Enski boltinn

Gary samdi við Lilleström en er nú búinn að semja við York

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gary Martin á æfingu með York.
Gary Martin á æfingu með York. mynd/york
Gary Martin, fyrrverandi framherji ÍA, KR og Víkings, er búinn að gera skammtíma samning við enska félagið York City sem spilar í næst efstu utandeildinni eða sjöttu efstu deild á Englandi.

Þetta kemur fram á heimasíðu York en þar segir að hann spili leik á móti Curzon Ashton á laugardaginn.

Fram kemur í fréttinni á heimasíðu York að Gary sé laus allra mála eftir að hætta hjá belgíska félaginu Lokeren en það er ekki alveg rétt.

Gary samdi aftur við norska úrvalsdeildarfélagið Lilleström á dögunum til þriggja ára en þangað fór hann frá Víkingi um mitt tímabil 2016.

Gary, sem er uppalinn hjá Middlesbrough, æfði með Yok í dag og fær hann loks tækifæri að spila leik í meistaraflokki á Englandi eftir að spila í Ungverjalandi, Íslandi, Danmörku, Noregi og Belgíu.

Lilleström á enn eftir þrjá leiki í norsku úrvalsdeildinni en enski framherjinn kemur ekki til móts við norska liðið fyrr en yfirstandandi tímabili lýkur þar sem leikmanangluginn þar í landi er lokaður.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×