Erlent

Merkel bjartsýn þrátt fyrir erfiðar viðræður

Atli Ísleifsson skrifar
Enn er reynt að mynda ríkisstjórn í Þýskalandi.
Enn er reynt að mynda ríkisstjórn í Þýskalandi. Vísir/AFP
Angela Merkel Þýskalandskanslari telur enn að stjórnarmyndunarviðræður Kristilegra demókrata, Frjálslynda flokksins og Græningja muni skila árangri. Reuters hefur eftir Merkel að hún telji enn að hægt verði að ná saman, en viðræður halda áfram í höfuðborginni Berlín í dag.

Málaflokkarnir sem helst hefur verið deilt um í viðræðunum eru málefni innflytjenda og loftslagsmál, en CSU, bæverskur systurflukkur CDU, flokks Merkel, og Græningjar líta loftslagsmálin mjög ólíkum augum.

Svokölluð „Jamaíkustjórn“ hefur aldrei áður starfað saman á landsvísu í Þýskalandi. Hefð er fyrir því í Þýskalandi að nefna stjórnir eftir löndum. Eru þá einkennislitir viðkomandi flokka heimfærðir upp á fánaliti einhvers lands. Einkennislitur Kristilegra demókrata er svartur, Græningja grænn og Frjálslynda flokksins gulur.

Ákveðið var að reyna myndun slíkrar stjórnar eftir að stjórnarflokkarnir Kristilegir demókratar (CDU og CSU) og Jafnaðarmenn (SPD) misstu mikið fylgi í konsningunum í september og hægri popúlistaflokkurinn AfD náði í fyrsta sinn mönnum á þýska þingið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×