Oxford-háskóli fjarlægir málverk af Aung San Suu Kyi Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 30. september 2017 16:52 Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar. vísir/getty Oxford-háskóli hefur fjarlægt málverk af Aung San Suu Kyi, leiðtoga Búrma (nú Mjanmar), en verkið prýddi vegg í einni af byggingum skólans. Ástæðan fyrir ákvörðuninni er aðgerðarleysi Aung San Suu Kyi gagnvart hörmulegri meðferð búrmískra hersins í garð Rohingja-múslima sem hafa í kjölfarið flúið í tugþúsundatali yfir landamærin til Bangladess. Afskiptaleysi Aung San Suu Kyi hefur verið harðlega gagnrýnt, meðal annars af alþjóðlegum mannréttindasamtökum. Sjá einnig: Tugir Rohingja hafa drukknað á flóttaAung San Suu Kyi var nemi við Oxford-háskóla á árunum 1964 til 1967 en hún lauk þaðan bakkalársgráðu í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði. Hún ruddi braut lýðræðissinna í Búrma á síðari hluta níunda áratugarins og leiddi stjórnmálaflokk sinn til sigurs í þingkosningum árið 1990. Suu Kyi var undir miklum áhrifum frá hugsjónum Mahatma Gandhi, fordæmdi ofbeldi og lagði áherslu á friðsamlegar lausnir í ágreiningsmálum. Suu Kyi sat í stofufangelsi í fimmtán ár og hlaut á því tímabili friðarverðlaun Nóbels. Stúdentablað Oxford-háskóla, The Swan, greindi frá því að málverkið af Aung San Suu Kyi hefði verið tekið niður á fimmtudaginn og að fyllt hefði verið upp í skarðið með málverki eftir Yoshihiro Takada. Að sögn Benjamin Jones, talsmanns háskólans, hefur málverkinu af Suu Kyi verið komið fyrir á öruggum stað og mun myndin eftir Takada prýða vegginn tímabundið. Tengdar fréttir Tugir Rohingja hafa drukknað á flótta Að minnsta kosti 23 fórust og fjörutíu er saknað eftir að báti flóttafólks af þjóðflokki Rohingja hvolfdi við strandir Bangladess. 30. september 2017 06:00 Frá friðarverðlaunum til þjóðernishreinsana Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, er sögð þegja á meðan almennir borgarar drepa Rohingja-múslima án dóms og laga. Suu Kyi er handhafi friðarverðlauna Nóbels og skora aðrir friðarverðlaunahafar á hana að binda enda á ofsóknirnar. 13. september 2017 06:00 Suu Kyi óttast ekki alþjóðlega rannsókn á þjóðernishreinsunum í Rakhine-héraði Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, hefur loksins tjáð sig um atburðina í Rakhine-héraði þar sem Sameinuðu þjóðirnar telja að nýverið hafi farið fram þjóðernishreinsanir á Rohingja-múslimum. 19. september 2017 09:10 Suu Kyi hvött til að grípa í taumana Tæp 90.000 manns sem tilheyra rohingjaættbálkinum hafa flúið ofsóknir í Búrma yfir landamærin til Bangladess. 4. september 2017 17:55 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Oxford-háskóli hefur fjarlægt málverk af Aung San Suu Kyi, leiðtoga Búrma (nú Mjanmar), en verkið prýddi vegg í einni af byggingum skólans. Ástæðan fyrir ákvörðuninni er aðgerðarleysi Aung San Suu Kyi gagnvart hörmulegri meðferð búrmískra hersins í garð Rohingja-múslima sem hafa í kjölfarið flúið í tugþúsundatali yfir landamærin til Bangladess. Afskiptaleysi Aung San Suu Kyi hefur verið harðlega gagnrýnt, meðal annars af alþjóðlegum mannréttindasamtökum. Sjá einnig: Tugir Rohingja hafa drukknað á flóttaAung San Suu Kyi var nemi við Oxford-háskóla á árunum 1964 til 1967 en hún lauk þaðan bakkalársgráðu í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði. Hún ruddi braut lýðræðissinna í Búrma á síðari hluta níunda áratugarins og leiddi stjórnmálaflokk sinn til sigurs í þingkosningum árið 1990. Suu Kyi var undir miklum áhrifum frá hugsjónum Mahatma Gandhi, fordæmdi ofbeldi og lagði áherslu á friðsamlegar lausnir í ágreiningsmálum. Suu Kyi sat í stofufangelsi í fimmtán ár og hlaut á því tímabili friðarverðlaun Nóbels. Stúdentablað Oxford-háskóla, The Swan, greindi frá því að málverkið af Aung San Suu Kyi hefði verið tekið niður á fimmtudaginn og að fyllt hefði verið upp í skarðið með málverki eftir Yoshihiro Takada. Að sögn Benjamin Jones, talsmanns háskólans, hefur málverkinu af Suu Kyi verið komið fyrir á öruggum stað og mun myndin eftir Takada prýða vegginn tímabundið.
Tengdar fréttir Tugir Rohingja hafa drukknað á flótta Að minnsta kosti 23 fórust og fjörutíu er saknað eftir að báti flóttafólks af þjóðflokki Rohingja hvolfdi við strandir Bangladess. 30. september 2017 06:00 Frá friðarverðlaunum til þjóðernishreinsana Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, er sögð þegja á meðan almennir borgarar drepa Rohingja-múslima án dóms og laga. Suu Kyi er handhafi friðarverðlauna Nóbels og skora aðrir friðarverðlaunahafar á hana að binda enda á ofsóknirnar. 13. september 2017 06:00 Suu Kyi óttast ekki alþjóðlega rannsókn á þjóðernishreinsunum í Rakhine-héraði Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, hefur loksins tjáð sig um atburðina í Rakhine-héraði þar sem Sameinuðu þjóðirnar telja að nýverið hafi farið fram þjóðernishreinsanir á Rohingja-múslimum. 19. september 2017 09:10 Suu Kyi hvött til að grípa í taumana Tæp 90.000 manns sem tilheyra rohingjaættbálkinum hafa flúið ofsóknir í Búrma yfir landamærin til Bangladess. 4. september 2017 17:55 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Tugir Rohingja hafa drukknað á flótta Að minnsta kosti 23 fórust og fjörutíu er saknað eftir að báti flóttafólks af þjóðflokki Rohingja hvolfdi við strandir Bangladess. 30. september 2017 06:00
Frá friðarverðlaunum til þjóðernishreinsana Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, er sögð þegja á meðan almennir borgarar drepa Rohingja-múslima án dóms og laga. Suu Kyi er handhafi friðarverðlauna Nóbels og skora aðrir friðarverðlaunahafar á hana að binda enda á ofsóknirnar. 13. september 2017 06:00
Suu Kyi óttast ekki alþjóðlega rannsókn á þjóðernishreinsunum í Rakhine-héraði Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, hefur loksins tjáð sig um atburðina í Rakhine-héraði þar sem Sameinuðu þjóðirnar telja að nýverið hafi farið fram þjóðernishreinsanir á Rohingja-múslimum. 19. september 2017 09:10
Suu Kyi hvött til að grípa í taumana Tæp 90.000 manns sem tilheyra rohingjaættbálkinum hafa flúið ofsóknir í Búrma yfir landamærin til Bangladess. 4. september 2017 17:55