Gullsendingar Jóhanns skiluðu Burnley sex stigum á sex dögum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2017 06:00 Jóhann Berg Guðmundsson. Vísir/Getty Jóhann Berg Guðmundsson ætti að koma í góðu skapi til móts við félaga sína í landsliðinu þegar strákarnir okkar hittast í Katar í dag. Lið hans Burnley er í hópi sjö efstu liða ensku úrvalsdeildarinnar eftir þriðja útisigurinn á tímabilinu um helgina. Engin útivallarvandræði lengur Liðið sem fékk 83 prósent stiga sína á heimavelli sínum á síðustu leiktíð (33 af 40) hefur blómstrað á útivöllum í vetur og er nú með þremur fleiri stig þar (11) en á hinum einstaka heimavelli þess á Turf Moor (8). Sigurinn á mánudagskvöldið var þó á Turf Moor þegar liðið vann Newcastle 1-0. Jóhann Berg sem endaði fjögurra ára og 34 leikja bið sína eftir marki í íslenska landsliðsbúningnum þegar íslensku strákarnir tryggðu sig inn á HM í síðasta mánuði kom til baka til Burnley með sjálfstraustið í botni. Jóhann Berg kom íslenska liðinu í 1-0 úti í Tyrklandi sem og nánast gulltryggði sigurinn með því að koma Íslandi í 2-0 á móti Kósóvó á Laugardalsvellinum. Mikilvægi markanna verður aldrei metið að fullu en íslenska liðið var komið í báðum tilfellum í allt aðra og betri stöðu í hreinum úrslitaleikjum um sæti á HM í Rússlandi næsta sumar.Vísir/GettyÞrjár stoðsendingar í fjórum leikjum Frá því að hann kom til baka þá hefur Jóhann Berg gefið þrjár stoðsendingar í fjórum deildarleikjum Burnley og þessar stoðsendingar hafa skilað Burnley-liðinu samtals sjö stigum. Auk þess að leggja upp sigurmarkið í leikjunum á móti bæði Newcastle og Southampton þá lagði Jóhann Berg einnig upp jöfnunarmarkið í 1-1 jafntefli við West Ham. Jóhann Berg sat á bekknum í síðasta leik Burnley fyrir þetta sögufræga landsleikjahlé í byrjun október en kom aftur út sem ein af hetjunum sem komu litla Íslandi á heimsmeistaramótið í fyrsta skiptið. Hann byrjaði reyndar á bekknum í fyrsta leik eftir landsleikina en kom þá inná og lagði upp jöfnunarmark liðsins á móti West Ham. Sean Dyche, knattspyrnustjóri Burnley, hefur verið með okkar mann í byrjunarliðinu í síðustu tveimur leikjum og sér ekki eftir því í dag. Jóhann Berg lagði upp sigurmark Jeff Hendrick á mánudaginn og svo lagði hann upp sigurmark Sam Vokes um helgina. „Þetta er eitt af bestu skallamörkum sem ég hef séð. Þetta var frábær fyrirgjöf og frábær afgreiðsla,“ sagði Sean Dyche um sigurmarkið hjá Sam Vokes sem kom níu mínútum fyrir leikslok. „Við þurftum að hafa mikið fyrir þessum tveimur sigrum en það mátti ekki mikið útaf bera. Við vitum hverjir við erum og ég er mjög ánægður með hvar við erum. Það eru krefjandi verkefni á leiðinni en liðið veit að það kemur ekkert til okkar nema að við vinnum fyrir því,“ sagði Dyche.Frábær bolti frá Jóhanni Sam Vokes kom inn á sem varamaður á móti sínu uppeldisfélagi. „Ég veit að þegar Jóhann er með boltann þá vill hann skipta yfir á vinstri fótinn sinn. Hann náði frábærum bolta fyrir og það var æðislegt að ná að skalla boltann í markið. Þetta snýst um liðið og við erum með sterkt lið núna, sterkasta liðið okkar í nokkur ár,“ sagði Sam Vokes. Jóhann Berg hefur gefið 3 stoðsendingar á 242 mínútum frá því að hann kom aftur til Burnley eftir að hafa hjálpað Íslandi að komast á HM í fyrsta sinn sem þýðir að hann er að gefa stoðsendingu á 80 mínútna fresti.Vísir/GettyNýtt persónulegt met Með þessum þremur stoðsendingum þá er Jóhann Berg búinn að setja nýtt persónulegt met í ensku úrvalsdeildinni en hann náði „bara“ að gefa tvær stoðsendingar á síðasta tímabili sem hans fyrsta í vinsælustu deild Evrópu. Þá var hann ellefu stoðsendingum á eftir landa sínum Gylfa Þór Sigurðssyni en nú er hann þremur stoðsendingum á undan Gylfa sem á enn eftir að gefa stoðsendingu á ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Fleiri fréttir Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Sjá meira
