Erlent

Minnst 27 látnir eftir skotárás í kirkju í Texas

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Um 400 manns búa í bænum Sutherland Springs sem er í um 48 kílómetra fjarlægð frá borginni San Antonio.
Um 400 manns búa í bænum Sutherland Springs sem er í um 48 kílómetra fjarlægð frá borginni San Antonio. Google Maps
Minnst 27 manns létu lífið þegar maður gerði skotárás í kirkju í bænum Sutherland Springs í Texas í dag. Svæðismiðillinn KSAT 12 greinir frá því að maðurinn hafi komið inn í kirkjuna um klukkan 11:30 að staðartíma og hleypt af.

Talið er að minnst 20 til viðbótar séu slasaðir.

Lögreglan segir að nokkrir séu látnir en ekki er vitað nákvæmlega hversu margir. Árásarmaðurinn er einnig látinn.

Um 400 manns búa í bænum Sutherland Springs sem er í um 48 kílómetra fjarlægð frá borginni San Antonio.

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sendi samúðarkveðjur til íbúa Sutherland Springs á Twitter síðu sinni, en forsetinn er staddur í Asíu í opinberri heimsókn.

„Guð veri með fólkinu í Sutherland Springs Texas. Alríkislögreglan og lögregla eru á staðnum. Ég fylgist með stöðunni frá Japan,“ skrifaði forsetinn.

Greg Abbott, ríkisstjóri í Texas sendi einnig kveðju.

„Við biðjum fyrir öllum sem urðu fyrir þessu voðaverki. Við þökkum lögregluyfirvöldum fyrir skjót viðbrögð.“

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×