Segist ekki hafa elst við táningsstúlkur Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2017 23:15 Roy Moore. Vísir/Getty Repúblikaninn Roy Moore segir það alrangt að hann hafi elst við táningsstúlkur þegar hann var á fertugsaldri. Kona að nafni Leigh Corfman steig fram í síðustu viku og sakaði Moore í viðtali við Washington Post um að hafa haft við sig kynferðislegt samneyti þegar hún var aðeins fjórtán ára gömul. Sjálfur segir Moore að Washington Post sé að reyna að klekkja á honum og að kjósendur muni sjá í gegnum þetta „leikrit“. Corfman sagði að Moore hefði klætt hana úr, kysst hana, káfað á henni og látið hana leggja hendur á kynfæri hans. Sjá einnig: Frambjóðandi Repúblíkana sagður hafa haft kynferðislegt samneyti við 14 ára stúlku Þrjár aðrar konur ræddu við Washington Post og sögðu frá samskiptum sínum við Moore. Voru þær á aldrinum sextán til átján ára þegar þau áttu sér stað en Moore yfir þrítugu. Þær lýstu því allar yfir að Moore hefði veitt þeim mikla athygli, sumar kyssti hann en öðrum bauð hann áfenga drykki. Konurnar þrjár sögðu þó að Moore hafi ekki þvingað þær til kynferðislega athafna. Roy Moore var útnefndur af Repúblíkönum sem frambjóðandi Alabama-ríkis til þingsetu í öldungadeild Bandaríkjaþings. Efnt hefur verið til sérstakra kosninga sem fara fram í desember til þess fylla í skarð Jeffs Sessions, en Sessions var skipaður ríkissaksóknari fyrr á árinu. Í ræðu fyrir framan aðra repúblikana í Alabama sagði Moore að tímasetning fréttar Washington Post, svo skömmu fyrir kosningarnar, sýni fram á að um tilraun til að grafa undan framboði hans sé að ræða. „Þessar árásir snúast um börn og eru algerlega rangar og um eitthvað sem gerðist fyrir nærri því 40 árum. Auk þess að vera rangar eru þær særandi fyrir mig persónulega. Ég hefur verið giftur eiginkonu minni Kayla í nærri því 33 ár. Við eigum fjögur börn og börnin mín eiga fimm dætur,“ sagði Moore, samkvæmt frétt Politico. Sjá einnig: Vikið tvisvar úr dómarasæti en stefnir nú hraðbyr á þing „Ég tel mjög mikilvægt að vernda ung börn. Það að verða fyrir árásum fyrir meint kynferðisbrot fer þvert á feril minn í dómstólum. Ég vil að það sé bæði fjölmiðlum og öllum sem eru hér ljóst að ég hefur ekki útvegað börnum áfengi. Ég hef ekki brotið kynferðislega á neinum. Þessar ásakanir birtast fjórum og hálfri viku fyrir kosningarnar. Af hverju núna?“ spurði Moore. Lögmaður einnar konu sem Washington Post ræddi við sagði AP fréttaveitunni að þær hefðu verið táningar og hann hefði verið valdamikill saksóknari. Þær hefðu líklega óttast að hann myndi beita kröftum sínum gegn þeim, eins og hann hafi gert í vikunni. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum MeToo Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Sjá meira
Repúblikaninn Roy Moore segir það alrangt að hann hafi elst við táningsstúlkur þegar hann var á fertugsaldri. Kona að nafni Leigh Corfman steig fram í síðustu viku og sakaði Moore í viðtali við Washington Post um að hafa haft við sig kynferðislegt samneyti þegar hún var aðeins fjórtán ára gömul. Sjálfur segir Moore að Washington Post sé að reyna að klekkja á honum og að kjósendur muni sjá í gegnum þetta „leikrit“. Corfman sagði að Moore hefði klætt hana úr, kysst hana, káfað á henni og látið hana leggja hendur á kynfæri hans. Sjá einnig: Frambjóðandi Repúblíkana sagður hafa haft kynferðislegt samneyti við 14 ára stúlku Þrjár aðrar konur ræddu við Washington Post og sögðu frá samskiptum sínum við Moore. Voru þær á aldrinum sextán til átján ára þegar þau áttu sér stað en Moore yfir þrítugu. Þær lýstu því allar yfir að Moore hefði veitt þeim mikla athygli, sumar kyssti hann en öðrum bauð hann áfenga drykki. Konurnar þrjár sögðu þó að Moore hafi ekki þvingað þær til kynferðislega athafna. Roy Moore var útnefndur af Repúblíkönum sem frambjóðandi Alabama-ríkis til þingsetu í öldungadeild Bandaríkjaþings. Efnt hefur verið til sérstakra kosninga sem fara fram í desember til þess fylla í skarð Jeffs Sessions, en Sessions var skipaður ríkissaksóknari fyrr á árinu. Í ræðu fyrir framan aðra repúblikana í Alabama sagði Moore að tímasetning fréttar Washington Post, svo skömmu fyrir kosningarnar, sýni fram á að um tilraun til að grafa undan framboði hans sé að ræða. „Þessar árásir snúast um börn og eru algerlega rangar og um eitthvað sem gerðist fyrir nærri því 40 árum. Auk þess að vera rangar eru þær særandi fyrir mig persónulega. Ég hefur verið giftur eiginkonu minni Kayla í nærri því 33 ár. Við eigum fjögur börn og börnin mín eiga fimm dætur,“ sagði Moore, samkvæmt frétt Politico. Sjá einnig: Vikið tvisvar úr dómarasæti en stefnir nú hraðbyr á þing „Ég tel mjög mikilvægt að vernda ung börn. Það að verða fyrir árásum fyrir meint kynferðisbrot fer þvert á feril minn í dómstólum. Ég vil að það sé bæði fjölmiðlum og öllum sem eru hér ljóst að ég hefur ekki útvegað börnum áfengi. Ég hef ekki brotið kynferðislega á neinum. Þessar ásakanir birtast fjórum og hálfri viku fyrir kosningarnar. Af hverju núna?“ spurði Moore. Lögmaður einnar konu sem Washington Post ræddi við sagði AP fréttaveitunni að þær hefðu verið táningar og hann hefði verið valdamikill saksóknari. Þær hefðu líklega óttast að hann myndi beita kröftum sínum gegn þeim, eins og hann hafi gert í vikunni.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum MeToo Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Sjá meira