Ryan Giggs, fyrrverandi leikmaður Manchester United, segist aðeins einu sinni hafa grátið inn á fótboltavelli en það var í Barcelona í maí árið 1999.

Það var vitaskuld eftir ævintýralegan sigur Manchester United á móti Bayern München í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Nývangi sem enska liðið vann, 2-1.

Staðan var 1-0 fyrir Bayern þegar komið var fram í uppbótartíma en mörk frá Teddy Sheringham og Ole Gunnar Solskjær tryggðu United fyrsta Meistaradeildartitilinn síðan 1968.

„Besta stundin mín á fótboltavellinum var þegar að flautað var til leiksloka á Nývangi 1999. Ég grét þá án alls gríns. Það var í eina skiptið sem ég grét á fótboltavelli því tilfinningarnar báru mig ofurliði,“ sagði Ryan Giggs á kynningu á Old Trafford en heimasíða Man. Utd. greinir frá.

Giggs fékk nóg af tækifærum til að gráta í boltanum en hann spilaði 963 leiki á 24 leiktíðum í öllum keppnum og vann 34 stóra titla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×