Jóhann Berg Guðmundsson ætti að koma í góðu skapi til móts við félaga sína í landsliðinu þegar strákarnir okkar hittast í Katar í dag. Lið hans Burnley er í hópi sjö efstu liða ensku úrvalsdeildarinnar eftir þriðja útisigurinn á tímabilinu um helgina. Engin útivallarvandræði lengur Liðið sem fékk 83 prósent stiga sína á heimavelli sínum á síðustu leiktíð (33 af 40) hefur blómstrað á útivöllum í vetur og er nú með þremur fleiri stig þar (11) en á hinum einstaka heimavelli þess á Turf Moor (8). Sigurinn á mánudagskvöldið var þó á Turf Moor þegar liðið vann Newcastle 1-0. Jóhann Berg sem endaði fjögurra ára og 34 leikja bið sína eftir marki í íslenska landsliðsbúningnum þegar íslensku strákarnir tryggðu sig inn á HM í síðasta mánuði kom til baka til Burnley með sjálfstraustið í botni. Jóhann Berg kom íslenska liðinu í 1-0 úti í Tyrklandi sem og nánast gulltryggði sigurinn með því að koma Íslandi í 2-0 á móti Kósóvó á Laugardalsvellinum. Mikilvægi markanna verður aldrei metið að fullu en íslenska liðið var komið í báðum tilfellum í allt aðra og betri stöðu í hreinum úrslitaleikjum um sæti á HM í Rússlandi næsta sumar.Vísir/GettyÞrjár stoðsendingar í fjórum leikjum Frá því að hann kom til baka þá hefur Jóhann Berg gefið þrjár stoðsendingar í fjórum deildarleikjum Burnley og þessar stoðsendingar hafa skilað Burnley-liðinu samtals sjö stigum. Auk þess að leggja upp sigurmarkið í leikjunum á móti bæði Newcastle og Southampton þá lagði Jóhann Berg einnig upp jöfnunarmarkið í 1-1 jafntefli við West Ham. Jóhann Berg sat á bekknum í síðasta leik Burnley fyrir þetta sögufræga landsleikjahlé í byrjun október en kom aftur út sem ein af hetjunum sem komu litla Íslandi á heimsmeistaramótið í fyrsta skiptið. Hann byrjaði reyndar á bekknum í fyrsta leik eftir landsleikina en kom þá inná og lagði upp jöfnunarmark liðsins á móti West Ham. Sean Dyche, knattspyrnustjóri Burnley, hefur verið með okkar mann í byrjunarliðinu í síðustu tveimur leikjum og sér ekki eftir því í dag. Jóhann Berg lagði upp sigurmark Jeff Hendrick á mánudaginn og svo lagði hann upp sigurmark Sam Vokes um helgina. „Þetta er eitt af bestu skallamörkum sem ég hef séð. Þetta var frábær fyrirgjöf og frábær afgreiðsla,“ sagði Sean Dyche um sigurmarkið hjá Sam Vokes sem kom níu mínútum fyrir leikslok. „Við þurftum að hafa mikið fyrir þessum tveimur sigrum en það mátti ekki mikið útaf bera. Við vitum hverjir við erum og ég er mjög ánægður með hvar við erum. Það eru krefjandi verkefni á leiðinni en liðið veit að það kemur ekkert til okkar nema að við vinnum fyrir því,“ sagði Dyche.Frábær bolti frá Jóhanni Sam Vokes kom inn á sem varamaður á móti sínu uppeldisfélagi. „Ég veit að þegar Jóhann er með boltann þá vill hann skipta yfir á vinstri fótinn sinn. Hann náði frábærum bolta fyrir og það var æðislegt að ná að skalla boltann í markið. Þetta snýst um liðið og við erum með sterkt lið núna, sterkasta liðið okkar í nokkur ár,“ sagði Sam Vokes. Jóhann Berg hefur gefið 3 stoðsendingar á 242 mínútum frá því að hann kom aftur til Burnley eftir að hafa hjálpað Íslandi að komast á HM í fyrsta sinn sem þýðir að hann er að gefa stoðsendingu á 80 mínútna fresti.Vísir/GettyNýtt persónulegt met Með þessum þremur stoðsendingum þá er Jóhann Berg búinn að setja nýtt persónulegt met í ensku úrvalsdeildinni en hann náði „bara“ að gefa tvær stoðsendingar á síðasta tímabili sem hans fyrsta í vinsælustu deild Evrópu. Þá var hann ellefu stoðsendingum á eftir landa sínum Gylfa Þór Sigurðssyni en nú er hann þremur stoðsendingum á undan Gylfa sem á enn eftir að gefa stoðsendingu á ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Fleiri fréttir Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Sjá meira