Árásarmaðurinn í Texas hafði áður hlotið dóm fyrir að brjóta höfuðkúpu stjúpsonar síns Þórdís Valsdóttir skrifar 6. nóvember 2017 23:34 Devin Patrick Kelley skaut 26 manns til bana í kirkju í smábænum Sutherland Springs í Texas á sunnudag. vísir/afp Devin Patrick Kelley sem myrti 26 kirkjugesti í kirkju í Sutherland Springs í Texas í gær var leiddur fyrir herdómstól árið 2012 fyrir að ráðast á eiginkonu sína og höfuðkúpubrjóta kornungan son hennar. Kelley var 26 ára fyrrverandi hermaður sem var í herþjónustu í Nýju-Mexíkó. Kelley viðurkenndi brotið og var dæmdur í tólf mánaða einangrunarvist og var lækkaður í lægstu tign hersins. Eftir að einangrunarvistinni lauk var hann rekinn með vansæmd úr hernum. Kelley skildi við þáverandi eiginkonu sína eftir árásina en hann gifti sig aftur árið 2014.Neikvæður trúleysingi Gamlir skólafélagar Kelley segja að hann hafi verið mjög neikvæður á Facebook síðu sinni, og skrifað mikið þar um trúleysi og byssur. Eftir að hann var rekinn úr hernum starfaði hann sem aðstoðarmaður í kristilegum skóla en á síðustu árum virðist sem svo að hann hafi snúið baki við trúnni. Kelley var klæddur svörtum fötum og með grímu með hvítri hauskúpu á þegar hann réðst inn í kirkjuna á sunnudaginn, vopnaður þremur byssum. Hann myrti 26 kirkjugesti. Nágranni kirkjunnar greip byssuna sína þegar hann sá Kelley fara að bílnum sínum eftir árásina, Kelley kastaði þá rifflinum sínum á jörðina fyrir utan kirkjuna og flúði af vettvangi. Nágranninn og annar maður sem var viðstaddur veittu honum eftirför og skutu að honum. Kelley fannst svo látinn í bílnum sínum um tólf kílómetra frá kirkjunni. Yfirvöld telja að hann hafi svipt sig lífi.Óvíst hver ásetningur Kelley var Ekki er vitað hvað vakti fyrir Kelley en ríkisstjóri Texasríkis, Greg Abbott, sagði að hann telji að árásin á kirkjuna hafi ekki verið af handahófi. „Ég held að það sé ástæða fyrir því að tilræðismaðurinn hafi valið þessa kirkju,“ segir Abbott. Yfirmaður Almannavarna Texas sagði á blaðamannafundi í dag að deilur hefðu staðið innan fjölskyldu Kelley. Vitað er að tengdamóðir hans hafi sótt kirkjuna reglulega. Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Sjá meira
Devin Patrick Kelley sem myrti 26 kirkjugesti í kirkju í Sutherland Springs í Texas í gær var leiddur fyrir herdómstól árið 2012 fyrir að ráðast á eiginkonu sína og höfuðkúpubrjóta kornungan son hennar. Kelley var 26 ára fyrrverandi hermaður sem var í herþjónustu í Nýju-Mexíkó. Kelley viðurkenndi brotið og var dæmdur í tólf mánaða einangrunarvist og var lækkaður í lægstu tign hersins. Eftir að einangrunarvistinni lauk var hann rekinn með vansæmd úr hernum. Kelley skildi við þáverandi eiginkonu sína eftir árásina en hann gifti sig aftur árið 2014.Neikvæður trúleysingi Gamlir skólafélagar Kelley segja að hann hafi verið mjög neikvæður á Facebook síðu sinni, og skrifað mikið þar um trúleysi og byssur. Eftir að hann var rekinn úr hernum starfaði hann sem aðstoðarmaður í kristilegum skóla en á síðustu árum virðist sem svo að hann hafi snúið baki við trúnni. Kelley var klæddur svörtum fötum og með grímu með hvítri hauskúpu á þegar hann réðst inn í kirkjuna á sunnudaginn, vopnaður þremur byssum. Hann myrti 26 kirkjugesti. Nágranni kirkjunnar greip byssuna sína þegar hann sá Kelley fara að bílnum sínum eftir árásina, Kelley kastaði þá rifflinum sínum á jörðina fyrir utan kirkjuna og flúði af vettvangi. Nágranninn og annar maður sem var viðstaddur veittu honum eftirför og skutu að honum. Kelley fannst svo látinn í bílnum sínum um tólf kílómetra frá kirkjunni. Yfirvöld telja að hann hafi svipt sig lífi.Óvíst hver ásetningur Kelley var Ekki er vitað hvað vakti fyrir Kelley en ríkisstjóri Texasríkis, Greg Abbott, sagði að hann telji að árásin á kirkjuna hafi ekki verið af handahófi. „Ég held að það sé ástæða fyrir því að tilræðismaðurinn hafi valið þessa kirkju,“ segir Abbott. Yfirmaður Almannavarna Texas sagði á blaðamannafundi í dag að deilur hefðu staðið innan fjölskyldu Kelley. Vitað er að tengdamóðir hans hafi sótt kirkjuna reglulega.
Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Sjá meira