Árásarmaðurinn í Texas hafði áður hlotið dóm fyrir að brjóta höfuðkúpu stjúpsonar síns Þórdís Valsdóttir skrifar 6. nóvember 2017 23:34 Devin Patrick Kelley skaut 26 manns til bana í kirkju í smábænum Sutherland Springs í Texas á sunnudag. vísir/afp Devin Patrick Kelley sem myrti 26 kirkjugesti í kirkju í Sutherland Springs í Texas í gær var leiddur fyrir herdómstól árið 2012 fyrir að ráðast á eiginkonu sína og höfuðkúpubrjóta kornungan son hennar. Kelley var 26 ára fyrrverandi hermaður sem var í herþjónustu í Nýju-Mexíkó. Kelley viðurkenndi brotið og var dæmdur í tólf mánaða einangrunarvist og var lækkaður í lægstu tign hersins. Eftir að einangrunarvistinni lauk var hann rekinn með vansæmd úr hernum. Kelley skildi við þáverandi eiginkonu sína eftir árásina en hann gifti sig aftur árið 2014.Neikvæður trúleysingi Gamlir skólafélagar Kelley segja að hann hafi verið mjög neikvæður á Facebook síðu sinni, og skrifað mikið þar um trúleysi og byssur. Eftir að hann var rekinn úr hernum starfaði hann sem aðstoðarmaður í kristilegum skóla en á síðustu árum virðist sem svo að hann hafi snúið baki við trúnni. Kelley var klæddur svörtum fötum og með grímu með hvítri hauskúpu á þegar hann réðst inn í kirkjuna á sunnudaginn, vopnaður þremur byssum. Hann myrti 26 kirkjugesti. Nágranni kirkjunnar greip byssuna sína þegar hann sá Kelley fara að bílnum sínum eftir árásina, Kelley kastaði þá rifflinum sínum á jörðina fyrir utan kirkjuna og flúði af vettvangi. Nágranninn og annar maður sem var viðstaddur veittu honum eftirför og skutu að honum. Kelley fannst svo látinn í bílnum sínum um tólf kílómetra frá kirkjunni. Yfirvöld telja að hann hafi svipt sig lífi.Óvíst hver ásetningur Kelley var Ekki er vitað hvað vakti fyrir Kelley en ríkisstjóri Texasríkis, Greg Abbott, sagði að hann telji að árásin á kirkjuna hafi ekki verið af handahófi. „Ég held að það sé ástæða fyrir því að tilræðismaðurinn hafi valið þessa kirkju,“ segir Abbott. Yfirmaður Almannavarna Texas sagði á blaðamannafundi í dag að deilur hefðu staðið innan fjölskyldu Kelley. Vitað er að tengdamóðir hans hafi sótt kirkjuna reglulega. Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
Devin Patrick Kelley sem myrti 26 kirkjugesti í kirkju í Sutherland Springs í Texas í gær var leiddur fyrir herdómstól árið 2012 fyrir að ráðast á eiginkonu sína og höfuðkúpubrjóta kornungan son hennar. Kelley var 26 ára fyrrverandi hermaður sem var í herþjónustu í Nýju-Mexíkó. Kelley viðurkenndi brotið og var dæmdur í tólf mánaða einangrunarvist og var lækkaður í lægstu tign hersins. Eftir að einangrunarvistinni lauk var hann rekinn með vansæmd úr hernum. Kelley skildi við þáverandi eiginkonu sína eftir árásina en hann gifti sig aftur árið 2014.Neikvæður trúleysingi Gamlir skólafélagar Kelley segja að hann hafi verið mjög neikvæður á Facebook síðu sinni, og skrifað mikið þar um trúleysi og byssur. Eftir að hann var rekinn úr hernum starfaði hann sem aðstoðarmaður í kristilegum skóla en á síðustu árum virðist sem svo að hann hafi snúið baki við trúnni. Kelley var klæddur svörtum fötum og með grímu með hvítri hauskúpu á þegar hann réðst inn í kirkjuna á sunnudaginn, vopnaður þremur byssum. Hann myrti 26 kirkjugesti. Nágranni kirkjunnar greip byssuna sína þegar hann sá Kelley fara að bílnum sínum eftir árásina, Kelley kastaði þá rifflinum sínum á jörðina fyrir utan kirkjuna og flúði af vettvangi. Nágranninn og annar maður sem var viðstaddur veittu honum eftirför og skutu að honum. Kelley fannst svo látinn í bílnum sínum um tólf kílómetra frá kirkjunni. Yfirvöld telja að hann hafi svipt sig lífi.Óvíst hver ásetningur Kelley var Ekki er vitað hvað vakti fyrir Kelley en ríkisstjóri Texasríkis, Greg Abbott, sagði að hann telji að árásin á kirkjuna hafi ekki verið af handahófi. „Ég held að það sé ástæða fyrir því að tilræðismaðurinn hafi valið þessa kirkju,“ segir Abbott. Yfirmaður Almannavarna Texas sagði á blaðamannafundi í dag að deilur hefðu staðið innan fjölskyldu Kelley. Vitað er að tengdamóðir hans hafi sótt kirkjuna reglulega.
Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira